sunnudagur, febrúar 22, 2004

Sössi segir

Það varð ljóst í vikunni að sveinsprófið mitt verður ekki fyrr en í maí. Hell. Prenttæknistofnun ákvað að í þessu nýja kerfi (dauði yfir Björn Bjarnason og Tómas Inga Olrich) væri gáfulegt að hafa einu tvö prófin með þriggja mánaða millibili að vori og hausti af því að svoleiðis hefði það alltaf verið í gamla kerfinu. Hefðin er sterk og stuldum góð, en menn verða nú að passa sig að drukkna ekki í henni.

Verri hlutir gerast svo sem en þetta var ekki einn af þeim góðu.

Glæta í öllu þessu er að ég verð á hreinni dagvakt frá og með mars.

Skál

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home