fimmtudagur, maí 29, 2003

Hananú!

Og þetta kallar maður vini sína... Láta mann sendast hingað og þangað um bæinn og hvað, jú svo þegar maður loksins er kominn á staðinn og búinn að eyða óendanlega mörgum kaloríum þá er manni bara dömpað fyrir einhverja stelpudruslu!! Þetta er nú alveg óþolandi, eru allir karlmenn með kynlíf á heilanum? Ég er farinn að hugsa um að ganga í feministafélagið þar sem alvöru vinir manns eru!

Hnuss... struns!

miðvikudagur, maí 28, 2003

Hananú!

Nú er maður víst orðinn maður nokkuð einsamall aftur og því kominn tími til þess að spyrja Sössann... HVAR ER HELVÍTIS SPÓLAN SEM ÉG LÁNAÐI ÞÉR FYRIR 2 ÁRUM? Kannski óviðeigandi á opinberum vettvangi, en svona verður þetta bara að vera.

Tomminn er nú alveg búinn að missa þetta og hrópar á hverju kvöldi eftir bjórdrykkju... Loksins loksins er maðurinn kominn á rétt level.

Ég er annars að fara að borða afmælisdinner og síðan hlýtur maður að þurfa að fá sér svolítið neðan í því og ofan með og jafnvel til hliðar eða bakvið.

Lifi einræðisflokkur Íslands!

þriðjudagur, maí 27, 2003

Hananú!

Mér sýnist nú á þessum skrifum að þó að sumir séu kannski sáttir við kynhneigð sína þá séu þeir nú ekki alveg vissir á því hver hún er! Ég tel allavega augljóst að þessum síðasta pistli hafi meira verið ætlað það hlutverk að sannfæra höfundinn en lesendur.

Burt séð frá því þá var laugardagsköldið nokkuð gott. Ég byrjaði reyndar daginn á því að fara í golf klukkan 10 og var að til klukkan 5. Ansi gaman! Sössinn stóð sig með mikilli prýði og ég held að þegar hann verður búinn með næsta tíma hjá kennaranum (þar sem honum verður kennt að skjóta beint) þá verði hann óstöðvandi, enda með búnað sem hittir næstum sjálfur.

Ég ætla ekki að eyða of miklum orðum á laugardagskvöldið en verð að taka undir það með Tomma að biðraðirnar eftir leigubílum á Glaumbar eru ansi langar og augljóslega til þess fallnar að maður geri eitthvað heimskulegt.

mánudagur, maí 26, 2003

Life is like a box of chocolates

Úff marr, erfið helgi að baki og Tomminn eyddi sunnudeginum í ekki neitt. Birgitta og félagar störtuðu laugardagskveldinu með stæl. C.a. um það leiti sem Tomminn var að fara í sturtu. Aumingja Tomminn komst ekki í greiðslu (hehehe) og þurfti að greiða sér sjálfur með misjöfnum árangri. Fyrsti öllarinn var opnaður heima hjá Sössanum um það leiti sem asnalegir tónlistar menn (ef tónlistarmenn skyldi kalla) frá Dutchlandi voru að klára lagið sitt. Tomminn sötraði tvo öllara hjá Sössanum undir mikilli pressu frá félögunum um meinta samkynhneigð Tommans. Eftirfarandi ástæður gætu hafa vakið þessar umræður:

1. Tomminn fór í greiðslu

2. Tomminn hætti með konunni af ókunnum ástæðum.

3. Endaþarmsmök eru uppáhalds lag Tommans og er nr 1 á partýdisknum

4. Tomminn gengur með leðurarmband og vafasamt hálsmen.

5. Tomminn er með hárgreiðslu eins og Scooter

6. Tomminn gerði Sidda hræddan á laugardagskvöldið með vafasömum líkamstjáningum

7. Tomminn var fljótur að hverfar úr Sössadrykkju til að fara í partý þar sem mjög vafasamur hommi var staddur

8. Tomminn notar þetta komment mjög oft "Ég er sáttur við kynhneigð mína og mér er alveg sama hvað ykkur finnst"

9. Tomminn er mjög hrifinn af hvítum fötum

10. Tomminn hrífst mjög mikið af David Beckham.

11. Tommi rímar við hommi

Þetta gætu verið 11 ástæður þess að Tomminn sat undir meintum homma ásökunum á laugardagskvöldið og hér ætla ég að reyna að réttlæta þær með þessum 11 svörum:

1. Tomminn var búinn að vera eins um hausinn í 5 ár og fannst tími til kominn að breyta til. Þessar breytingar þýddu að ég þurfti að læra að greiða mér upp á nýtt og þar sem að ég er karlmaður þá eru nýjungar oft skrítnar. Sem betur fer bauðst hin skemmtilega Linda Rós sem klippti mig að kenna mér að greiða mér og er það ástæðan sem að ég fór í "greiðslu"

2. Þessar ókunnu ástæður vil ég ekki ræða hér en hvað sem þið haldið þá er það ekki út af samkynhneigð hjá hvorugum aðila.

