föstudagur, janúar 23, 2004

Sössi segir

Þættinum hefur borist bréf frá Tomma Töff þar sem innt er eftir því hvort ég hafi notað Tonka trukka í stíflugerðina. Það var ekki svo. við stíflugerðina var eingöngu notað handafl. En á tímabili átti ég tvo Tonka trukka. Annar þeirra lenti svo undir vörubíl hehe sem er náttúrulega bara fyndið. Ég var samt ekkert leiður, þótt mér þætti þetta verra, því þetta var eitthvað svo ljóðrænt. Þó efast ég um að ég hafi kannast við hugtakið á þessum tíma.

En að öðru. Í dag er bóndadagur og ég á mér ekki kellingu. Það lítur í rauninni út fyrir að það rómantískasta sem ég upplifi í dag verði sundferð með Sidda. Sem er óheppilegt því það er EKKERT rómantískt við það.
Bögger og súnk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home