sunnudagur, febrúar 23, 2003

We're the one, we're the only GHOSTBUSTERS

Jæja drengir, afmælið í gær var nú bara alveg ágætt, mikið drukkið, mikið hlegið og Tomminn fékk kórónu í hinu mikla gúrkuspili. Það hefur nú bara aldrei gerst áður hehehe.
Tomminn tórði líka alveg ótrúlega lengi. Var reyndar í seinni kantinum sem við byrjuðum á appelschnaps flöskunni og líklega er það nú skýringin á þessu undarlega langlífi. Svo mætti spúsan upp úr tólf og Tomminn ennþá á lífi. KLUKKAN TÓLF.

Nú er kallinn líka búinn að redda SHOUT OUT þannig að nú getur fólk sem þetta les commentað á þessi skrif okkar og eru eindregið hvattir til þess. Það má nú reyndar geta þess að Hörður vinnufélagi minn hjálpaði mér að redda þessu, uh, eiginlega gerði hann þetta fyrir mig. En hvað um það, þetta er allavena komið upp.

INTER að vinna 3-1 og hinn mikli BATISTUTA búinn að skora fyrsta markið sitt í Inter treyju. Það þarf varla að taka það fram að snillingurinn VIERI skoraði hin tvö mörkin en þau komu á 64, 65 og 67 min, en Piacenza skoraði á 89 min. heheheheeh. smá sárabót fyrir hin ömurlegu úrslit gærdagsins. Og bæ ðe vei þá mega engvir Asnenal menn commenta á þessari síðu. (djók)

Þangað til næst.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home