Hananú!
Nú get ég ekki orða bundist lengur. Þvílík snilld hjá kananum! Þeir ætla að refsa Frökkum fyrir að hafa ekki verið hlynntir því að kaninn réðist inn í Írak til þess að afvopna Saddam Hussein og fjarlægja "Weapons of mass destruction" (gereyðingarvopn) sem hann átti að eiga. Engin merki um slík vopn fundust við leit vopnaeftirlits sameinuðuþjóðanna og því vildu Frakkar, og fleiri, ekki samþykkja ofbeldisverk kanans og fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Kaninn sagðist á hinn bóginn hafa sannanir fyrir því að Saddam ætti þessi vopn... þeir vildu bara ekki sína neinum nema Bretum þau!
Inn fór kaninn drap, rændi og ruplaði (sem er reyndar mjög fyndið) en finnur engin gereyðingarvopn (sem voru forsenda stríðsins)! Bush er meira að segja búinn að viðurkenna að sennilega séu engin slík vopn í Írak, Saddam hafi látið flytja þau burt og fela í öðrum löndum þegar stríð var yfirvofandi eða eftir að það braust út! Engu að síður ætla þeir að refsa Frökkum!?! Sennilega bara fyrir að hafa rétt fyrir sér með raunverulegan tilgang stríðsins.
Ein pæling að lokum... Ef einhver ætlaði að fara að ráðast inn í ríki sem ég stjórnaði til þess að steypa mér af stóli efst ég um að ég tæki öflugustu vopnin sem ég hefði undir höndum og sendi þau til annarra landa til þess að fela þau þar!!! Hvurslags djöfulsins hálfvitar eru allir ef þeir taka mark á þessum lygum?
Nú get ég ekki orða bundist lengur. Þvílík snilld hjá kananum! Þeir ætla að refsa Frökkum fyrir að hafa ekki verið hlynntir því að kaninn réðist inn í Írak til þess að afvopna Saddam Hussein og fjarlægja "Weapons of mass destruction" (gereyðingarvopn) sem hann átti að eiga. Engin merki um slík vopn fundust við leit vopnaeftirlits sameinuðuþjóðanna og því vildu Frakkar, og fleiri, ekki samþykkja ofbeldisverk kanans og fjöldamorð á óbreyttum borgurum. Kaninn sagðist á hinn bóginn hafa sannanir fyrir því að Saddam ætti þessi vopn... þeir vildu bara ekki sína neinum nema Bretum þau!
Inn fór kaninn drap, rændi og ruplaði (sem er reyndar mjög fyndið) en finnur engin gereyðingarvopn (sem voru forsenda stríðsins)! Bush er meira að segja búinn að viðurkenna að sennilega séu engin slík vopn í Írak, Saddam hafi látið flytja þau burt og fela í öðrum löndum þegar stríð var yfirvofandi eða eftir að það braust út! Engu að síður ætla þeir að refsa Frökkum!?! Sennilega bara fyrir að hafa rétt fyrir sér með raunverulegan tilgang stríðsins.
Ein pæling að lokum... Ef einhver ætlaði að fara að ráðast inn í ríki sem ég stjórnaði til þess að steypa mér af stóli efst ég um að ég tæki öflugustu vopnin sem ég hefði undir höndum og sendi þau til annarra landa til þess að fela þau þar!!! Hvurslags djöfulsins hálfvitar eru allir ef þeir taka mark á þessum lygum?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home