þriðjudagur, júní 13, 2006

Søssi segir

Annar góður dagur, logn og blíða. Hefði viljað hafa himininn aðeins blárri. Önnur nía komin í hús. Það er skelfilegt að fljúga heim strax að loknum prófum.

Það er munnlegt lögfræðipróf á morgun, á dönsku að sjálfsögðu. Er dálítið stressaður. Kennararnir eiga það nefnilega til að halla undir flatt og einbeita sér þegar ég segi eitthvað. Og ég verð einn þarna inni, að útskýra dönsk lög. Hvað ef hún skilur mig bara alls ekki? Hvað ef hún skilur mig, er það kanski bara verra? Minnumst þess að ég hef einu sinni reynt að leysa lögfræðiþraut í vetur. Kennarinn hlustaði, hallaði undir flatt og sagði "Nej!"
Hins vegar mun það vinna með mér að ég er fyrsti maður eftir hádegismat.

Það er bjór á morgun.

sunnudagur, júní 11, 2006

Søssi segir

Já ég er búinn að vera latur að skrifa. Enda sossum ekkert gerst síðasta mánuðinn, þannig séð. Bara verkefnavinna (hópverkefni) og próflestur. Próflesturinn enn í gangi en búinn að fá einkunn fyrir verkefnið. Fengum 9 og kommentið "Grundig arbejde", sem þýðir vönduð vinna eða eitthvað álíka. Er að mota mig, bara svo það sé á hreinu :) Við vorum voðalega kát, enda reddaði þetta okkur næsthæstu einkunnini í bekknum.
Hmmm, það er gott veður, allt of gott veður til að sitja og lesa lögfræði. Þetta er náttúrulega bara mannvonska (ondskab) að halda próf um sumarið þegar hitinn er kominn í 22 gráður og kassi af Carlsberg kosta 89 krónur danskar. Fy for satan!
Svo kvíðir mig svolítið fyrir að takast á við guttana í golfi. Beinlínis ekki búinn að sveifla kylfu í 8 mánuði.

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Søssi segir

Dirty weekend anyone? Auðvitað muna allir eftir þeim skandal öllum saman.
Þessi er hinsvegar ætluð dömunum, .... já og þá líklega drottningunum líka :)

mánudagur, apríl 17, 2006

Søssi segir

Það er farið að vora hér í Danaveldi og ástin liggur í loftinu. Ég var rétt í þessu að fylgjast með dúfu stíga í vænginn við aðra dúfu. Þetta var nú svosem ekkert sérstaklega fallegt eða tignarlegt atferli, enda dúfur bæði heimskir og asnalegir fuglar. Hinsvegar fannst mér gaman að það var karlfuglinn (eða allavega fuglinn sem endaði ofaná) sem sá um allan forleikinn með því að labba og hoppa undirfurðulega kringum kvenfuglinn. Þessu hélt hann áfram þangað til hann komst þangað sem hann vildi vera. Þegar karlfuglinn var svo búinn að sæða rölti hann ofan af sinni heittelskuðu og settist á grindverkið sem þau höfðu verið að athafna sig á. Þá kviknaði hins vegar á kvenfuglinum og hún fór að valhoppa fram og til baka, þó með stöku pásum til að snyrta karlfuglinn. Það besta var samt að þessi fyrrum líflegi og stimamjúki sjarmör virkaði virkaði nú pirraður og þreyttur.

Gratitude comes before, not after!

laugardagur, apríl 01, 2006

Søssi segir

Það er farið að vora. Minni kuldi og meiri litir, sérstaklega grænn. Þetta er víst búinn að vera sérstaklega harður vetur. Kalt í mánuð og snjóaði í fimmtán daga. Tveir af þeim voru að sjálfsögðu þegar Halli og Siddi voru í heimsókn :)

Ég er búinn að fá mér þriggja mánaða líkamræktarkort og markmiðið er að vera í betra formi þegar ég kem heim í sumar en þegar ég flutti til Danmerkur. Ef það skilar mér ekki

Fyrst og fremst er ég samt að fara í fimm daga drykkjutúr til Berlínar á morgun.
Prost, und auf wiedersehen.

laugardagur, mars 25, 2006

Søssi segir

Who Should Paint You: Andy Warhol
You've got an interested edge that would be reflected in any portrait
You don't need any fancy paint techniques to stand out from the crowd!
What Artist Should Paint Your Portrait?
Søsso segir

Gortt líf. bjór og mikid af feitum kellingum, eda bara ein virkilega þykk.
En ad leyti, gott. ég er lélegur í kørfu, ad medaltali, tannig séd. Fæ ekki ad angra andstædinga hennar Gudrúnar nema ad litlu leyti.

Tar fyrir held ég ad ROSALEGA feita trøllid vid hlidina sé ad káfa á mér ad medaltali, ekki alveg viss samt. Spennandi tímar.

föstudagur, mars 24, 2006

Søssi segir

Yoyoyo check dis out, da new bumper dumper