fimmtudagur, september 04, 2003

Hananú!

Erfið vika að renna sitt skeið. Aldrei þessu vant hefði ég nú samt viljað að hún væri ekki að því. Með hverjum deginum sem líður styttist í frestinum sem ég hef til að skla lokaritgerðinni minni. Ég er þó búinn með 4 síður og pabbi las þetta yfir og var mjög sáttur... allavega gott sem af er (ca. 15%). Verð að reyna áfram á sömu braut og gefa ekki eftir í baráttunni við bjórinn!

Fyrir utan það er ekki margt að frétta, jú eitt... við förum á landsleikinn með endurskoðanda! Merkilegt nokk en hann er nú einusinni farseðillinn minn heim á Vopnafjörð, að meðaltali. Það kemur málinu annars ekkert við, þetta er pottþéttur náungi.

Ég hef nokkrar áhyggjur af stemmingunni á vellinum. Ég vil hreinlega ekki trúa því að menn telji virkilega að við munum vinna Þjóðverja... er eitthvað að? Auðvitað eigum við möguleika, það eiga allir, en líkurnar eru mjög litlar. Ég trúi ekki öðru en að fólk mæti með því hugarfari að hafa gaman af þessu, alveg sama hvort við töpum 0-1 eða 1-6! Ég er samt hræddur um að áhorfendur hafi byggt upp alltof miklar væntingar og verði fúlir þegar illa gengur. Bíð bara og sé til... Hasta la victoria, Siempre!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home