fimmtudagur, mars 27, 2003

There are seven deadly sins

Djísús marr, djö. er maður handónýtur. Maður er náttúrulega ennþá veikur og í gærkvöldi fór Rúna litla út að borða með vinnunni sinni og ekkert meira með það, svo er Tomma litla farið að lengja eftir spúsunni um eitt leytið og ákveður að senda henni SMS. Kallinn setur 7even í DVD spilarann og ákveður að reyna að sofna yfir henni(Good call) fínasta ræma alveg. Nei svo byrja maðurinn að dotta og þá heyrir hann einhver læti og rumskar aðeins. Þá er Rúna litla að koma með eitthvað fólk í partý. Hvað heldur hún eiginlega að hún sé. Það er bara ég sem má gera svoleiðis. Maður er veikur heima og hún kemur og heldur party. Sveiattan. Hún ætti bara að skammast sín. Tommi litli gat ekki farið að sofa fyrr en um 4. Vaknaði svo tuttugu mínútur yfir þrjú í dag. Ellefu tíma svefn þann daginn. Jæja þetta er alltaf að styttast. Það voru fjórtán tímar nóttina áður. Maður er bara með bullandi hita og hósta og alveg handónýtur. Það ætti bara að henda manni í ruslið.

Fuss og svei. Svo hringir Halli litli og vill detta í það. Viljinn er fyrir hendi en ég held hreinlega að það sé hægt að gera margt gáfulegra í stöðunni. Hallinn var víst að rúlla upp einhverju skákmóti í vinnunni hjá sér. Ég veit ekki hvort það segji meira um Halla eða vinnufélaga hans hehehe. smá djók.

Djöfull er skítt að vera svona veikur. Öll gömul húsmæðra ráð eru vel þegin.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home