mánudagur, september 27, 2004

Sössi segir

Jamm, ég er búinn að ákveða að skipta hægindastólunum mínum út. Þeir eru nefnilega ekkert þægilegir. Svo er ég að fá mér kreditkort. Í þriðja lagi ætla ég að fara að sprikla í svona líkamsræktarstöð, líklega Hreyfingu.

laugardagur, september 25, 2004

Sössi segir

Í gær var ég fullur. Í gær sparkaði ég í mikið niðurgrafinn staur. Í dag er ég draghaltur.

fimmtudagur, september 23, 2004

Sössi segir

Ég, Zipfer gæðabjór og stórt hraun. Fjandinn hafi það hvort ég er ekki hamingjusamur.

miðvikudagur, september 22, 2004

Sössi segir

Fann vasastílabók um daginn og þar á meðal var þessi snilld eftir Eyþór Kára Eðvaldsson.

-Merkileg uppfinning-

Einn morguninn tók kennarinn
hægra eyrað af einum nemandanum,
setti það á myndvarpann
og stækkaði það fimmtíusinnum upp á töflu.
Sagði svo við nemandann þar sem hann sat
eineyrður með blóðið lekandi út úr hausnum.
"Þetta hefði ekki verið hægt
ef John Stevenson
hefði ekki fundið upp myndvarpann
árið 1901."

fimmtudagur, september 16, 2004

Sössi segir

Fyrst sumrinu er öllu lokið var ekki annað að gera en fara í ljós. Bjó meira að segja til slagorð ,,Næpuhvítur no more!"

Í öðru lagi hef ég hnotið um kvennaferðir til útlanda í tvígang undanfarið. Annars vegar í grein og hins vegar í auglýsingu. Í bæði skipti var viðhorfið það að maka viðkomandi konu kæmi þetta bara ekkert við. Er þetta virkilega viðhorfið hjá konum. Er hrokinn orðinn það mikill í þessum útblásnu feministatuðrum að þær taki ákvörðum um að fara í utanlandsferð án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þó manninn sinn. Nú er ég ekkert að tala um að konur eigi að vera bak við eldavélina, enda lítið gagn í þeim þar, heldur er hér um að ræða nokkurt fé og tíma á sama tíma og karlinn þarf að verja af harðfylgi að horfa á einn leik. En er þetta ekki bara misskilningur hjá mér? Plís segið að svo sé.

miðvikudagur, september 15, 2004

Sössi segir

Ég hef áhyggjur af því að golfsumrinu sé lokið. Vilekkivilekkivilekki.

Fór á bílasölurúnt í gær. Sá fyrsti síðan ég keypti bílinn. Fann ekki fyrir pirringnum sem ég var farinn að finna fyrir í hvert skipti sem ég nálgaðist bílasölu. Þetta er fagnaðarefni

sunnudagur, september 12, 2004

Sössi segir

Soy perfecto, perro habla no amigos.

laugardagur, september 11, 2004

Hananú!

Fór til Sidda í gær. Nokkur drykkja var í gangi og við spiluðum póker með gríðarlegum fjárhæðum, allt í mikilli gleði engu að síður.

Fékk áhugaverða tilkynningu um að mæta í atvinnuviðtal, ætli maður kíki ekki bara á það, sakar ekki að sjá hvað er í boði.

Æ, leiðist annars í augnablikinu en Liverpool eru a.m.k. að vinna, eitthvað gott í gangi.

föstudagur, september 10, 2004

Hananú!

Þróunarkenningin er umræðuefni dagsins:

Nú er því svo farið að frá því við komum í heiminn er okkur sagt að við séum búin að þróast frá öpum. Rekinn er harður áróður fyrir því á öllum stigum skólakerfisins og þeir sem velta upp öðrum hugmyndum eru dæmdir sem hálfvitar, ofsatrúarmenn og geðskjúklingar. Rök þeirra sem áróðurinn reka eru yfirliett þau að þetta sé "sannað" eins og standi í bókinni. Ég er einn þeirra sem er ekki tilbúinn að afneita öðrum möguleikum en þróunarkenningunni og hef mátt þola ýmislegt vegna þess.

Fyrir "nokkru" síðan trúðu menn þeirri kenningu að jörðin væri flöt, þeir sem voru ekki á sama máli fengu svipaða meðferð og þeir sem velta upp öðrum möguleikum en þróunarkenningunni, þó öllu "endanlegri". Steingervingaskráin átti að sanna þróunarkenninguna með tíð og tíma þegar hún þéttist og myndaði samfellda heild. Síðan eru liðin meira en 100 ár og ógrynni steingervinga hafa fundist en skráin er engu þéttari en áður. Hinu verður ekki neitað að búið er að uppgötva töluvert mikið af nýjum fullbúnum lífverum sem eru nú útdauðar.

Hesturinn var sú lífvera sem menn töldu hafa hvað þéttasta þróunarsögu og voru hvað stoltastir af. Jafnvel töldu menn að hún "sannaði" þróunarkenninguna og voru hinir bröttustu. Svo vildi svo til fyrir innan við ári síðan að leiðangursmenn í suður Ameríku fundu lítið fælið dýr á stærð við hreysikött þar sem þeir voru að þvælast í regnskógunum. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var á ferð einn af forfeðrum hestsins, sprelllifandi og alls óskyldur. Ekki voru menn nú hrifnir af þessari uppgötvun og hefur hún ekki farið mjög hátt á opinberum vettvangi.

