mánudagur, júlí 07, 2003

Hananú!

Gott að Tomminn skemmti sér vel. Ég átti nú ágætis helgi sjálfur. Fyllerý hjá frænda hans Tomma á föstudagskvöldið, sem endaði nú reyndar frekar fljótt hjá mér, og síðan slökun og golf á laugardaginn.

Ósköp fínt.

Annars þá er maður nú í tómum vandræðum í vinnunni núna. Akkúrat eiginlega ekkert að gera en síðan mun núna alveg á næstunni (sennilega á morgun) verða alltof mikið að gera og bara helvítis. Það er samt eiginlega betra en ekki neitt því að maðurinn lifir nú ekki á loftinu, og samviskan leifir manni ekki að skrfia tíma út í loftið.

Annars erum við Emil að pæla í að skella okkur í golf og reyna að æfa okkur svolítið. Ætlum nefnilega að sigra á golfmóti Deloitt & Touche í ágúst! Þetta er allavega raunhæfari möguleiki en að við breytumst í gullfiska og fljúgum til Neptúnusar þar sem við munum eiga samskipti við æðri verur.

Annars var það nú svo sem ekkert fleira í bili...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home