3. Endaþarmsmök er bara helvíti fyndið lag og í hávegum haft hjá öðrum gagnkynhneigðum aðilum sem lesa þessa síðu. Þið vitið hverjir þið eruð.

4. Hei, þetta leðurarmband er kúl og hálsmenið mitt líka.

5. Scúterinn er með allt öðruvísi hár og skv myndböndunum hans er hann varla hommi þótt hommalegur sé hann karl greyið

6. Vafasömu líkamstjáningarnar til Sidda áttu bara svo vel við og vil ég biðja Sidda karlangann afsökunar á hegðun minni.

7. Já, það var vafasamur hommi á svæðinu sem ég reyndar efast um að sé hommi eftir allt saman. Allavena fékk helvítið að klípa og káfa á öllum kvenmannsbrjóstum sem voru á svæðinu og þau voru nú ekki fá.

8. Kommentið er nú bara alveg satt. Ég er mjög sáttur við kynhneigð mína og mér er alveg sama hvað ykkur finnst. Þ.e. kynhneigð mín er gagnkynhneigð ef þið voruð ekki búnir að átta ykkur á því.

9. Hei, hvítt er kúl

10. Og David Beckham er algjör töffari.

11. Þetta er nú bara barnalegt

Og þar hafiði það helvítin ykkar (djók)

En þegar öllu er á botninn hvolft þá var laugardagskvöldið mjög vel heppnað að öllu leiti fyrir utan eitt mjög heimskulegt sem Tomminn gerði. Það var nú samt aðallega vegna þess að leigubíla röðin var svo helvíti löng.

Þangað til næst......

laugardagur, maí 24, 2003

Ich haben sie auto stolen

Flakkísakk í gær? Ég og Raggi komumst í feitt, var farinn að drekka vatn á barnum kl 04:00 sem betur fer. Geðveik stelpa skutlaði mér heim. Hún var e-ð klikk. Fór yfir á rauðu og alles og Tommanum stóð ekki á sama. Gamli kallinn var hræddur. Ofsaakstur á götum Reykjavíkur á ekki við þegar Tomminn er farþegi hehehe.

Aular, fyllerí í kvöld, Tomminn þarf að einbeita sér að því að vera þunnur í vinnunni.

Þangað til næst.....

föstudagur, maí 23, 2003

Are you not entertained??

Það er leiðinlegt í vinnunni þegar það er gott veður. :(

þangað til næst....
Hei Bubba, hei Forrest

hahaha, Snilld dagsins í gær. Ding Dong bræðurnir Pétur Jóhann Sigfússon og Doddi litli komu af stað frétt í Riga um að Tatu vildu koma fram naktar eins og ég minntist á í gær hahaha. Algjör snilld.

Er e-ð djamm á ykkur í kveld???

Þangað til næst....

fimmtudagur, maí 22, 2003

That's because droids don't pull peoples arms out of their sockets when they loose, wookies are known to do that

Jamm, svo að bæjarferðin er líkleg já. Þá er eins gott að fara að slá á lán hjá einhverjum þar sem að ég var að frétta að þessi helvítis jöfnunarstyrkur kemur ekki fyrr en í byrjun júni. Andskotinn hafi það. Hehe helvíti gott sem ég var að lesa í fréttablaðinu í dag að þeir sem keppa fyrir hönd Svía í auravisjón eru ekkert sérstaklega ánægðir með telpu hnáturnar í Tatu þessa dagana. Þær höfðu víst látið eftir sér að þeim langaði að koma fram naktar á sviðinu. Svíarnir vilja ekki sjá að það sé verið að ýta svona undir einhvern barnaperra skap og vilja láta vísa þeim úr keppni. Ég held að Tatu hnáturnar séu nú bara að vekja á sér athygli með mjög góðum árangri hehehe.

