miðvikudagur, september 17, 2003

Hananú!

Úff maður, rosalega er ég búinn á því! Var að koma úr körfuboltatíma með vinnunni. Það er skemmst frá því að segja að auðvitað rústaði ég þessu... svo voru einhverjir aðrir þarna með mér en það skiptir nú ekki öllu máli. Allaveg er ég einn sem leiði stigakeppnina ef ég kann að telja rétt!

Fyrir utan það þá gengur lokaverkefnið mitt einnig ágætlega núna. Ég er rúmlega hálfnaður með skrifin og sýnist nú að þetta ætti ekki að reynast mér of erfitt. Stefni að því að klára þetta núna um helgina og skila inn uppkasti á mánudaginn. Veit að þetta er engin snilld en það dugir ef ég fæ að útskrifast með þetta.

Mig langar svo að fara og rokka í bænum!!!! En það gengur víst ekki fyrr en ég hef lokið þessu verkefni af. Er með fráhvarfseinkenni af neysluleysi og held bara að það sé ekki hollt nokkrum manni að fá ekki að drekka í friði. Kannski eru þetta samt bara samúðarverkir með Tommanum,sem ber sig samt ágætlega... en við vitum öll að hann þjáist inní sér greyið.

Well, that´s about it

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home