laugardagur, febrúar 22, 2003

Punkfuckers

Hvað kallar maður snigil með hroka? Orkuveitu Reykjavíkur! Helvítis stofnanamenning og iðnaðarmenn! Þeir sem þekkja mig vita að ég vantreysti tækninýjungum og hlutum sem ganga ekki fyrir mekaník. Þrátt fyrir þetta leyfði ég Jóni að telja mig á að fá þetta Rafmagnsinnhringinet.

RUSL OG LYGAR!!!

Það átti að vera hægt að hringja inn í öllum innstungum, sem virkaði fyrst um sinn. Svo bilaði eitthvað, það tók rúma VIKU að þetta pakk til að laga ruslið sitt og eftir það er ekki hægt að hringja inn í gegnum nema eina innstungu. Bót í máli að hún tiheyrir mér, en súnk í búnkið enginn afsláttur fáanlegur og stofnkostnaður við að skipta aftur yfir í símann of mikill til að ég fari til baka! Niðurstaða, ég kýs engann þeirra flokka sem að þessu koma, versla ekki við fyrirtæki með ríkistengsl og fæ mér aldrei aldrei aftur tækninnýjung!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home