föstudagur, júlí 30, 2004

Sössi segir

Ég hef hér með orðið við áskoruninni frá Tomma Töff og þær gerast ekki skemmtilegri, spurning um að fá sér diskinn.

Annars ríkir umsátursástand í herberginu mínu. Það flaug inn geitungur í morgun og honum virðist líka allt of vel þessi 101 stemmning. En örvæntið ekki, I have a plan. Heimsyfirráð og dauði, yfir og út.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Sössi segir

Ég er snúinn aftur úr mikilli frægðarför. Var nefnilega hjá mömmu og þar varð til röksemdarfærslan "jú, sko það er svoleiðis af því Sigðurrðsteinn segir það". Haha, það var 5 ára frændi minn sem fann þetta upp og þaðr hafið þið það. Ennfremur skulum við gera okkur grein fyrir því að ég þótti afskaplega skemmtilegur.

Um verslunarmannahelgina kem ég víst til með að taka þátt í golfmóti og fara á Innipúkann. Eini vandinn er að ég hef ekki spilað í mánuð svo heitið geti þannig að á morgun ætla ég að kaupa vasapela og eitthvað í hann.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Sössi segir

Ég er pirraður á því að menn skuli kalla hvert einasta kjötstykki með brjóst dömu. Þetta er svo mikið kjaftæði. Að vera dama er meira en tvö brjóst og rök píka. Orðið þýðir að stúlkan hefur til að bera yndisþokka og fágun í framkomu. Á íslandi eru þar af leiðandi sárafáar dömur.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Sössi segir

Athyglisverð lesning.


laugardagur, júlí 17, 2004

Sössi segir



Já, já. Hef verið að vinna 10 til 12 tíma á dag undanfarið þannig að
golfið hefur setið á hakanum. Afleiðingin er sú að ég er farinn
að spila nokkuð áhugavert golf.



Annars var ég ódrukkinn í drykkju hjá benna og frú ásamt agli og frú i
gær (jú ég veit hvað þær heita, ég er einfaldlega að taka
afstöðu). Fór svo á pöbbarölt með munda og vinum hans. Þar af var
eitt stykki ljóshært fljóð og andskotinn hafi það, strákarnir sóttu í
hana eins og mý í sykraða mykjuskán enda lak beinlínis af henni
kynþokkinn. Talandi um dinner and a show.



Í dag var golf með ægi og í kvöld er drykkja með ægi.