mánudagur, júlí 07, 2003

Orð dagsins er: Hugarburður

Jamm og jæja, fín helgi er liðin og mikið djamm í gangi. Færeysku dagarnir voru víst fjölmennasta hátíðin um helgina. Ég var náttlega að vinna á föstudaginn. Ég hætti kl 17 í púlvinnunni, fór í ríkið og vann svo aðeins fyrir pabba gamla sem situr sveittur alla daga á skrifstofunni sinni og hefur ekki undan. Svo frétti ég að Gaui litli sem er nú stórvinur minn ákvað að kíkja á mig. Hann mætir c.a um 21 leytið og við fáum okkur bjór og spjöllum aðeins við pabba og Sigrúnu. Svo skutlum við í okkur sitthvorum eplasnafsinum og kíkjum svo heim til Vigga í smá samdrykkju. Ninni bróðir var designated driver um kvöldið. Hann var samt önnum kafinn um kvöldið að tengja græjurnar í bílnum sínum og skera sig í puttan með tilkomandi heilsugæslu heimsóknum og annað. Viggi og félagar fóru af stað og Ninni var ekki tilbúinn þannig að ég býð bara samferðarfólki mínu þ.e. ég, Gaui, Gummi Palla og Hobba í heimsókn til Mömmu og Gústa. Þar sötruðum við smá bjór og biðum eftir Ninna. Síðan var haldið á Færeyska daga þar sem var allt stappað af liði. Það var helvíti napurt en sem betur fer þá lánaði Hemmi Geir mér jakkann sinn. Hann hefði nú betur sleppt því karlanginn því að hann sá hann ekkert aftur fyrr en daginn eftir hehehe. Svo var bara rölt um svæðið og allstaðar var stappað ef allskyns liði. Rúnar Freyr frændi minn var á svæðinu og eins hún María Elísabet Bolvíkingur með meiru. Þannig líður nú kvöldið í ró og spekt og fljótlega fer ég nú bara á rúntinn með honum Ninna mínum sökum kulda. Svo þegar við vorum að fara heim þá finnst Gaui hvergi. Sem er að meðaltali frekar dularfullt þar sem að hann ætti að sjást úr nokkra km fjarlægð, eða allavena hausinn á honum, þar sem að hann var með stærri mönnum á svæðinu. Svo reynir Tomminn að hringja í kallinn og eftir nokkrar tilraunir næ ég loks í hann. Þá þverneitar kallinn bara að koma með og vill frekar gista í tjaldi einhversstaðar. Ég ákvað bara að láta það kyrrt liggja og fer bara heim að sofa um 06:30. Vakna svo kl 10:07 og fer á fætur. Skýst út í Ólafsvík og sæki Gaua litla þar sem að hann hafði komist í feitt en vildi ekki tjá sig meira um það.

Laugardagurinn var helvíti fínn. Gaui fer bara beint að sofa eftir að við erum búnir að fá okkur að borða. Ég hafði ákveðið að bíða með alla drykkju fram á kvöld, en viti menn, um eitt leytið kemur Rúnar frændi í heimsókn og bíður Tomma gamla bjór og auðvitað hugsaði Tomminn með sér, "wtf skítt með það" og fékk sér öllara með litla frænda. Við sitjum heima hjá Mömmu og sötrum einn, förum svo niður á Kaffi 59 og sitjum að sumbli til fimm eða eitthvað svoleiðis. Þá kemur gellan sem Rúnar var að höstla og vill fá hann aftur út í Ólafsvík, en Tommi þurfti að sjálfsögðu að bjóða frænda sínum að vera áfram og koma með honum um kvöldið, sem og hann þáði. Gellan fór frekar pirruð aftur út í Ólafsvík og við frændurnir í góðum gír. Þá hringir Gaui og er búinn að sofa í nokkra tíma og tilkynnir okkur það að hann ætli að fara að tygja sig í Borgarnes. Ég og Rúnki drifum okkur þá til að telja honum hughvarf, sem að tókst eftir mikið þras. Við náðum að koma einum öllara ofan í Gaua og þá var ekki aftur snúið. Pabbi og Sigrún buðu okkur í Pizzu og svo bauð ég Rúnari í sturtu og svo var bara setið að sumbli þangað til að við fengum frekar fúlan Ninna til að skutla okkur út í Ólafsvík. Laugardagskvöldið var mjög svipað og föstudagskvöldið fyrir utan það að ég skellti mér á hundleiðinlegt ball með einhverri slakri Færeyskri hljómsveit. Entist nú ekki lengi þar inni enda hafði ég ekki borgað miðann sjálfur þar sem að hún Sylvía Rún hafði lánað mér sinn miða. Viddi kærastinn hennar skutlaði okkur svo aftur á svæðið þar sem að það var einhver útidansleikur. Við fórum bara aftur á rúntinn með Ninna og fórum heim c.a. um fimm hálf sex eitthvað svoleiðis.

Þetta var mjög gaman og sé ég engan veginn eftir þeirri auðveldu ákvörðun minni um að dissa ykkur plebbana hehehe.

Þangað til næst....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home