sunnudagur, apríl 27, 2003

This milk could be our milk

Helvítis djöfull, var að koma úr bolta þar sem að ég og Gæi skíttöpuðum í milljónasta skiptið í röð eða eitthvað. Djös pirringur.

United í góðum málum. Helgin spilaðist fínt, Asnenal álpaðist til að glopra niður tveggja marka forustu og gera jafntefli við Baulton. Hinn fagri Marteinn Kíóvn skoraði glæsilegt sjálfsmark. Svo var það hinn fagurhærði Pol Skóls sem er í fantaformi þessa dagana og kom Júnæted í 0-1 á móti Tautenham Tottspur við mikinn fögnuð Sör Massey Ferguson. Hinn kjálkastóri Rút van Nístilroj innsiglaði svo sigurinn á 92 mínútu með sínu 8unda dauðafæri í leiknum.

Júventuss virðast búnir að tryggja sér ítalska Scúdettóinn aftur þar sem að hinir vonlausu Inter menn náðu aðeins jafntefli á móti Lazy jó. Fernan Krespó skoraði á 43 mín og eitthvað helvítis fífl jafnaði á 77 mín. Enn bíður Tomminn eftir að sitt heittelskaða Inter lið verði ítalskur meistari. En hann hefur beðið þolinmóður síðan 1989. Eða þegar hann var 12 vetra. Tomminn er reyndar kominn á efri ár og vonar bara að Inter klári dæmið áður en hann gefur upp öndina, sem verður alltaf ólíklegra og ólíklegra með hverju árinu sem líður.

Þangað til næst.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home