Ég og Gaui félagi fórum á Players í gær til að horfa á Celtic vs Porto. Þetta var hinn fínasti leikur sem endaði 2-3 Porto í vil eftir framlengingu. Players er bara helvíti fínn staður með einstaklega góðum borgurum. Mæli með Players.

Þangað til næst.....

miðvikudagur, maí 21, 2003

Hananú!

Mér finnst bæjarferð alveg yfirþyrmandi líkleg... sérstaklega þar sem ég hef gert hana að yfirlýstu markmiði. Jessica er að fara til Hollands (Dutchlands) og ég lofaði að kíkja með henni í bæinn eftir Eurovision, og ætli maður verði nú ekki að standa við það. Annars leggst þetta allt saman nokkuð vel í mig og er ég nokkuð viss um að stemmingin mun verða rífandi og fúttleg (hvað svo sem það nú er).

Annars er lítið að frétta, prófin skila sér ekki neitt og þ.a.l. engin námslán heldur. Síðan vinnur maður bara núna eftir fremsta megni og sér til hvort þetta bjargast ekki allt saman. Ég er einnig bjartsýnn fyrir söngvakeppnina þar sem Birgitta fær gífurlega góð viðbrögð hérna á veggnum hjá mér í vinnunni.

Að lokum smá pæling um Skjá 1:

Ég get síðan glatt Tommann með því að diskarnir hans eru í hrottalegri geymslu hjá Jóni.

It's better to be dead and cool than alive and uncool

Jæja plebbar, Auravisjón partý hjá Sössanum um helgina, er það ekki bara ágætt? Tatu í imbanum og veigar á borðunum. Það er spurning hvernig þetta fer. Hvort að það verði farið í bæjarferð, sem verður að teljast nokk líklegt. Síðasta bæjarferð setti Tommann alveg á hausinn. Það er eins gott að þessi andskotans dreifbýlisstyrkur fari nú að koma annars fer illa fyrir Tomma litla.

Hvernig var það annars drengir, eru partý diskarnir ennþá heima hjá Hrottanum? ég bara spyr. Annars er nú CD spilarinn hjá Sössanum e-ð klikk þannig að það verða bara LP plötur á fóninum á milli þess að Tatu og Birgitta þenji raddböndin og dansi nautnalega. Aiight.

Þangað til næst.......

sunnudagur, maí 18, 2003

Hananú!

Ég er kominn aftur. Er eiginlega búinn að ákveða að útskrifast ekki fyrr en í haust og fara bara að vinna, er í tómu fjárhagslegu tjóni í augnablikinu. Það er svo sem ágætt lía þar sem ég get þá kannski gert þessa ritgerð almennilega. Annars þá þarf ég eitthvað að fara að hugsa minn gang, held ég. Ég varð nefnilega hálf ónýtur eftir hackysackinn og þetta líkamlega ástand getur ekki haldið svona áfram. Núna þegar maður er kominn út á vinnumarkaðinn þá er kannski kominn tími til að redda þessu? Annars veit maður aldrei.

Körfuboltamót Hauka (firmakeppnin) fer fram í vikunni. D & T ætla sér ekkert annað en bikarinn nú í ár og fróðlegt að sjá hvernig það mun takast.

laugardagur, maí 17, 2003

I'll be back

Helvítis Asnenal komnir í 1-0

þangað til næst....
Bongiorno prinsipessa

Jamm, fínt djamm í gær. Byrjað heima hjá Hrottanum um hálf átta leitið og sötraður bjór ásamt því að horfa á öryggis myndavélarnar í blokkinni hans Jóns. Partýdiskurinn var spilaður stíft ásamt Fine Young Cannibals hehehe. Síðan var ákveðið að skella sér í e-d háskóla partý í Digranesi. Þar var fínt stuð, nokkur spor voru tekin þangað til að DJ ákvað að hætta þessu og pakkaði saman. Fyrir utan beið strætó til að flytja liðið niður í bæ. Ég og Siddinn tókum okkur til og byrjuðum að kyrja man utd söngva í gríð og erg við misjafnan fögnuð viðstaddra. Þá var líka gripið í nokkur gömul MA lög, s.s. rúgbrauð með rjóma og fleiri góða slagara. Þegar við komum niður í bæ var skellt sér á hinn mikla púbb Felix. Þar byrjaði Sössinn að gera sér dælt við tvær harðgiftar kvenrembur frá Austur Evrópu með litlum árangri hehehe. Afmælis barnið var í gírnum. Síðan var farið á e-d púbbarölt og endaði Tomminn aleinn á Gauknum eftir að Járni g-strengur yfirgaf mig og skellti mér þá á Nonna. Leigubíllinn heim kostaði 2000 og Tomminn er staur. :(

Þangað til næst......

föstudagur, maí 16, 2003

Mr Madison: Ooo, Billy, Billy boy, whatever is it that you're looking for???

