miðvikudagur, júní 18, 2003

Orð dagsins er: Alkahólisti

Jamm og jæja, Tomminn er sjúkur, sjúkur í áfengi og djamm. Kallinn er farinn að hafa áhyggjur af þessu, spurning um að fara að róa sig aðeins. Eftir Akureyrarferðina var töluvert dregið af Tomma litla eftir 3 kvöld í röð þannig að hann ákvað að vera bílstjóri á 4 kvöldinu fyrir strákana. Jú jú, Tomminn keyrði út í ólafsvík á ball með Írafár en þegar þangað var komið var kallinn orðinn verulega þyrstur, þannig að maðurinn borgaði sig bara inn og fékk sér bjór. Jamm, Tomminn reddaði öðrum driver fyrir heimferðina og skellti sér á djammið með Dýra. Úff marr, fjögur helvítis kvöld í röð. Ég er ennþá þunnur í dag miðvikudag.

Ég ætla að byrja á því að afskrifa drykkjuna hjá Hallanum um næstu helgi sem að Punkfuckerinn virðist vera búinn að plana. Um næstu helgi ætla ég bara að vera í Grundarfirði og taka því rólega. Gaui vinur minn er vonandi væntanlegur í heimsókn og það verður bara rólegheit, vonandi. Kannski smá bjór og golf. Doh, ég er strax byrjaður að plana fyllerí, þetta gengur ekki. Spurning um að skella sér á SÁÁ og skrá sig bara í meðferð.

Og eitt enn sem liggur mér þungt á hjarta. Davíð Beckham, þú ert nú meiri helvítis hræsnarinn. Þykist vera með eitthvað helvítis Júnæted hjarta og að þú myndir frekar leggja skóna á hilluna heldur en að spila með öðru liði. Svo ertu búinn að vera í samningaviðræðum við Real Madrid í gegnum ADIDAS síðan í apríl/maí. Andskotinn hafi það. Ég mun samt minnast þín sem legend á Old Trafford og þú ferð á stall með Mark Hughes, Bryan Robson, Eric Cantona, Best, Charlton, Keane og fleirum. Gangi þér sem best í framtíðinni og ég mun sakna aukaspyrnanna frá þér og yndislega góðu fyrirgjafanna, hornspyrnanna og baráttuandans sem einkenndi leikstýl þinn. Ég mun meira að segja sakna þess að sjá þig detta við minnstu snertingu eins og þú varst farinn að gera ýtrekað í seinni tíð. Stimpillinn "diver" sem var kominn á þig skipti mig engu máli vegna þess að ÞAÐ ER AÐEINS EINN DAVID BECKHAM, EINN DAVID BECKHAM, JÁ AÐEINS EINN DAVID BECKHAM.
Far vel og gangi þér vel í framtíðinni og ég vona að þú eigir eftir að leiða England til glæstra sigra.

Þinn aðdáandi nr 7 Tommi frá Íslandi. (aðdáandi nr 7 vegna þess að það eru örugglega 6 aðrir sem eru sjúkari í D.Beckham en ég. Ég veit að það eru örugglega allt saman 10 ára smástelpur en mér er alveg sama.)

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home