miðvikudagur, mars 31, 2004

Sössi segir

Ef menn spá aðeins í það er enginn munur á kananum og nasistum. Að gefa indjánum sýkt teppi vs. að senda gyðinga í útrúmingarbúðir hljómar kannski ekki eins. Hvorutveggja var nú samt tilraun tilþjóðarmorðs.

Hvet sem flesta til að fara og tuffa fyrir framan bandaríska sendiráðið.

mánudagur, mars 29, 2004

Sössi segir

Það tekur mig u.þ.b. 70 min að labba úr vinnunni og heim.

föstudagur, mars 26, 2004

Sössi grætur vonsku heimsins

Auðvitað töpuðum við. Annað hefði verið smekkleysa og stílbrot.

Annars gladdi það mig sjá að Haukur er enn á lífi. Duglegur.

Að lokum hvet ég fólk til að fara inn á Google og og slá inn leitarorðið sössi. Og sjá það er fjallað um mig á fjórum tungumálum ;-)

fimmtudagur, mars 25, 2004

Sössi segir

Þetta er búinn að vera ömurlegur dagur þannig að Liverpool tapar líklega á eftir. Held ég fari bara í sund á eftir í staðinn fyrir að horfa á leikinn.

Chelski - Arsenal var aftur á móti snilldarleikur. Maður minn hvað það var gaman.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Sössi segir

JáJá! Tölvur eru svo sniðugar og netið er framtíðin er það ekki!?!?!? Hoppaðu upp í nösina á ketti vinur. Var að reyna að telja fram á netinu. FYLLTI ÚT REITI OG bölvaði OG LOKS TÓKST ÞESSI FJÁRI (helvítís andskotans súnk). Þannig að þá var bara að senda draslið. En NEI ha? skrítið það var bara ekki hægt vegna þess að ég átti víst að hafa selt:Húsnæði undir viðmiðunarmörkum. Hvað sem það nú annars er og ég get ekki sent helvítis framtalið fyrr en ég hef staðfest og fyllt út allar upplýsingar um þessa sölu. Sem nota bene, fór andskotinn aldrei fram. Þessi helvítis viðrini fá framtalið seint og á pappír

Ég árétta hér með allt sem ég hef sagt um mekaník.

þriðjudagur, mars 23, 2004

HEIÐARLEGT ARÐRÁN, ALLRA HAGUR.
-Einræðisflokkur Íslands-

mánudagur, mars 22, 2004

Sössi segir

Var að enda við að borða helming af hænu. Restin var borðuð á laugardaginn var.

Anyhows.

Var að hugsa. Í sjómannalögunum eru allir svona sjómannagæjarnir með stelpu í hverri höfn og eru síkátir og fullir og fara bara á sjóinn til að geta titlað sig sjóara. Þessi hegðun gerir þá líklega að flögurum sem eru fullir af kvenfyrirlitningu :-). En sko málið er að það er líklega jafn mikið af stelpum og sjóaragæjum í umferð. Þar af leiðandi eru stelpurnar í nákvæmlega sama pakka og gæjarnir, eða það eru bara nokkrir gæjar (kannski 25%) sem sitja að öllu stelpumenginu. Seinni kosturinn þykir mér ólíklegur og þá vaknar spurningin:? Af hverju voru ekki samin svona lög um stelpurnar þar sem þær eru að monta sig af sínum veiðum?
Nú svarar kannski einhver. "Aha! Kýldur í púnginn vinur! Það eru víst til svona lög, t.d. þaddna Draumur að dansa við dáta. Haha! Punk!"
Ok, góður punktur en gæjarnir þar eru útlenskir. En var þá ekki glimmer að veiða sér íslenskan gæja, var það ekki til að monta sig af?

sunnudagur, mars 21, 2004

Sössi segir

Haha. Þessa helgi drakk ég ekkert, en í gær leið mér eins og ég væri þunnur. Skrítið vegna þess að þegar ég drekk verð ég ekki þunnur. Eins og Arnar bróðir sagði við mig um daginn "Þú gerir hlutina nú svolítið öðruvísi en annað fólk".

laugardagur, mars 20, 2004

Sössi segir

Þetta er yndislegur dagur! Hvílíkt gluggaveður!

föstudagur, mars 19, 2004

Sössi segir

Það eru átta lönd í ríkinu mínu í Utopiu!

fimmtudagur, mars 18, 2004

Sössi segir

Það var óheppni að ég skyldi ekki fæðast hundur. Grunneiginleikarnir eru nefnilega til staðar. Ég er hlýðinn, tryggur og glaðvær. Ég myndi elska að sækja bolta og prik (sérstaklega bolta), aukinheldur bít ég hvorki mikið né fast.

þriðjudagur, mars 16, 2004

Hananú!

Það er þoka og dularfullt. Hugsanlega verður Sössanum ekki að ósk sinni með að komast aðeins í golf... en hver veit, samkvæmt öllu eðlilegu ætti ég að vera sofandi núna og get því ekki dæmt um það hvort veðrið er alltaf svona á þessum tíma.

