föstudagur, nóvember 26, 2004

Sössi segir

Jamm, við siddi erum að drekka heimabrugg frá okkur Halla, vandaðari lögnina. Bragðgreining: Lyktin er frekar súr, kemísk og með smá hinti af tréspíra. Það virkar létt, bragðmikið og vont. Svo kikkar tréspírinn inn, harkalega. Virkar fallega í glasi - enda dökkt og agnirnar sjást ekki fyrr en glasið er tómt.

Heildareinkunn: 8 fyrir upplifun og dularfulla ölvun.

Erum að fara í lakari lögnina - heyrumst von bráðar.

Sössi segir

Jamm, við siddi erum að drekka heimabrugg frá okkur Halla, vandaðari lögnina. Bragðgreining: Lyktin er frekar súr, kemísk og með smá hinti af tréspíra. Það virkar létt, bragðmikið og vont. Svo kikkar tréspírinn inn, harkalega. Virkar fallega í glasi - enda dökkt og agnirnar sjást ekki fyrr en glasið er tómt.

Heildareinkunn: 8 fyrir upplifun dularfulla ölvun.

Erum að fara í lakari lögnina - heyrumst von bráðar.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Sössi segir

Sko til, nú er ég búinn að mæta á réttum tíma í 50% tilfella þessa vikuna. Vikan byrjaði nefnilega svolítið illa hvað það varðar. Skratti sem ég varð pirraður út í sjálfan mig á þriðjudagsmorguninn.

Að öðru, kominn með frí milli jóla og nýárs en ekki alveg búinn að ákveða hvar maður verður á gamlársdag. Það kom vel út í fyrra að vera á höfuðborgarsvæðinu. Allavega ljóst að þetta verða ljúf jól.


laugardagur, nóvember 20, 2004

Sössi segir

Í gær tókum við siddi okkur til og horfðum á Rambo seríuna. Ég var mikið hrifinn og skil satt að segja ekki þá gagnrýni sem myndirnar hafa legið undir vegna gerfilegra bardagaatrið. Að fólk átti sig ekki á þessari ljóðrænu fegurð er mér óskiljanlegt. Ég hef ákveðið að fjárfesta í þessu verki.

Vikan var hinsvegar suddalega róleg.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Sössi segir

Mér skilst að fjölmargir kennarar hafi ekki mætt til vinnu í dag. Gott hjá þeim, lögin á kennara eru nefnilega ólög.
Er ennþá veikur og að velta fyrir mér að verða geðveikur svona til að stytta tímann.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Sössi segir

Nú er maður kominn á pensillin, með mentól brjósigg, súkklikeggx og mjólkurafurðir á kantinum. Mamma og Pabbi eru nefnilega í bænum og hugsa svona líka vel um veslins drenginn sinn.
Mér leiðist.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Sössi segir

Uff, ég er með kvef og hita og stíflaðar ennisholur. Alltaf dáldið leiðinlegt að vera rúmfastur. Þetta er önnur þurra helgin mín í röð, algjörlega óvart!
En hér er skemmtileg síða.