Billy: Here's a nice piece of shit


Múgg í súggið. Er með harðsperrur eftir hacky sackinn í gær, labba eins og mörgæs með skitu, en skítt með það. Það segir mér hugur að menn ætli að gera sér glaðan dag í dag og fagna afmæli Sössanns sem var í fyrradag. Bæ ðe vei til hamingju með það Sössi minn.

Nú er spurning með að Southampton taki Asnenal á morgun og skilji þá eftir slippa og snauða hehehe, og Asnene Wanker getur þá bara skotið sig í hausinn eftir að hann er búinn að kenna öllum um hvernig fór fyrir honum. Heimski hrokagikkur

Þangað til næst....

miðvikudagur, maí 14, 2003

Luke, it's your destiny

Helvítis AC Milan. Reyndar áttu þeir þetta alveg skilið þar sem að þessi helvítis Hector Kúker spilar sömu taktík og Húlli gamli. Andskotinn hafi það. Ég er pirraður í dag. Þá er bara vonandi að Real Madrid komist áfram þar sem að ég hugsa með hryllingi á sjá Milan vs Juve. 1-0 eða 0-0 og vítaspyrnukeppni. PRUUUUUMP.

Þangað til næst.....

þriðjudagur, maí 13, 2003

Fat guy in a little coat

Jamm, ég rakst á mjög athyglisverða frétt áðan. Hehehe, alltaf jafn gaman að vera hillbillie sem hefur ekkert betra að gera.

Skólinn loksins búinn, kláraði síðasta prófið með stæl og nú er bara málið að finna sér einhversstaðar vinnu í sumar. Geeee let me think, ekki er vinnuframboðið að drepa mann hérna á þessum síðustu og verstu.

Inter vs AC Milan í kvöld, Vieri meiddur, spurning um að Crespo og Recoba reddi þessu, við skulum vona það.

já, ég gleymdi nú að minnast á það í gær. Enski kláraðist um helgina og aðal leikurinn var viðureign Tjelsí og Lifrapolls á Brúnni. Lifrapollsmenn komust í 1-0 með marki frá Sámi Hippa á 11 mín en Marskálkur Desalitli jafnaði fljótlega. Það var svo Jesper Grænálfur sem að skoraði sigurmarkið með því að detta á boltann og skora hehehe. Good for him. Það var nú bara eins og Tomminn spáði allan tímann að Lifrapollurinn myndi enda þetta í UEFA keppninni, þeir geta þá kannski endurtekið leikinn frá því um árið þegar þeir unnu hið gríðarsterka Alltíves frá spáni. En nóg um það, besta liðið vann Premíum Líg þetta árið. Svekktir Lifrapollsmenn geta nú einbeitt sér að því að kaupa gríðarlega miðlungsleikmenn fyrir baráttuna um 4 sætið á næsta ári. Ég spái því að Húlli gamli verði samur við sig og kaupi eitt stk norsara (hef heyrt að Bjössi Kvarmi sé á lausu) 2-3 Frakka, þar nefni ég til sögunnar Bolton plebbann Laville og Alli Gómur hjá Fúllham. Lifrapollurinn verður semsagt með gríðar breiðan hóp á næsta sísoni og ekki ólíklegt að við Siddi fáum að heyra fleygar setningar eins og: Þetta var svei mér löng sending og Þetta telst sem skot á mark frá félögunum.

Ath, þessi pistill er meira í gríni en alvöru hehehe

Þangað til næst.....

mánudagur, maí 12, 2003

You two are brothers? How did that happen?
Well it's a long story.
My dad boned his mom,
Ok it's a short story


Fari það í kolbölvað, andskotans helvítis djös drasl. Tomminn skellti sér í lokapróf í stærðfræði í morgun. Til að gera langa og leiðinlega sögu stutta þá er ég hræddur um að þetta fari frekar illa hjá mér. Annars er Tomminn að huga að Danmerkur ferð í sumar. Þetta kom þannig til að Ninni bróðir minn keypti miða og komst svo að því að hann getur ekki fengið frí í nýju vinnunni sinni sem fangavörður fyrir Árna Johnsen. Svekk fyrir hann og fínt fyrir mig. Ég hef forgangskauprétt á þessum miða þar sem að ég er uppáhalds bróðir hans hehehe. Þetta setur að vísu fyrirhugaða Færeyjar ferð í töluverða útrýmingarhættu þar sem að Tomminn er þrátt fyrir allt bara fátækur námsmaður. En það er allt í lagi þar sem að það er ekki á hverjum degi sem að færi gefst á að sjá Metallica og Iron Maiden saman á tónleikum.

