miðvikudagur, júlí 02, 2003

Orð dagsins er: Þrælavinna

Ouch ouch ouch, Tomminn er aumur í skrokknum í dag. Var í löndun í gær og mikil átök í gangi.

Tomminn fór á ættarmót á laugardaginn og fékk sér nokkra öllara og borðaði grillkjöt með Ömmu og ættmennunum. Það var mjög fínt. Svo á sunnudagsmorguninn vaknaði Tommi litli kl tíu því að hann var búinn að lofa sér í vinnu kl 12 á hádegi. Jú jú sem sundlaugarvörður dauðans. Tomminn mætir í sundlaug Grundarfjarðar kl 12 eins og um var samið, en bara til þess eins að sitja og gera ekki neitt. Ég átti að leysa af í 2 daga og það er óhætt að segja frá því að þetta voru 2 leiðinlegustu dagar lífs míns. Þvílíkt og annað eins, að hanga bara og gera ekki neitt nema að horfa á klukkuna á 2 mínútna fresti er mannskemmandi. Ég skil ekki hvernig fólk nennir þessu eiginlega. Það eina góða við þetta var að Þórður löndunarkóngur hringdi í mig og bað mig að mæta í löndun á þriðjudeginum sem og ég gerði. 12.000 22kg kassar af frosinni rækju og gríðarlega mikil átök. Í dag er ég með feikilegar harðsperrur í höndunum, bakinu og lærunum. Þetta var samt helvíti fínt og maður hefur bara gott af þessu. Vaknaði kl 05:30 og var kominn inn í Stykkishólm kl 07:00, löndunin sjálf byrjaði rétt rúmlega átta og það var landað upp úr Norska skipinu Andersen. Þetta er huge frystari og þvílíkt fullkominn og flottur. Átökin sjálf voru búin um 5 leytið og Tomminn var orðinn töluvert þreyttur. Ég og Tóti sem er pabbi hans Hemma úr síðasta pistli skelltum okkur bara í heita pottinn inni í Hólmi eftir löndunina og fórum svo á fótbolta leik úti í Ólafsvík þar sem að Víkingur Ól skellti Skallagrím 3-2 í hörku leik þar sem að hinn litli Jónas Gestur skoraði þrennu fyrir Víking.

Og í dag er ég með harðsperrur dauðans og er búinn að lofa mér í aðra púl vinnu við að græja sögumiðstöð Grundarfjarðar sem þarf að vera tilbúin fyrir hina miklu Grundarfjarðar helgi sem er seinasta helgin í júlí. Það þarf að rústa öllu út og smíða einhverja nýja milliveggi og mála og margt fleira. Fínt að Tommi litli er farinn að gera eitthvað markvisst svona að staðaldri ekki satt.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home