mánudagur, maí 05, 2003

Country road, take me home, to the place, were I belong, Old Trafford, home of the champions, take me home, country road

Er ekki bara við hæfi að byrja daginn á svolítilli sveitaslóð? Þvílíkur andskotans snilldar dagur sem gærdagurinn var. Miðað við hvernig hann hafði þróast þá vissi ég að liðið sem myndi spila á móti mér í Sporthúsarboltanum í gær ætti aldrei möguleika. Það kom líka á daginn að Tomminn stæði uppi sem sigurvegari líkt og elskurnar hans á Old Trafford.

Þvílíkur djöfulsins blábjáni sem Asnene Wanker er, hann heldur því ennþá fram að Asnenal sé besta liðið á Englandi. Vissulega eru þeir góðir, en bestir eru þeir ekki. Þegar Júnæted er í gírnum þá stenst enginn þeim snúning. Vörnin er búin að vera miklu betri heldur en í fyrra þar sem hinn blanki Lárús Blank fékk lítið að spreyta sig í ár. Ríó Ferdinand, Jón Óshei, Wes Brúnn, Mikell Silversti og eldri Neville systirin eru allir (öll) búnir að standa sig með prýði í ár. Sérstaklega gaman að sjá hvað Gary gamli Neville hefur verið góður. Vil ég fyrst og fremst þakka góðri vörn titilinn í ár. Þeir fengu á sig fæst mörk allra í deildinni. Annað en í fyrra. Svo var það náttlega Pól Skóls sem toppaði á réttum tíma og einni Rútur Nístilroj sem eftir þrennuna á laugardaginn er markahæstur í deildinni með 24 mörk.

Annars er það af mér að frétta að ég var í þýskuprófi áðan og vona að ég hafi gert nóg til að slefa yfir 4,5. Ef ég þarf að eyða öðrum vetri hjá leðurlesbíunni þá tjúllast ég.

Smá hugmynd. Hvernig væri að teppaleggja íbúð með Man Utd teppi, veggfóðra með Man Utd veggfóðri, setja upp Man Utd ljósakrónur, opna flösku af Man Utd rauðvíni, drekka það úr Man Utd glösum, fá sér Man Utd bjór með því, drekka hann úr Man Utd bjórkönnu, klæða sig í Man Utd gallann sinn, Labba með Man Utd skilti niður í bæ, að sjálfsögðu í Man Utd skónum sínum, syngja Man Utd lög á leiðinni, verða laminn af einhverjum anti Man Utd aðdáendum, fara heim aftur í Man Utd dressinu sínu, fara á klósettið og þurrka blóðið í Man Utd handklæðið, binda Man Utd sokkana um sárin, setja Man Utd plástur á skeinurnar, kúka rauðu Man Utd blóði út af innvortis blæðingunum, skeina sér með Man Utd klósettpappírnum, leggjast í Man Utd rúmfötin og dreyma fallega Man Utd drauma. Þetta er vísir að góðu kvöldi.

Hvað eru mörg Man Utd í því???

Þangað til næst.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home