Það er skemmst frá því að segja að þeim vísindamönnum fjölgar ört sem eru að missa trúna á þróunarkenninguna sem slíka. Með þeirri tækni að greina aldur beina út frá einhverri geislun er búið að henda burt úr steingervingaskránni fjöldanum öllum af "milliliðum" sem vísindamenn vildu að væru á ákveðnum stöðum í keðjunni, þessir steingervingar voru í raun aldrei meira en óskhyggja þeirra sem vildu sanna þróunarkenninguna.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar en vona að einhverjar spurningar vakni í huga þeirra sem þetta lesa. Ég er ekki með neina töfralausn á tilvist ólíkra tegunda, aðeins að benda á að þróunarkenningin er kenning, ekki staðreynd!

þriðjudagur, september 07, 2004

Hananú!

Íslendingar steinlágu á Laugardalsvellinum, alger synd. Kannski ættum við að "kaupa" menn eins og Berbatov? Maðurinn er alltaf fyrsta pick í slavaliðin mín í CM, sýnir kannski hvað ég hef mikið vit á knattspyrnu.

Kvöldið var annars nokkuð gott, og alls ekki svo dýrt þrátt fyrir mikla drykkju á bar... kannski ég borgi samt eitthvað af þessu til baka, ég er nú svo yndisleg manneskja.

Fyrir utan það þá var ekki svo yndisleg manneskja á Classic Sportbar sem beit mig í hálsinn. Veit ekki alveg hvað fékk hana til þess en allavega kom ég óskaddaður út úr því, nema kannski á sálinni. Þetta er núttlega svolítið erfið lísreynsla.

Annars er maður nú kominn í töluverðan bolta, 3 kvöld í viku. Er að vonast til þess að það dugi til að maður versni allavega ekki frá núverandi ástandi yfir veturinn, þá er ég að tala um líkamlegt atgervi. Býst við því að veturinn færi með sér andlega deyfð, líkt og venjulega.

Svo er ég auðvitað alltaf að vinna í þessu með rússneska endurskoðandann, góðir hlutir gerast hægt :-)

laugardagur, september 04, 2004

Hananú!

Verð að viðurkenna að það er nokkuð langt síðan ég baunaði einhverju hingað inn. Hef ákveðið að nú verði breyting á, virðist alltaf vera svo margt sem mér liggur á hjarta...

Byrjum á byrjuninni, botnunum hans Tomma. Er í hengjandi vandræðum með fyrra stykkið, það seinna er löngu tilbúið.

Fyrir utan það þá eru helstu fréttir þær að Siddinn er kominn í bæinn. Hann virkaði nú bara nokkuð ferskur þegar hann kom hingað til mín til að sækja draslið sitt en var það seinn fyrir að ég var eiginlega sofandi þannig að skynjun mín gæti hafa verið brengluð. Ætti samt að geta orðið nokkuð líflegur vetur ef rétt er haldið á spilunum.

Ég var farinn á fætur klukkan 6:30 í gær, þurfti að keppa í golfi klukkan 7:00. Mótið er holukeppni þar sem keppt er um einn kassa af bjór... og mikinn heiður. Einnig eru nándarverðluan á einn par 3 holu og verðlaun fyrir það eru kippa. Ég byrjaði sterkt og vann nándarverðlaunin með mínu fyrsta höggi. Það er síðan skemmst frá því að segja að þrátt fyrir ágæta spilamennsku þá náði ég ekki að vinna nema eina holu og er 2 holum undir í hálfleik. Síðari hálfleikur verður leikinn á sama tíma næsta miðvikudag á Korpúlfsstaðavelli.

Ég hitti undarlega manneskju á bar um daginn. Þetta var reyndar gamall skólafélagi og tókum við tal saman. Uppúr því velti hann því fyrir sér afhverju íslenskar konur vildu hann ekki, til langframa. Hans kenning var sú að þær föttuðu strax hvurslags hálfviti hann væri. Ég þekki nú eitthvað til íslenskra kvenna og hafnaði þessari kenningu samstundis, þær eru sko alls ekkert bjartari perur en þær erlendu að mínu mati. Ég ynnti hann frekar um málið og sagan var...

"Ég hitti íslenska stelpu sem mér leist voðalega vel á og bauð henni út að borða á menningarnótt. Ég fattaði hinsvegar ekki að panta borð og eftir að hafa rölt á milli allra staða í miðbænum og fengið frávísun þá sá ég útigrill á Victor, borgari og bjór á 800 kall! Ég splæsti á okkur en þar sem engin sæti voru laus settumst við á gangstéttina og snæddum borgara og Heineken úr dós. Síðan fengum við í magann. Til að redda því gerðist ég mökkölvaður en náði engu að síður að sannfæra hana um að eyða nóttinni með mér, síðar um nóttina færði ég henni kynsjúkdóm að gjöf. Nú vill hún bara ekkert tala við mig!"

Mín greining: Það er ekkert að þessum manni, íslenskar konur gera bara óraunhæfar kröfur til okkar karlmanna. Við eigum að vera eins og þær vilja, þessvegna eru þær alltaf að reyna að breyta okkur! Þær hinsvegar eru fullkomnar eins og þær eru...(?)

Annars er ég ósköp rólegur í augnablikinu og er að búa mig andlega undir landsleikinn. Ég hef aldrei séð íslenska landsliðið tapa á Laugardalsvelli og spurning hvort það heldur áfram í dag. Ég vona það, það er gaman þegar vel gengur!