miðvikudagur, júlí 02, 2003

Orð dagsins er: G-strengur

Jamm, ég tileinka góðvini mínum honur Járna Orð dagsins fyrir vel unnin störf.

Annars er bara fínt að frétta af kallinum, lenti í dularfullum aðstæðum síðasta föstudagskvöld. Þannig var að ég var búinn að lofa fyrrv. tengdó að vera dyravörður á balli með hinni snilldar hljómsveit Gleðisveit Ingólfs. Jú jú, það var nú ekki mikið mál fyrir utan að ég þurfti sjálfur að redda öðrum dyraverði með mér. Ninni bróðir var að passa Árna Johnsen á kvíabryggju og Steini og Maggi kenndir við Jobba voru báðir á Hróarskeldu. Nú voru góð ráð dýr og Tomminn vissi ekkert við hvern hann ætti að tala. Hann hringir í Gaua litla á fimmtudagskvöldið sem tók svona ágætlega í þetta enn lofaði engu. Jú, Tomminn var vongóður um að Gaui litli myndi nú redda þessu en annað kom á daginn. Þannig var að ljóshærða ofurmennið nennti ómögulega að fara til Grundarfjarðar og skil ég hann svo sem alveg í þeim efnum. Það eru bara hinir fáfróðu sem neita að fara til nafla alheimsins.
En að lokum var það nú hann Hemmi Geir góðkunningi minn sem reddaði mér á síðustu stundu með þetta.

Ég lagði af stað úr Reykjavík um sjö leytið þar sem að ég átti að mæta kl tíu. Ég ákveð að stoppa í Borgarnesi þar sem að ég var orðinn helvíti svangur, hvað sé ég þá á planinu hjá Shell, nema bara Forljóta og ógeðslega rútu merkta gleðisveitin. Rúta þessi var parkeruð á þvottaplaninu og rauk all svakalega úr vélinni. Ég hugsaði með mér að þetta farartæki færi nú líklega aldrei af stað aftur. Svo hætti ég að hugsa um þetta og fæ mér að borða. Svo þegar ég legg af stað aftur er rútan horfin, og viti menn þegar ég er á mýrunum þá tek ég fram úr einhverju mökkreykjandi ferlíki sem hefur líklega mengað umhverfið á við 7 stórar verksmiðjur.

En þeir komust loks á leiðarenda c.a. klst á eftir mér og gátu haldið sitt heitt elskaða ball. Ég og Hemmi mætum á svæðið kl tíu þegar Gleðisveitin er að renna í hlað, hjálpum þeim að bera inn draslið og fáum okkur svo kaffi. Það mætti ekki nokkur kjaftur á ballið fyrr en kl 12. þá mættu tvær digrar stelpur sem ólmar vildu fara á ball. Þegar þarna var komið við sögu voru ég og Hemmi búinir að drekka 20 kaffibolla á kjaft og orðnir frekar æstir. Um hálf eitt leytið og ennþá þessar tvær digru stelpur sem voru einu kúnnarnir segir fyrrv. tengdó mér og Hemma bara að fá okkur bjór. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og létum barþjóninn skenkja okkur í tvo stóra. Aaaaahhh djöfull var það gott marr. Þá loksins byrjaði fólkið að streyma inn og bjórarnir okkar Hemma urðu alltaf fleiri og fleiri, síðan fengum við okkur nokkur skot og urðum að lokum bara helvíti fullir í dyrunum. Þetta var bara helvíti gott ball, c.a. 40 manns á ballinu og dyraverðirni vel við skál. Ég vona bara að það verði ekki sýnt frá þessu á Skjá 1 þar sem það yrði nú ekki gott til eftirspurnar fyrir staðinn. En Gleðisveit Ingólfs er bara þrumu góð hljómsveit og þetta var þvílíkt gott ball hjá þeim þó að það hefði verið fámennt. Og vil ég enda þennan pistil á einkunnar orðum sveitarinnar "Fáðu þér öl og skemmtu þér með okkur í kvöld"

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home