Orð dagsins er: Samloka
Já þið segið það, þetta er nú búin að vera hin mesta rólegheitar helgi. Tomminn var bara alveg edrú alla helgina, enda ekki mikið að gerast í hinum fagra Grundarfirði. Það er nú samt gaman að segja frá því að Tomminn gerðist svo frægur á mánudaginn síðasta að taka þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Það byrjaði nú þannig að Tomminn var bara í rólegheitunum heima hjá sér þegar Addi fótboltaþjálfari hringir og spyr hvort að Tommi litli nenni ekki að mæta í fótbolta í kvöld, Tommi játti því nú og reiknaði bara með að þetta yrði nú bara venjuleg fótboltaæfing. Svo þegar líða tekur á daginn kemst Tomminn að því sér til mikillar skelfingar að þessi umræddi fótbolti sem þjálfi hafði minnst á var í rauninni leikur Víkings Ól og Skallagríms í fyrsta flokk, þ.e. svokallað varalið meistaraflokks (reserves hehehe). Jújú Tomminn og Blobbinn mæta galvaskir út í Ólafsvík um 19:15 og galla sig upp og fékk Tomminn þess heiðurs aðnjótandi að klæðast treyju nr 17, til heiðurs Marc Vivien Foe. whatever. Leikurinn hefst með miklum látum og máttu Tomminn og Blobbi verma varamannabekkinn til að byrja með. Sem betur fer var búið að semja um ótakmarkaðar skiptingar líkt og í utandeildinni. Það leið nú samt ekki á löngu að fyrsta Ólsaraskoffínið fór að kenna til þreytu og Tomminn var sendur á vettvang. Þetta var c.a. á 20 mín. Tomminn skokkar galvaskur inná og tekur stöðu framherja. Jú jú Tomminn náði nú að eiga nokkrar sendingar sem rötuðu rétta leið og náði að láta dæma sig rangstæðan í tvígang. Það má geta þess að Tomminn hafði ekki spilað 11 manna bolta síðan í fjórða flokk á malarvellinum í Stykkishólmi. Tomminn náði að klára hálfleikinn og fórum við inn í stöðunni 1-0 fyrir okkur. Tomminn skokkar svo eiturhress inná í seinnihálfleikinn, dugði í c.a. 2 mínútur og þurfti þá að fara útaf sökum þreytu. Horfði af bekknum þegar Skallagrímur jafnaði og 3 mínútum síðar þegar Blobbi kom þeim í 2-1 með gullfallegu sjálfsmarki. Semsagt 2-1 fyrir Sköllunum, og aftur fer Tomminn nú á vettvang í þetta sinn vel hvíldur. Nú var Tomminn settur í sína uppáhaldsstöðu á hægri kantinn en passaði mig samt vel á að vera ekkert að fara mikið aftur á völlinn hehehe. Enda hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum þá. Tomminn semsagt sparaði sig vel inni á vellinum og átti svo nokkra góða spretti í skyndisóknum. Víkingarnir náðu að svara með 3 mörkum og lokatölur urðu 4-2 fyrir okkur. Fínn leikur hjá okkur og Tomminn náði að skila inn c.a. 60 mínútum og var frekar lúinn á eftir.
Annars leið vikan bara í rólegheitum og helgin líka. Skrapp reyndar á hundleiðinlegt ættarmót á laugardaginn sem gerði mig ennþá staðfastari í að drekka ekki deigan dropa.
Grundarfjarðarhelgin er um næstu helgi, ekki það að ég reikni með ykkur aulunum bara svona að láta ykkur vita ef þið kynnuð að vilja kíkja á gamla, þá eruð þið velkomnir, látið mig bara vita áður. Og Gaui ef þú lest þetta þá reikna ég fastlega með þér. Herbergið þitt bíður eftir þér.
Þangað til næst......
Já þið segið það, þetta er nú búin að vera hin mesta rólegheitar helgi. Tomminn var bara alveg edrú alla helgina, enda ekki mikið að gerast í hinum fagra Grundarfirði. Það er nú samt gaman að segja frá því að Tomminn gerðist svo frægur á mánudaginn síðasta að taka þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Það byrjaði nú þannig að Tomminn var bara í rólegheitunum heima hjá sér þegar Addi fótboltaþjálfari hringir og spyr hvort að Tommi litli nenni ekki að mæta í fótbolta í kvöld, Tommi játti því nú og reiknaði bara með að þetta yrði nú bara venjuleg fótboltaæfing. Svo þegar líða tekur á daginn kemst Tomminn að því sér til mikillar skelfingar að þessi umræddi fótbolti sem þjálfi hafði minnst á var í rauninni leikur Víkings Ól og Skallagríms í fyrsta flokk, þ.e. svokallað varalið meistaraflokks (reserves hehehe). Jújú Tomminn og Blobbinn mæta galvaskir út í Ólafsvík um 19:15 og galla sig upp og fékk Tomminn þess heiðurs aðnjótandi að klæðast treyju nr 17, til heiðurs Marc Vivien Foe. whatever. Leikurinn hefst með miklum látum og máttu Tomminn og Blobbi verma varamannabekkinn til að byrja með. Sem betur fer var búið að semja um ótakmarkaðar skiptingar líkt og í utandeildinni. Það leið nú samt ekki á löngu að fyrsta Ólsaraskoffínið fór að kenna til þreytu og Tomminn var sendur á vettvang. Þetta var c.a. á 20 mín. Tomminn skokkar galvaskur inná og tekur stöðu framherja. Jú jú Tomminn náði nú að eiga nokkrar sendingar sem rötuðu rétta leið og náði að láta dæma sig rangstæðan í tvígang. Það má geta þess að Tomminn hafði ekki spilað 11 manna bolta síðan í fjórða flokk á malarvellinum í Stykkishólmi. Tomminn náði að klára hálfleikinn og fórum við inn í stöðunni 1-0 fyrir okkur. Tomminn skokkar svo eiturhress inná í seinnihálfleikinn, dugði í c.a. 2 mínútur og þurfti þá að fara útaf sökum þreytu. Horfði af bekknum þegar Skallagrímur jafnaði og 3 mínútum síðar þegar Blobbi kom þeim í 2-1 með gullfallegu sjálfsmarki. Semsagt 2-1 fyrir Sköllunum, og aftur fer Tomminn nú á vettvang í þetta sinn vel hvíldur. Nú var Tomminn settur í sína uppáhaldsstöðu á hægri kantinn en passaði mig samt vel á að vera ekkert að fara mikið aftur á völlinn hehehe. Enda hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum þá. Tomminn semsagt sparaði sig vel inni á vellinum og átti svo nokkra góða spretti í skyndisóknum. Víkingarnir náðu að svara með 3 mörkum og lokatölur urðu 4-2 fyrir okkur. Fínn leikur hjá okkur og Tomminn náði að skila inn c.a. 60 mínútum og var frekar lúinn á eftir.
Annars leið vikan bara í rólegheitum og helgin líka. Skrapp reyndar á hundleiðinlegt ættarmót á laugardaginn sem gerði mig ennþá staðfastari í að drekka ekki deigan dropa.
Grundarfjarðarhelgin er um næstu helgi, ekki það að ég reikni með ykkur aulunum bara svona að láta ykkur vita ef þið kynnuð að vilja kíkja á gamla, þá eruð þið velkomnir, látið mig bara vita áður. Og Gaui ef þú lest þetta þá reikna ég fastlega með þér. Herbergið þitt bíður eftir þér.
Þangað til næst......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home