Skólinn búinn á morgun. Spurning um öllara, annars er maður farinn að efast um að einhver lesi þetta röfl sem ég hripa niður hérna, aldrei kommentar neinn og pistlar eftir hina tvo vesalingana eru að deyja út líkt og Geirfuglinn. Hér með skora ég á menn að verða duglegri við skriftir og komment. Það er nú reyndar skiljanlegt með þessa tvo vesalinga að annar er ekki internet tengdur og hinn á fullu í prófum.

Stórleikur á morgun í Shampíóns líg þegar Inter og ACMilan mætast. Spurning hvort Tomminn verði stemmdur í bjór eftir það eða ekki, það fer allt eftir því hvort hans heittelskuðu Inter menn komist í úrslitaleikinn á Gömlu Torfunni (Old Trafford) eða hvort að helvítin í AC slái þá út.

Þangað til næst.....

föstudagur, maí 09, 2003

I must break you

PRICELESS

Þessi er helvíti góður. Annars er það nú af mér að frétta að ég er bara að læra á fullu undir stærðfræði og efnafræði próf sem ég er að fara í á mánud. og þriðjud. Ég, eins og Sössinn er líka búinn að kjósa Framsókn en reyndar af öðrum ástæðum. Semsagt af því að pabbi minn lét mig gera það. Ekki það að ég sé neitt ósáttur við það, alls ekki, bara að pabbi er mjöööööög sáttur við það. Svo líka buðu Framsóknar menn mér og Ninna í bíó í gær. Það var einhver X-B forsýning á myndinni Identity sem er svona spennumynd í háum gæðaflokki með fléttu sem kemur á óvart. X-B er semsagt fínt. Ég skil nú ekki hvað í andskotanum maður er annars að röfla hérna um einhverja pólitík þar sem að maður hefur ekki hundsvit á henni. Ef þið viljið lesa um eitthvað svoleiðis röfl mæli ég með að þið heimsækið hann frænda minn. Niðurstaða, X-B býður mér í bíó og eiga mitt atkvæði skilið. Svona er ég nú shallow.

Úff marr, meistaradeildin í vikunni, Tomminn horfði á Real og Juve leikinn á þriðjud. þar sem að Real menn unnu nauman sigur 2-1 og Juve náði þar dýrmætu útimarki. Svo settist kallinn spenntur fyrir framan imbann á miðvikudag til að horfa á sína heittelskuðu Inter menn spila við Milan. Lítið um það að segja nema zzz zzz zzz. Hrútleiðinlegur 0-0 leikur af hálfu tveggja varnarsinnaðra ítalskra knattspyrnuliða þar sem allt of mikið var í húfi. Milan á heimaleikinn í þessum leik og er Tomminn því töluvert svekktur að Inter hafi ekki náð að setja eins og eitt dýrmætt útimark á erkifjendurna sem bæ ðe vei voru mun betri í þessum leik. Inter vörnin stóð sig reyndar ágætlega, Flippi Ingasi var líklega 45 sinnum rangstæður og Anrés Sjévsjénkó 42 sinnum rangstæður hehehe.

Jæja, best að fara að læra aðeins og drulla sér svo í fjörðinn.

Þangað til næst.....

fimmtudagur, maí 08, 2003

Punkfuckers

Kaus Framsókn í gær. Það hljómaði semsagt minnst illa, sem er náttúrulega herfilegt. Er núna í ghettói Íslands, just hanging in the crypt. Golfsumarið að byrja og búinn að ná sambandi við Tomma bangsa aftur sem er gott.
Er ekki með net lengur en tölvan er nýkomin úr slipp frá Ægi, skulda hanum líklega kaffi :-)

mánudagur, maí 05, 2003

Country road, take me home, to the place, were I belong, Old Trafford, home of the champions, take me home, country road

Er ekki bara við hæfi að byrja daginn á svolítilli sveitaslóð? Þvílíkur andskotans snilldar dagur sem gærdagurinn var. Miðað við hvernig hann hafði þróast þá vissi ég að liðið sem myndi spila á móti mér í Sporthúsarboltanum í gær ætti aldrei möguleika. Það kom líka á daginn að Tomminn stæði uppi sem sigurvegari líkt og elskurnar hans á Old Trafford.

