laugardagur, febrúar 21, 2004

Hananú!

Mikið lifandis skelfingar ósköp líður mér ekki svo vel... jæja þýðir ekkert að fást um það. Í upphafi skal endinn skoða, er eitt af slagorðum flokksins og langar mig til þess að þakka Sössanum fyrir þær breytingar sem hann hefur gert á síðunni okkar. Þetta er mikil bragabót og hefur veitt birtu og il inní köld og illkvittin hjörtu ungs fólks um land allt... og jafnvel nokkurra erlendra ríkisborgara sem kunna að hafa tekið íslenskunámskeið. Annars er svo mikið af "fokking" útlendingum sem eru orðnir íslenskir ríkisborgarar að maður hefur ekki hugmynd um hversu stór hluti "þjóðarinnar" getur lesið þetta, án aðstoðar þýðanda sem er á svellandi launum hjá ríkinu við að drekka bjór og borða hamborgara. Allt í kringum okkur horfum við á þau vandamál sem hafa skapast vegna innflutnings á allskonar óþjóðalýð inn í góð og heiðvirð samfélög. Svíar voru fyrstir til að opna dyr sínar, enda einstaklega kommúnískt samfélag (vil enn vekja athygli á því að þegar við Íslendingar "rákum" Jóhann Árelíuz "stórskáld" úr landi þá var eina ríkið nógu vitlaust til að taka við honum Svíþjóð, þeir borguðu honum meir að segja fyrir að búa þarna!). Danir toppuðu heimskuna með því að apa þetta eftir Svíum, Norðmenn byrjuðu... en settu síðan snögglega stopp við þessum gengdarlausa innflutningi. Nokkrum árum síðar ákveða íslensk stjórnvöld að það sé sniðugt að gera eins og Svíar og Danir (sem þá voru að reyna að snúa þróuninni við)!!!! Þetta hefði aldrei gerst undir styrkri leiðsögn öflugs einræðisherra!!!

Allir vita hvaða afleiðingar þetta hefur haft á þau ríki sem ég nefndi hér að ofan og ætla ég ekki að rekja það frekar. Vildi bara vekja athygli á enn einum galla lýðræðisins, það getur af sér einstakt magn heimskulegra framkvæmda sem tilkoma vegna atkvæðaveiða einstakra manna!
Máli mínu til stuðnings er hér setning úr grein úr hinu virta tímariti The Economist:

FOR the past 250 years, politicians have diligently ignored what economics has to say about the gains from trade—much as they may pretend, or in some cases even believe, that they are paying close attention.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home