miðvikudagur, apríl 19, 2006

Søssi segir

Dirty weekend anyone? Auðvitað muna allir eftir þeim skandal öllum saman.
Þessi er hinsvegar ætluð dömunum, .... já og þá líklega drottningunum líka :)

mánudagur, apríl 17, 2006

Søssi segir

Það er farið að vora hér í Danaveldi og ástin liggur í loftinu. Ég var rétt í þessu að fylgjast með dúfu stíga í vænginn við aðra dúfu. Þetta var nú svosem ekkert sérstaklega fallegt eða tignarlegt atferli, enda dúfur bæði heimskir og asnalegir fuglar. Hinsvegar fannst mér gaman að það var karlfuglinn (eða allavega fuglinn sem endaði ofaná) sem sá um allan forleikinn með því að labba og hoppa undirfurðulega kringum kvenfuglinn. Þessu hélt hann áfram þangað til hann komst þangað sem hann vildi vera. Þegar karlfuglinn var svo búinn að sæða rölti hann ofan af sinni heittelskuðu og settist á grindverkið sem þau höfðu verið að athafna sig á. Þá kviknaði hins vegar á kvenfuglinum og hún fór að valhoppa fram og til baka, þó með stöku pásum til að snyrta karlfuglinn. Það besta var samt að þessi fyrrum líflegi og stimamjúki sjarmör virkaði virkaði nú pirraður og þreyttur.

Gratitude comes before, not after!

laugardagur, apríl 01, 2006

Søssi segir

Það er farið að vora. Minni kuldi og meiri litir, sérstaklega grænn. Þetta er víst búinn að vera sérstaklega harður vetur. Kalt í mánuð og snjóaði í fimmtán daga. Tveir af þeim voru að sjálfsögðu þegar Halli og Siddi voru í heimsókn :)

Ég er búinn að fá mér þriggja mánaða líkamræktarkort og markmiðið er að vera í betra formi þegar ég kem heim í sumar en þegar ég flutti til Danmerkur. Ef það skilar mér ekki

Fyrst og fremst er ég samt að fara í fimm daga drykkjutúr til Berlínar á morgun.
Prost, und auf wiedersehen.