Annars er hér spennandi og skemmtilegur nýr linkur um dæmigert líf ungs manns í sjávarplássi úti á landi. Þetta er raunsönn lesning og varpar ljósi á það hversvegna verið er að flytja inn eitthvað helvítis pakk til að vinna á þessum stöðum!

mánudagur, mars 15, 2004

Sössi segir

Allt ágætt takk fyrir. Þetta var skrítinn dagur sem byrjaði náttúrulega klukkan fimm í nótt. Óheppileg þróun, en þar sem fótbrot er fararheill lofaði þetta nokkuð góðu. Það rættist misjafnlega. Ég var þreyttur í vinnunni og hádegismaturinn var sull og svo fór ég til Hrefnu og Viðars að hjálpa til við að setja upp loftplötur. Sem var fínt og góður kvöldmatur, þangað til ég reyndi að borða og horfa á sjónvarpið í einu. þá beit ég fast í tunguna á mér, hiff!

Á morgun fer ég hins vegar í golf í klúbbnum mínum. Ó mæ god hvað ég er glaður.

P.s. Það er spennandi nýr linkur á leiðinni.

sunnudagur, mars 14, 2004

Hananú!

Ég er í vinnunni... enn einusinni! Skil eiginlega ekkert í þessu, ég sem veit manna best að yfirvinna er verkfæri djöfulsins. Það er ekki nokkur spurning um það að flokkurinn mun taka hart á þessum málum þegar valdatíð hans hefst fyrir alvöru!

Sumir hugsa "en yfirvinnan er stór hluti af útborguninni", mér er alveg sama! Það sem þetta snýst um er að breyta viðhorfinu. Fólk á að vinna almennilega í dagvinnutímanum fyrir almennileg laun! Ef það gerði það þá þyrfti ekki að vera um neina yfirvinnu að ræða. Auk þess gerir fólk sjaldnast neitt annað í vinnunni en að hanga á netinu og skrifa blogg á launum!

föstudagur, mars 12, 2004

Sössi er æfur!

Í gær var framinn viðurstyggilegur glæpur. Gítörum Brúðarbandsins var rænt. Þetta er viðurstyggilegra en orð fá lýst. Djöfulsins helfvítins viðurstyggilega pakk. Líkamlegar refsingar á almannafæri verður að að taka upp að nýju.
Sössi segir

Í gærkvöldi rokkaði/pönkaði brúðarbandið af sinni alkunnu snilld.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Sössi segir

Þetta er sko alvöru fokking veður. Jé beibí. Ef ég ætti pollabuxur væri ég sko úti að hoppa pollunum :-)

þriðjudagur, mars 09, 2004

Sössi segir

Skál!
Hananú!

Miklar gleðifréttir hafa nú litið öldur ljósvakans... þ.e. nýlega afstaðin innlimun stórs hluta stjórnar flokksins í golfklúbbinn Kjöl. Semmst er frá því að segja að síðan ljóst varð að flokkurinn legði blessun sína yfir þennan tiltekna klúbb þá hefur hann, ásamt meðlimum vaxið mikið.

Nú nýverið var ráðist í miklar framkvæmdir á vellinum og auk þess hefur klúbburinn nú eignast sinn fyrsta alvöru meistara !

Af þessu sést berlega hveru góð áhrif flokkurinn hefur haft á þessa starfsemi og ætti nú að fara að verða lýðum ljós þau áhrif sem flokkurinn getur haft. Ímyndum okkur ef Ísland gegni flokknum á hönd... þvílíkir dýrðardagar sem við myndum lifa!

laugardagur, mars 06, 2004

Sössi segir

Grundvallarspurning í lífinu er hvort menn ætli að skjóta sig í hausinn. Sé henni svarað neitandi verður viðkomandi bara að gjöra svo vel að vera hamingjusamur. En það er svo sem ekki mikið vesen því að lífið er róttæk snilld.

föstudagur, mars 05, 2004

Sössi segir

Item eitt: Haha! Í dag keypti ég mér nýja sandala til að nota uppi í Odda. Í mínum heimi eru þetta stór tíðindi og merk. Kannski fer verkurinn úr bakinu á mér við þetta. Vek athygli á því að þetta eru sandalar frá íslensku merki, Skógerðin Táp, þó þeir séu reyndar framleiddir í útlöndum.

Item tvö: ...damn stolið úr mér þessa stundina en kemur ábyggilega til baka seinna.

Item þrjú: Í dag uppgötvaði ég að Cindy Lauper (Girls just wanna have fun) er líklega fyrirmynd indversku prinsessunar sem tónlistarmaður.

fimmtudagur, mars 04, 2004

Sössi segir

Ég var orðinn þreyttur og pirraður um tvö leytið í dag, en þá rakst ég á finnskt danslag (svona þar sem maður heldur utan um "dömuna") á gufunni. Bjargaði deginum. Þetta undirstrikar enn og aftur hversu nauðsynlegt er að hafa rás 1. Rás 2 og Sjóvarpið hafa aftur á móti engan tilverurétt.

Ætlar ekki einhver að fara að myrða þessa kana, ég skal leggja út fyrir hluta af kostnaðinum.