þriðjudagur, júlí 22, 2003

Orð dagsins er: Strekkingur

Jæja blúbbar, nú er Grundarfjarðarhelgin á næsta leyti og mikil tilhlökkun í Tommanum. Ég er nú reyndar staddur í borg dauðans þegar þessi orð eru skrifuð og ástæðan fyrir að ég hef ekki samband við ykkur er bara sú að þið getið átt ykkur hehehe, nei nei ég segi nú bara sona, Ég er reyndar á hraðferð, kom seint í gærkvöldi til að fara með bílinn í 75 þús km skoðun hjá P.Samúelssyni. Og er þar af leiðandi búinn að vera bíllaus í dag og ekki nennt að vera að þvælast eitt né neitt. Svo er ég bara að fara vestur á eftir. En þið getið kíkt í Nafla alheimsins ef þið viljið um helgina.

Jamm svo að Dónaldhinho fór bara til Farselóna eftir allt saman. Frekar pirrandi en svona er þetta nú bara í boltanum. Mér líst nú ekkert á að Júnæted menn eru farnir að bera víurnar í hinn mikla Kristján Víerí hjá Inter. Sá mikli snillingur ætti bara að vera áfram hjá Inter. Einnig voru þeir víst að spyrjast fyrir um Alfaró Rekópa enn El Chino eins og hann er kallaður er víst nýbúinn að skrifa undir nýjann samning og er vonandi ekkert á leiðinni burt. Það er spurning hvern Fergie ætlar sér að krækja í núna fyrst hann rann á rassgatið með þetta langdregna Dónaldinho rugl.

Helvítis rugl, en eins og áður var búið að koma fram þá er aðal aksjónið á Grundarfirði um helgina og hvet ég alla til að mæta sem vettlingi geta valdið.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home