Þvílíkur djöfulsins blábjáni sem Asnene Wanker er, hann heldur því ennþá fram að Asnenal sé besta liðið á Englandi. Vissulega eru þeir góðir, en bestir eru þeir ekki. Þegar Júnæted er í gírnum þá stenst enginn þeim snúning. Vörnin er búin að vera miklu betri heldur en í fyrra þar sem hinn blanki Lárús Blank fékk lítið að spreyta sig í ár. Ríó Ferdinand, Jón Óshei, Wes Brúnn, Mikell Silversti og eldri Neville systirin eru allir (öll) búnir að standa sig með prýði í ár. Sérstaklega gaman að sjá hvað Gary gamli Neville hefur verið góður. Vil ég fyrst og fremst þakka góðri vörn titilinn í ár. Þeir fengu á sig fæst mörk allra í deildinni. Annað en í fyrra. Svo var það náttlega Pól Skóls sem toppaði á réttum tíma og einni Rútur Nístilroj sem eftir þrennuna á laugardaginn er markahæstur í deildinni með 24 mörk.

Annars er það af mér að frétta að ég var í þýskuprófi áðan og vona að ég hafi gert nóg til að slefa yfir 4,5. Ef ég þarf að eyða öðrum vetri hjá leðurlesbíunni þá tjúllast ég.

Smá hugmynd. Hvernig væri að teppaleggja íbúð með Man Utd teppi, veggfóðra með Man Utd veggfóðri, setja upp Man Utd ljósakrónur, opna flösku af Man Utd rauðvíni, drekka það úr Man Utd glösum, fá sér Man Utd bjór með því, drekka hann úr Man Utd bjórkönnu, klæða sig í Man Utd gallann sinn, Labba með Man Utd skilti niður í bæ, að sjálfsögðu í Man Utd skónum sínum, syngja Man Utd lög á leiðinni, verða laminn af einhverjum anti Man Utd aðdáendum, fara heim aftur í Man Utd dressinu sínu, fara á klósettið og þurrka blóðið í Man Utd handklæðið, binda Man Utd sokkana um sárin, setja Man Utd plástur á skeinurnar, kúka rauðu Man Utd blóði út af innvortis blæðingunum, skeina sér með Man Utd klósettpappírnum, leggjast í Man Utd rúmfötin og dreyma fallega Man Utd drauma. Þetta er vísir að góðu kvöldi.

Hvað eru mörg Man Utd í því???

Þangað til næst.......

sunnudagur, maí 04, 2003

Champione champione ole ole ole

Jæja bullukollar, nú rétt í þessu voru Líds júnæted að tryggja Mansteftir Júnæted ENGLANDS MEISTARATITILINN í knattspyrnu. Hinn asnalegi kjötskrokkur Mark Vídúka skoraði sigurmark Líds á 88 mín, lánlausum Asnenal mönnum til mikillar gremju. Asnenal áttu 24 markskot en náðu bara að koma blöðrunni 2 framhjá Pol Robinson. Leikurinn byrjaði vel og maður hafði á tilfinningunni að að þetta myndi fara vel. Harrí Kjúvel skoraði á 5 mín en Tírri Honrí jafnaði. Í seinni hálfleik skoraði Ían Hart úr aukaspyrnu en Tennis Dvergkamp jafnaði aftur. Það var svo áðurnefndi kjötskrokkur sem sendi mig hoppandi upp úr hægindastólnum hjá Gaua á 88 mínútu. Maður þurfti náttlega að senda öllum United unnendum sem maður þekkti SMS og óska þeim til hamingju með titilinn og svo gat ég ekki staðist að senda eina Asnenal manninum sem ég þekkti smá diss SMS (sorry Ívar) hhehe but we f*****g deserved it.

Ekki mikið meira um þetta að segja nema að það verður klæðst fagurrauðri United treyju í boltanum í kvöld. Ég myndi mæta í Líds treyju ef ég ætti hana til en þar sem að þeir eru scum of the earth (nema í dag) þá dytti mér aldrei í hug að eiða íslenskum krónum í það helvíti.

Ég er glaður í dag

Verð að fara að læra undir þýsku próf.

TIL HAMINGJU ALLIR MAN UTD MENN þið hinir getið étið það sem úti frýs hahaha Fokk ðe rest kos vír ðe best, respect

Þangað til næst.........