miðvikudagur, apríl 14, 2004

Hananú!

Langt er síðan ég fann mér tíma til að skella hér inn nokkrum orðum en nú hefur það gerst.

Ég er nú farinn að velta alvarlega fyrir mér hvernig megi ná mestum árangri í útbreiðslu fagnaðarerindis flokksins, allar ábendingar vel þegnar (og kunna að verða verðlaunaðar síðar). Eftir mikið og erfitt samtal við föður minn um stjórnmálaleg málefni kom hann fram með þá uppástungu að ég myndi vinna mig upp í gegnum kerfið og ná að breyta því innan frá! Hvurslags rugl er þetta, ég á s.s. að ganga í sjálfstæðisflokkinn og ná þannig fram breytingum á þessu vonlausa kerfi sem við búum við.

Í þessari röksemdafærslu föður míns endurspeglast sá heilaþvottur sem átt hefur sér stað alltof lengi... að það sé hægt að ná fram árangri í gegnum lýðræðið! Djöfulsins "krappppp"! Það sér hvert mannsbarn hvurslags vitfirring þetta er, nei fyirrgefiði... það sjá það víst voðalega fáir!

Þessu þarf að breyta...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home