sunnudagur, september 28, 2003

Hananú!

Langur tími... enginn sjór, eins og máltækið segir. En hér er ég kominn!

Ég hef lokið við lokaritgerðina mína, gerði það reyndar á þriðjudagskvöldið síðasta. Stefán Svavarsson búinn að lesa yfir hana og segja að þetta sé í lagi, benti mér reyndar á það að ef ég yrði einhverntíman forseti lýðveldisins þá gæti ég viljað milda orðalagið á stöku stað... sé til með það.

Rosaleg drykkja á föstudaginn til að halda uppá þetta auðvitað! Óvissuferð með vinnunni, s.s. endalaust magn af ókeypis áfengi! Það hljómar svona nokkurnveginn eins og magnið sem ég drakk. Allavega hef ég lúmskan grun um það að ég neyðist til að taka svolítið til hérna hjá mér í dag eða eitthvað. Af einhverjum ástæðum er allt svefnherbergið mitt fljótandi í Backardy Breezer, hvaða helvíti er það nú?!

Liverpool eru að fara að spila núna eftir 20 mín og ég er enn heima. Sýnist að Siddi sé að klúðra þessu eitthvað og við fáum hvergi sæti og ég fái ekkert að éta. Hmmm. Hef sennilega bara gott af því samt, virðist vera að stækka þessa dagana :-(

Jæja... Nú er Siddinn að koma, best að forða sér!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home