föstudagur, júní 20, 2003

Orð dagsins er: Flekaður

Jamm og jæja, Prumpdýrið er styggt. Þeir sem hafa komið í myrkustu skóga Kambódíu ættu að vita að ekki er hollt fyrir menn að styggja prumpdýr, þau geta brugðist við með hræðilegum afleiðingum, jafnvel banvænum. Þess vegna er ég að skrifa þennan pistil í von um að róa kvikyndið aðeins niður. Sérstaklega þar sem að hann virðist vera búinn að planta sér heima hjá Halla litla. Það þyrfti líklega að sótthreinsa bygginguna eftir eitt kvöld með styggu prumpdýri, og óska ég þess engum manni.

Þannig að, Sössi minn, ef þú hefðir bara drullast með norður þá myndir þú skilja þetta betur. Þú sást nú þessa mynd af Halla sjálfur og ættir að gera þér grein fyrir í hvernig ástandi maðurinn var eiginlega í allann tímann. Sem betur fer voru engar myndir teknar af mér þannig að þú verður bara að trúa mér þegar ég segi að ég hafi verið í mjög svipuðu ástandi og Hallinn.

Það er alltaf næsta helgi, og svo næsta helgi, og svo næsta helgi hehehe. Síja end vúldnt vonna bíja

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home