mánudagur, október 13, 2003

Hananú!

Jæja, best að byrja á byrjuninni. Tómas minn... Veit ekki af hverju Sössinn mætti ekki en ég hafði bara enga orku til að hreyfa mig. Svo held ég nú að réttast væri að spara svolítið stóru orðin því að ekki rekur mig nú minni til þess að þú hafir tilkynnt forföll þegar þú mættir ekki sjálfur í haust. Bara svona þér til upplýsingar. Annars skal ég láta þig vita næst, og sennilega kem ég ekki í næstu 2 skipti.

Útskriftin mín er á laugardaginn 25 október. Ég verð ekki viðstaddur sjálfur þannig að það verður engin veisla, ætli ég reyni samt ekki að slá upp teiti helgina eftir... það hlýtur að covera þetta.

Var á árshátíð á laugardaginn. Þetta var allt hið skemmtilegasta og hófst að sjálfsögðu með góðri drykkju yfir landsleik. Ég eyddi mestum tíma mínum á barnum og síðan á dansgólfinu og uppi á sviði. Æi allavega fannst mér mjög gaman og gerði engum öðrum neitt nema gott þannig þetta slapp allt saman. Pabbi minn er samt alltaf svo smeikur um að ég verði mér til skammar en ennþá hefur þetta sloppið til.

Ég fer á Vopnafjörð 24 október. Er að fara að vinna í 9 mánaða uppgjöri fyrir Tanga hf. Þetta verður góður leiðangur held ég... a.m.k. fínt að fara heim aðeins og fá að éta.

Hmmmm, nóg í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home