föstudagur, júní 20, 2003

Orð dagsins er: Söluturn

Svona svona Sigursteinn minn, það koma aðrar helgar eftir þessa helgi, eða svo segir máltækið. Þannig er nú bara mál með vexti að ég fékk held ég bara nóg eftir 4 daga fylleríið um síðustu helgi og á þar að auki ekkert allt of mikið af peningum. Svo er hann Gaui minn að koma í heimsókn til mín á laugardaginn. Það er sko topp náungi sem kemur í heimsókn þegar honum er boðið. Annað en þið andskotarnir sem farið bara í rok og rigningu til að spila golf á asnalegum stöðum þegar ykkur er boðið.

Þú átt örugglega eftir að skemmta þér vel heima hjá Halla, þú getur lagt kapal eða horft á popp tíví með rauðvínsglas í hönd, hljómar þetta ekki vel hehehe. Have fun puncfucker.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home