þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Søssi segir

Það er svolítið mikið að gera hjá mér eins og er. Náttúrulega karfa mánudaga og föstudaga og svo meistaradeildin í kvöld og annað kvöld. Ennfremur eru Mundi og Jónn að koma á fimmtudaginn og það þýðir drykkju alveg fram á sunnudagsmorgun. Ég á í dálitlum vandræðum með að troða náminu inn á milli.
Þess vegna var það rosalega vel þegið þegar ég frétti að það yrði frí á föstudeginum, en svo eru helvítin búin að flytja kennsluna sem átti að vera á fimmtudeginum yfir á föstudaginn og gefa frí á fimmtudeginum í staðinn. Hvað í andskotanum hef ég að gera við frí á fimmtudegi, hver drekkur eiginlega á miðvikudegi?!
En það eru tónleikar með Depeche Mode á laugardaginn. Mér skilst ad það sé nokkuð frambærilegt band. Er að hita upp með því að blasta Hauk Mortens.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Søssi segir

Ømurlegur dagur, gerdi ekkert nema strauja skyrturnar mínar. Siggi lagadi hinsvegar hjólid sitt. Karlmennskustig dagsins fer tví til Sigga.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Søssi segir

Ver ekki of réttlátur
15Allt hefi ég séð á mínum fánýtu ævidögum: Margur réttlátur maður ferst í réttlæti sínu, og margur guðlaus maður lifir lengi í illsku sinni.
16Ver þú ekki of réttlátur og sýn þig ekki frábærlega vitran - hví vilt þú tortíma sjálfum þér? 17Breyttu eigi of óguðlega og ver þú eigi heimskingi - hví vilt þú deyja áður en þinn tími er kominn? 18Það er gott, að þú sért fastheldinn við þetta, en sleppir þó ekki hendinni af hinu, því að sá sem óttast Guð, kemst hjá því öllu.
19Spekin veitir vitrum manni meiri kraft en tíu valdhafar, sem eru í borginni.
20Enginn réttlátur maður er til á jörðinni, er gjört hafi gott eitt og aldrei syndgað. 21Gef þú heldur ekki gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir eigi þjón þinn bölva þér. 22Því að þú ert þér þess meðvitandi, að þú hefir og sjálfur oftsinnis bölvað öðrum.

Predikarinn
Ver ekki of réttlátur
Søssi segir

Ach, það þarf sérlega sterk bein til að þola heila viku af góðum dögum. Nú er nefnilega vetrarfrí og allt er gott. Í morgun vaknaði ég klukkan sjö, átta, hálfníu og níu án þess að fara nokkru sinni fram úr rúminu.

En þó mér líði vel og fuglarnir syngi í trjánum eru til aðrir sem þurfa að vakna á morgnana og mæta til vinnu eða í skólann. Þeim bendi ég á síðu sem hefur reynst mér feykivel í gegnum tíðina.

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Søssi segir

Ég er búinn ad velja mér keppanda í America´s next top model 5 til ad halda med. Hin lukkulega snót heitir Sarah Rhoades og starfar sem: Fragrance counter representative. Hugguleg snót og ætti ad vera vel til tess fallin ad starfa sem herdatré. Tad vottar reyndar fyrir brjóstum og rassi, en tad er nú ekki meira en naudsynlegt getur talist til ad undirstrika ad hún er ekki med typpi. Tad sem hún á eftir ad rúlla tessu upp!

Reyndar vakti athygli mína ad fædingarstadur hvers einasta keppanda er ótekktur. Hverra manna ert tú? Hvad gera pabbi tinn og mamma? Hvar ert tú fædd? Tetta eru spurningar sem ég vildi gjarna fá svar vid.
Søssi segir

Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði. En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.
Fyrsta bréf Jóhannesar hið almenna:
Andi sannleikans og andi villunnar

mánudagur, febrúar 06, 2006



Søssi segir

Bjargaðu vesturlöndum, brenndu heittrúaðan múslima!

föstudagur, febrúar 03, 2006

Søssi segir

Kvenmannslaus í kulda og trekki
kúri ég volandi.
Þetta er ekki, ekki, ekki,
ekki þolandi.

:)

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Søssi segir

Húðin á mér var density mæld í dag og ég er næstum því glær. Þarf að skreppa í ljós.

Svo var Siggi að benda mér á pandora.com, þar sem forrit býr til útvarpsstöð handa manni út frá einum flytjanda/lagi. Ég er líklega síðastur til að frétta af þessu en það rýrir ekki gildi stykkisins nema síður sé.