mánudagur, júlí 14, 2003

Orð dagsins er: Sjérti

Jæja flumpar, það er eitthvað lítið um að vera hérna þessar vikurnar enda kannski ekkert skrítið. Þessi helgi var bara prýðileg í alla staði. Var bara rólegur á föstudagskvöldið þar sem að ég þurfti að mæta í vinnu á laugardagsmorguninn. Gilbert stjúpbróðir minn var á svæðinu og við vorum strax um morguninn byrjaðir að kynda hvorn annan í fyllerí um kvöldið. Sem að endaði náttlega bara á einn veg. Ég var búinn að vinna kl fjögur og fór þá að smessast við strákana um partý og annað nauðsynlegt fyrir kvöldið. Gæi nokkur Hadda ákvað að hafa samdrykkju heima hjá sér. Ég og Gilli og spúsan hans mætum þangað um níu leytið og förum að sulla í okkur bjór og eplasnafs. Þetta var bara helvíti fínt á milli þess sem að við vorum að dást að fermingarmyndunum af Gæa (meme) Hadda. Krullaðri haus hefur varla sést síðan í fyrstu myndinni um Shaft. Svavar Áslaugs a.k.a Dýrið lét líka sjá sig og þá voru ég og Svavar byrjaðir að kynda hvorn annan um að fara í Hreðavatnsskála eða á Skagann, en þar var einn hængur á að enginn fannst bílstjórinn :( okkur Svavari til mikillar gremju. Það var svo ekki fyrr en um tvö leytið að Maggi Jobba býðst til að keyra okkur á Skagann og ég og Svavar tókum gleði okkar á ný. Hin vildu bara vera í Grundó og fara á Krákuna (ulla bjakk). Maggi keyrði á bílnum mínum og það lá við að það rynni bara af manni þarna í framsætinu. Þvílík ofsakeyrsla hefur bara ekki sést síðan í París Dakar rallinu. Ég komst að því að það er mikið skemmtilegra að keyra sjálfur ef maður er að stunda þvílíkan ofsa akstur. Það er ekki hollt að vera farþegi í þessum aðstæðum. Við náðum á Skagann á 52 mínútum með ansi löngu pissustoppi í Borgarnesi. Náðum einnig að keyra á 2 fugla í einu. Ég held að löppin á öðrum þeirra sé ennþá föst á stuðaranum. Við skelltum okkur á ball með Á Móti Sól og náðum síðasta hálftímanum, hittum fullt af fólki og það var bara helvíti gaman. Fórum svo í partý í Borgarnesi þar sem Svavar fór á kostum á nærbuxunum og sokkunum í heita pottinum.

Það sem var öllu verra voru fréttirnar sem að við fengum þegar við komum heim. Við mættum Grundarfjarðar sjúkrabílnum við Borgarnes og vissum þar með að e-ð dularfullt hefði gerst heima. Það kom þá á daginn að Gilli stjúpbróðir minn hafði verið í einhverjum slagsmálum, dottið á hausinn og kubbað í sundur á sér löppina rétt fyrir ofan ökkla. Semsagt opið beinbrot og báðar pípurnar í sundur. Löppin hékk víst bara á skinni og sinum, frekar ógeðslegt að sögn sjónarvotta. Aumingja Gilli litli.

Þetta var bara ansi fín helgi þó að þetta beinbrot setji nú svartan blett á hana, en eins og einhver spekingurinn sagði: Better him than me (DJÓK)

Svo er allt að verða vitlaust í knattspyrnuheiminum þessa dagana. Chelsea orðaðir við allar stórstjörnur sem fyrir finnast í boltanum og nýjasta nafnið ku vera Veron frá Man Utd, sem er svo sem allt í lagi fyrir utan að verðið er nú frekar lágt. Helmings rýrnun á þeim kaupum ef þau ganga eftir. Ég var nú samt búinn að reikna með að Veron myndi blómstra í vetur. Miðað við hvernig hann var búinn að standa sig þá skuldaði hann okkur einhverja snilld. En eins og staðan er núna virðast þeir ætla að losa sig við einn pappakassa og kaupa annan í staðinn.
Svo er þessi Tim Howard loksins búinn að fá atvinnuleyfi og verður gaman að sjá hvað sörinn ætlar að gera við 4 frambærilega markmenn í vetur. Svo er maður að heyra að þeir ætli að kaupa einhvern Jóakim (Joaquim eða eitthvað soliz) frá Real Betis, hann á víst að vera feikilegt efni á hægri kantinn. Spurning hvernig þetta fer allt saman.

Þangað til næst......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home