þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Hananú!

Það sem allir hafa beðið eftir... Næsti þáttur

Föstudagskvöld
Við höfðum það nokkuð gott í pottinum, opnuðum nokkra öl í röð og fórum síðan yfir í rauðvín, þar sem við höfðum með okkur 5 flöskur af slíkum veigum. VIð biðum emð að kveikja upp í grillinu þar sem við vorum að bíða eftir Fjarkanum (Bjarki er hanns rétta nafn). Hann kom vel birgur af öli og með eplasnaffsinn sem við gleymdum heima hjá Sidda þegar við fórum úr bænum, reyndar ekki sömu flösku heldur aðra sem hann keypti í ríkinu. Um það leiti sem hann kom þá gerði mikið vosnku veður með hagléli og fleiru en við, íslensku víkingarnir létum okkur fátt um finnast og byrjuðum að grilla. VIð Sössi sáum um matseldina og ég skal viðurkenna það að hún var mjög dularfull og ekki vildi ég éta þetta núna. Veggirnir í eldhúsinu urðu líka ansi skrautlegir á meðan að á þessu stóð. Eftir að við komum matnum á grillið þá fórum við aftur í pottinn og nú var rauðvínsflöskunum heldur farið að fækka og nú er ég ekki viss um að atburðir komi í réttri röð. VIð heyrðum í einhverjum kellingum og Fjarkinn ákvað að sækja þær fyrir okkur. Hann klifraði upp á skjólvegginn kallaði eitthvað út í loftið og stökk síðan fram af. Hann slasaðist nokkuð og gengur nú við hækju. Á meðan á þessu gekk hafði Siddi forðað sér úr pottinum og var farinn að rölta um stofuna. Ég kom inn fann Uozo flöskuna fékk mér dreitil og stefndi síðan á fullri ferð í átt að pottinum og bjó mig undir að stökkva ofan í (sögu segja að á þessum tímapunkti hafi sumir verið orðnir alveg naktir, veit ekki skýringar á því). Tilþrifin tókust þó ekki betur en svo að ég rann á hálkublett á pallinum og þrumaði hnéinu á mér utan í pottinn, bjargaði samt flöskunni og skreið ofaní hlæjandi eins og fífl. Síðar, þó ekki löngu, var Fjarkinn víst dauður og búinn að æla vel í eitt herbergið og stofuna. Mér var ókunnugt um það. Við Siddi og Sössi fórum inn í herbergið sem Sössi hafði eignað sér og þar tókum við upp spjall. SKemmst er frá því að segja að þar var mér byrlað eitur og man ég vart meir fyrr en ég vaknaði um morguninn í stofunni. Fór og létti aðeins á mér og sofnaði síðan svefni hinna réttláltu í því herbergi sem mér var ætlað.

Nú er alveg kominn tími til þess að far að forða sér heim úr vinnunni og fá sér að éta. Hugsa að næsti kafli í þessari spennandi ferðasögu komi á morgun en í honum mun meðal annars finna lýsingu á hinni sérstöku viðskiptafræðiárshátíð. Hann mun heita Laugardagurinn allur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home