föstudagur, júní 20, 2003

Orð dagsins er: Aflaverðmæti

Föstudagur er bjórdagur. Var að koma úr ríkinu með mömmu gömlu og þurfti að sjálfsögðu að fjárfesta í smá bjór í leiðinni. Það er fínt að eiga bjór í bakhöndinni ef ske kynni að manni langaði að gera eitthvað. Ekki það að það sé neitt planað en samt segir mér sá hugur að þessi bjór verði ekki í ísskápnum á mánudaginn. Það verður fínt að glápa á Álfukeppnina í knattspyrnu og sötra bjór, spila golf og sötra bjór, bóna bílinn og sötra bjór, horfa á nágranna og sötra bjór, spila CM og sötra bjór, spila fótbolta og sötra bjór, jamm það segir mér sá hugur að þessi bjór verði búinn á mánudaginn.

Nú var maður að lesa um það í morgun að Chelsea ætlaði sér að næla í Jóhannes Karl Guðjónsson. Það gæti verið athyglisvert að sjá Gudjohnsen og Gudjonsson spila saman hjá Chelsea. Vonandi að þetta gangi upp. Allavena að fá Jóa Kalla í ensku knattspyrnuna fyrir næsta tímabil.

Svo var ég líka að lesa að Sebastian Frey hinn ungi og efnilegi markvörður Parma og fyrrverandi markvörður Inter væri á leiðinni til Man Utd ef Fartfés myndi fara. Það er nú ekki lengra síðan en í gær að maður las um að Bandaríski markvörðurinn Tim Howard væri genginn í raði Man Utd. Hvað er eiginlega í gangi? Ætla þeir að vera með 4 góða markmenn að berjast um 1 fokking stöðu. Ég meina Ricardo, Carrol, Howard og Barthez eru allir mjög góðir og svo á að fá Frey ef Barthez fer. Ekki það að ég syrgi það neitt. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af Sebastian Frey síðan hann var hjá Inter og reikna með að þetta sé framtíðar landsliðsmarkvörður Frakka. Svo horfði ég á Tim Howard spila í gær þegar Tyrkir unnu Bandaríkin 2-1 í Álfukeppninni og hann stóð sig bara helvíti vel. Virkar mjög góður markvörður. Þetta kemur væntanlega í ljós á næstu dögum og vikum, það líður ekki sá dagur að tíu tuttugu heimsklassa fótboltamenn séu orðaðir við Man Utd, sérstaklega eftir söluna á David Beckham.

Jæja það er best að fara fá sér öllara

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home