föstudagur, júlí 04, 2003

Orð dagsins er: Gyllinæð

Hehehe, þið getið bara átt ykkur, ég held áfram mínu flandri þar sem fjörið er. Það er búist við 6-7000 manns á Færeyska daga og svo er einhver snilldar Færeysk grúppa sem spilar fyrir dansi á laugardagskvöldið. Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði algjör snilld. Annars býst ég við því að koma með pistil um ævintýri helgarinnar á mánudag eða þriðjudag.

Annars er maður bara byrjaður að vinna á fullu og nóg að gera. Þetta er svolítið skrýtin tilfinning eftir að hafa verið í einhverju andskotans eirðarleysi í allt sumar. Manni líður einhvernveginn betur að vakna klukkan hálf átta eins og flestir aðrir vinnandi menn og fara til vinnu. Það er nebblilega ömurlegt að vera fokking atvinnulaus og óska ég þess engum manni.

Nú er annarhver knattspyrnumaður orðaður við Chelsea, eftir að einhver rússneskur mafíósi keypti liðið. Ég vona bara að Eiður Smái eigi ekki eftir að líða fyrir þetta og detta út úr liðinu. Svo var ég að lesa að lifrapollurinn væri búinn að kaupa tvo nýa leikmenn og mikil leynd hvílir yfir hverjir þetta eru. Þeir verða víst kynntir stuðningsmönnum eftir helgina. Ég held að Húlli sé nú bara að kaupa sér gálgafrest með þessu og ætli að flýja til Kúala Lúmp um helgina, ég spái því að kallinn hafi fengið David May á free transfer og hafi svo splæst 10 millum í Björn Tore Kvarme frá Real Sociedad hahaha. Nei nei þetta var nú meira svona grín, það verður gaman að sjá hvaða kappa kallinn hefur splæst í ef þetta reynist satt og rétt.

Nenni ekki að röfla meira, kem með næsta pistil eftir helgi. Þið skemmtið ykkur bara í Borg Dauðans á meðan ég læri Færeyska þjóðdansa og borða skerpukjöt. Farvel min tut

Þangað til næst......

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Loose [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to design competent invoices in one sec while tracking your customers.

10:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home