föstudagur, júlí 04, 2003

Hananú!

Æi kallinn, er alltaf verið að níðast á þér? Þetta er nú bara hreinlega ekki fallegt! Annars var ég með pælingu...

Sössinn var að bjóða til drykkju, annaðhvort heima hjá Jóni eða sér, og ég var að velta fyrir mér hvort að þú myndir láta sjá þig. Loksins kominn aftur í drykkjarhæft ástand, ekki á þessu sífellda flandri á eftir kvenmannsfötum. Síðan er það nefnilega pæling að fara í Hvammsvík á laugardaginn og taka golf, væri okkur sómi sýndur af nærveru þinni við þá iðkun.

Hvað sem öðru líður þá er þetta planið hjá mér og Sössanum og þér væri velkomið að slást í hópinn.

Af mér er annars ekkert að frétta, nema auðvitað að það eru stórkostlegar húserjur að Vegamótum, eins og venjulega. Veit ekki betur en að kærur fljúgi fram og til baka og lögreglan sé að verða fastagestur í húsinu. Vona bara að þeir fari nú ekki að skipta sér af mér, gæti farið illa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home