mánudagur, júní 23, 2003

Orð dagsins er: Regnhlíf

Já, þá er það komið á hreint. Tomminn er alkahólisti á háu stigi. Enn eina helgina þurfti hann að detta í það 2 kvöld í röð. Heimska, heimska og aftur heimska. Föstudagskvöldið byrjaði ósköp rólega og Tomminn var bara að gera sig klárann í videogláp og svoliz. Þá verður honum litið út um gluggann um hálf tólf leytið og sér þá að Svavar (Dýri) er á rúntinum. Tomminn tekur þá upp símann og hringir í kallinn bara svona til að sjá hvernig landið liggur. Jú jú, Tomminn ákveður bara að skella sér á rúntinn með Dýra og vorum við kumpánarnir báðir sammála um að það væri best að vera bara rólegir í kvöld. En viti menn, um kl 12 á miðnætti fær Tomminn vafasamt SMS frá ónefndum aðila í Stykkishólmi um að það væri ægilegt stuð þar og voðalega gaman. Þetta var nóg til að kynda okkur Dýra upp og fórum við í það að redda okkur driver út í Hólm. Tomminn talaði við Beggu Jobba um að keyra og gerði hún það með bros á vör. Svo kipptum við Benna skipsfélaga Svavars með okkur og vorum lagðir af stað rétt fyrir eitt. Þegar inn í Hólm var komið kom það í ljós að það var nákvæmlega ekkert að gerast þar og ónefndi Hólmarinn fékk sko að heyra það og endaði það þannig að ónefndi Hólmarinn kom með okkur til baka til að fara í partý. Jú jú þetta var svo sem fínt djamm en ég hefði ekki misst neinn svefn ef ég hefði sleppt því.

Laugardagurinn rann upp fagur og góður, 20 stiga hiti og heiðskýrt. Tomminn fékk sér 1 afréttara og lagðist á dýnu út á pall. Helvíti fínt, drekka bjór og liggja í sólbaði, það gerist ekki betra en það. Svo þegar Tomminn var kominn með ráð og rænu um kl 14:00 var farið að brasa eitthvað. Ég og Ninni fórum í frizbie sem by the way er snilldar íþrótt. Var ekki svona skemmtilegt í minningunni. Um kl 17:00 mæta þeir Gaui og Laugi í heimsókn og á svipuðum tíma fæ ég SMS ið sem ég var að búast við allan tímann um að þið aularnir mynduð klikka á þessu. Ég, Gaui og Laugi fáum okkur bjór og horfum á Álfukeppnina í imbakassanum. Fín stemming. Svo röltum við út í Kaffi 59 og fengum okkur að éta og horfa á seinni leikinn. Svo var farið heim að drekka. Hringdum í Dýrið og sátum þar til tólf hálf eitt eitthvað svoleiðis. Aftur töluðum við við Beggu greyið sem að aftur tók það að sér að skutla okkur inn í Hólm. Það var nú meira að gerast þar heldur en kvöldið áður þannig að þetta var bara helvíti fínt djamm. Tomminn var það ölvaður að hann fékk sama símanúmerið tvisvar sinnum hjá einhverri 29 ára einstæðri móðir, jæks marr. Aumingja hún því að miðað við sögurnar var kallinn ekki sá skemmtilegasti. Endaði kvöldið með því að æla út úr bílnum mínum og pínulítið á hann líka, tók svo íþróttabuxurnar mínar sem voru í bílnum og þurrkaði upp æludropana á hurðarkarminum og henti svo buxunum á götuna og skildi þær eftir. Blessuð sé minning þeirra.

Mikil þynnka daginn eftir og lítið gert þann daginn. Nú er bara spurning um að fara að róa sig aðeins í drykkjunni, reyndar er eitthvað bölvað ættarmót hjá drykkfelldustu ætt norðan Alpafjalla um næstu helgi og er Tomminn búinn að boða komu sína þangað. Maður kemst örugglega ekkert upp með það að vera edrú þar. ANDSKOTANS.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home