laugardagur, apríl 24, 2004

Sössi segir allt fínt

Undanfarið hefur mig vantað hann Halla minn til að drekka með og fyrir vikið var ég hættur að vera þunnur. Nú hef ég hinsvegar heimt hann úr þeirri helvísku yfirvinnu sem á hann var lögð og árangurinn stendur ekki á sér. Þynnkan er jafn undursamlega slæm og áðum. Haraldi sé lof.
Það var nefnilega drykkja í gær og spilað Risk og kannski hrópaði ég eitthvað miður fallegt, en ég sópaði ekki borðinu á gólfið þó menn væru að svindla á mér. Pakkið neyddist nefnilega til að svindla til að halda aftur af mér því teningarnir beinlínis elskuðu mig í gær. Þegar ég fór svo í Gúrku með Benna og Halla reyndust spilin jafn auðsveip.
Undir lokin vorum við nefnileg bara þrír eftir og helv. Benni náði að festa sér sófann þannig að ég tjaldaði bara í stofunni (þá meina ég tjaldaði).

Hvað leikinn í dag varðar er það ljóst að þó Gerrard sé guðum líkur var það Smicer sem gladdi mig mest með því að spila beinlínis vel, merkilegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home