þriðjudagur, september 27, 2005

Søssi segir

Ja svo drekka fylliraftar bjor sem adrir. Eg var ad uppgvøta ad ég å i eigu minni dapurlega utgafu af Odinum til gledinnar eftir Beethoven. Hugmyndin var ad hressa sig adeins vid eftir langan skoladag, en eina røkretta lagid aftir Odinum var Ave Maria. Ætli eg skelli ekki bara Visum Vatnsenda-Rósu tar næst á eftir. Annars hlusta ég mest á Bubba tessa dagana. Í tví sambandi verd ég ad nefna hvad mig vantar íslenska birkid mitt. Líklega best ad tad verdi jafn lengi hjá birkifrædingnum og hægt er, en tad hindrar mann ekki í ad sakna.

Í kvøld er sídan kvøldmatur hjá Mumma og Ásu, teim heidurshjónum. Tad er búid ad lofa mér Hangikjøti, Hangikjøti, Vííííí.

mánudagur, september 26, 2005

Søssi segir

Tad sem vid søtudum Esbjerg fc a sunnudaginn, 5-1 og tad tarf varla ad taka tad fram ad stemmningin å Parken var storkostleg. En annars er eg bara helviti treyttur i hausnum tegar eg kem heim.

fimmtudagur, september 22, 2005

Sössi segir

BBC er með netkosningu í gangi. Hvaða 11 manna teymi vildir þú sjá stjórna jörðinni?

miðvikudagur, september 21, 2005

Sössi segir

Að halda sína fyrstu framsögu á dönsku er ógnvænleg reynsla, þó maður sé hluti af hópi. Lappirnar á mér titruðu, blóðið streymdi um hausinn á mér og ég talaði hratt og hátt. Hef líklega litið svipað út og þegar ég er er fullur. Fólk hló hinsvegar að bröndurunum og þetta reddaðist allt saman, en ég var uppgefinn þegar ég labbaði af sviðinu.

mánudagur, september 19, 2005

Sössi segir

Uuuu. Það er víst búið að klukka mig og ég held ég sé með spurningarnar nokkurnveginn á hreinu. Ég klukka bara ekki neinn.

1. Ég fæddist á Hvammstanga 14. maí 1979 og er yngstur af þremur systkinum. Praktice makes perfect.

2. Uppáhaldsmatur er Hamborgarhryggur með bökuðum ananas, brúnuðum kartöflum, grænum baunum og Egils malti.

Og á þessum tímapunkti hringdi ég í mumma til að komast að því hver þriðja spurningin væri og hann sagði mér að það væru engar spurningar. Bara að hripa niður fimm atriði um sjálfan sig, þannig að látum það standa sem komið er.

3. Skoppandi hringlóttir hlutir eru frábærastir af öllu. Líka þótt þeir séu ekki alveg hringlóttir og séu meira svona tilvitnun í hringlótt (sbr. brjóst og rassa á "dömum"). Bara ef þeir skoppa og það er hægt að elta þá. Skil ekki íþróttir þar sem sem þú ert ekki að elta neitt nema tíma, samkynhneigt bara.

4. Ég hugsa víst öðruvísi en aðrir, stundum er ég ekki alveg viss hvort ég megi hugsa það sem er að malla í kollinum á mér. Það stoppar mig svo sem ekkert af en ég held þá frekar aftur af mér að segja frá því.

5. Mér finnst rosalega leiðinlegt að reyna við stelpur en feikilega gaman að fanga þær. Basically, allt þetta vesen við að vera skemmtilegur og segja fallega hluti sem er síðan mótmælt en það verður samt að segja þá og svo þarf að dansa og horfa á rómantískar gamanmyndir og passa sig að segja ekkert slæmt um Leonardo di Caprio (Gaurinn er eimitt með því samkynhneigðasta sem gerist). Ooog þetta er líklega að fara að flokkast undir lið fjögur, en fokk it.

miðvikudagur, september 14, 2005

Sössi segir

Sei sei hvað ég var búinn að sakna ilmsins úr prentsalnum. Fór í vettvangsferð í prentsmiðju í dag og þar fór ég að velta því fyrir mér hvort það sé fast prósentusamhengi á milli undirfata kvenna og flatarmáls annars fatnaðar. Sjáum til dæmis frönsku rókókóhirðina. Þar voru kjólarnir svo miklir að það þurfti víravirki til að halda draslinu uppi. Aukinheldur voru nærfötin efnismeiri en föt nútímakvenna. Sannfærandi anyone.

mánudagur, september 12, 2005

Sössi segir

Jæja, danskurinn stóð sig með ágætum. Mikil drykkja á föstudeginum og svo skrapp ég í kollegi fagnað á laugardeginum. Mannkynið beinlínis allt að koma til. Jamm, og það var nú það. Helgin að öðru leyti róleg, en danskurinn er búinn að átta sig á að ég er dáldið sjúkur í hausnum. Merkilegt hvað það tekur fólk alltaf stuttan tíma.

þriðjudagur, september 06, 2005

Sössi segir

Uss, öll þessi danska maður. Líður dálítið eins og mongolíta þegar ég spjalla við danskinn. Allt að koma samt og næg hjálp til staðar. Jafnvel hægt að tala um að ég njóti samúðar. Flottar stelpur í bekknum maður, uss, meðal annars tvífari Ásdísar Ránar.

Athyglisvert er að þegar greyin segja sössi hljómar það dáldið eins og sushi. Nýjasta niðurstaðan í þessum nafnamálum öllum er Ice! Ég er dálítið að reyna að halda því fram að það sé töff nikk, samanber þá félaga Ice Cube og Vanilla Ice.

Siggi er kominn upp á aðra hæð (mikið gott) í einkarekna kollegiinu eða hvað maður á að kalla þetta sambúðarform. Enfremur er betri stofan mín, staðsett fyrir utan svefnherbergið þeirra Mumma og Ásu, öll að taka á sig mynd og aðeins 30 mínútna ferðalag niðureftir. Brá mér einmitt þangað í Lasagna og landsleiki í gær.

Að endingu þarf ég aðeins að kvarta. Þeir virðast bara ekki drekka sig fulla. Aðfaranótt 2. sept. gistum við í skólanum og fólk var í mesta lagi að torga einni kippu. Ennfremur þáði enginn Viskí. Í morgun var ennfremur ekki einn einasti þunnur þrátt fyrir stórsigur á Georgíu kvöldið áður. Á morgun er skóladrykkja einhversskonar og ef liðið verður ekki ónýtt af drykkju eftir það, gef ég það endanlega upp á bátinn.