þriðjudagur, júlí 22, 2003

Orð dagsins er: Strekkingur

Jæja blúbbar, nú er Grundarfjarðarhelgin á næsta leyti og mikil tilhlökkun í Tommanum. Ég er nú reyndar staddur í borg dauðans þegar þessi orð eru skrifuð og ástæðan fyrir að ég hef ekki samband við ykkur er bara sú að þið getið átt ykkur hehehe, nei nei ég segi nú bara sona, Ég er reyndar á hraðferð, kom seint í gærkvöldi til að fara með bílinn í 75 þús km skoðun hjá P.Samúelssyni. Og er þar af leiðandi búinn að vera bíllaus í dag og ekki nennt að vera að þvælast eitt né neitt. Svo er ég bara að fara vestur á eftir. En þið getið kíkt í Nafla alheimsins ef þið viljið um helgina.

Jamm svo að Dónaldhinho fór bara til Farselóna eftir allt saman. Frekar pirrandi en svona er þetta nú bara í boltanum. Mér líst nú ekkert á að Júnæted menn eru farnir að bera víurnar í hinn mikla Kristján Víerí hjá Inter. Sá mikli snillingur ætti bara að vera áfram hjá Inter. Einnig voru þeir víst að spyrjast fyrir um Alfaró Rekópa enn El Chino eins og hann er kallaður er víst nýbúinn að skrifa undir nýjann samning og er vonandi ekkert á leiðinni burt. Það er spurning hvern Fergie ætlar sér að krækja í núna fyrst hann rann á rassgatið með þetta langdregna Dónaldinho rugl.

Helvítis rugl, en eins og áður var búið að koma fram þá er aðal aksjónið á Grundarfirði um helgina og hvet ég alla til að mæta sem vettlingi geta valdið.

Þangað til næst......

sunnudagur, júlí 20, 2003

Orð dagsins er: Samloka

Já þið segið það, þetta er nú búin að vera hin mesta rólegheitar helgi. Tomminn var bara alveg edrú alla helgina, enda ekki mikið að gerast í hinum fagra Grundarfirði. Það er nú samt gaman að segja frá því að Tomminn gerðist svo frægur á mánudaginn síðasta að taka þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Það byrjaði nú þannig að Tomminn var bara í rólegheitunum heima hjá sér þegar Addi fótboltaþjálfari hringir og spyr hvort að Tommi litli nenni ekki að mæta í fótbolta í kvöld, Tommi játti því nú og reiknaði bara með að þetta yrði nú bara venjuleg fótboltaæfing. Svo þegar líða tekur á daginn kemst Tomminn að því sér til mikillar skelfingar að þessi umræddi fótbolti sem þjálfi hafði minnst á var í rauninni leikur Víkings Ól og Skallagríms í fyrsta flokk, þ.e. svokallað varalið meistaraflokks (reserves hehehe). Jújú Tomminn og Blobbinn mæta galvaskir út í Ólafsvík um 19:15 og galla sig upp og fékk Tomminn þess heiðurs aðnjótandi að klæðast treyju nr 17, til heiðurs Marc Vivien Foe. whatever. Leikurinn hefst með miklum látum og máttu Tomminn og Blobbi verma varamannabekkinn til að byrja með. Sem betur fer var búið að semja um ótakmarkaðar skiptingar líkt og í utandeildinni. Það leið nú samt ekki á löngu að fyrsta Ólsaraskoffínið fór að kenna til þreytu og Tomminn var sendur á vettvang. Þetta var c.a. á 20 mín. Tomminn skokkar galvaskur inná og tekur stöðu framherja. Jú jú Tomminn náði nú að eiga nokkrar sendingar sem rötuðu rétta leið og náði að láta dæma sig rangstæðan í tvígang. Það má geta þess að Tomminn hafði ekki spilað 11 manna bolta síðan í fjórða flokk á malarvellinum í Stykkishólmi. Tomminn náði að klára hálfleikinn og fórum við inn í stöðunni 1-0 fyrir okkur. Tomminn skokkar svo eiturhress inná í seinnihálfleikinn, dugði í c.a. 2 mínútur og þurfti þá að fara útaf sökum þreytu. Horfði af bekknum þegar Skallagrímur jafnaði og 3 mínútum síðar þegar Blobbi kom þeim í 2-1 með gullfallegu sjálfsmarki. Semsagt 2-1 fyrir Sköllunum, og aftur fer Tomminn nú á vettvang í þetta sinn vel hvíldur. Nú var Tomminn settur í sína uppáhaldsstöðu á hægri kantinn en passaði mig samt vel á að vera ekkert að fara mikið aftur á völlinn hehehe. Enda hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum þá. Tomminn semsagt sparaði sig vel inni á vellinum og átti svo nokkra góða spretti í skyndisóknum. Víkingarnir náðu að svara með 3 mörkum og lokatölur urðu 4-2 fyrir okkur. Fínn leikur hjá okkur og Tomminn náði að skila inn c.a. 60 mínútum og var frekar lúinn á eftir.

Annars leið vikan bara í rólegheitum og helgin líka. Skrapp reyndar á hundleiðinlegt ættarmót á laugardaginn sem gerði mig ennþá staðfastari í að drekka ekki deigan dropa.

Grundarfjarðarhelgin er um næstu helgi, ekki það að ég reikni með ykkur aulunum bara svona að láta ykkur vita ef þið kynnuð að vilja kíkja á gamla, þá eruð þið velkomnir, látið mig bara vita áður. Og Gaui ef þú lest þetta þá reikna ég fastlega með þér. Herbergið þitt bíður eftir þér.

Þangað til næst......

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Hananú!

Það er ákaflega lítið um hreyfingar hjá oss nú um stundir. Ég geri lítið annað en að vinna og spila golf þannig að fréttir af mér eru frekar litlar og slappar. Nú verður hinsvegar breytinga á!!!

Járni G-strengur skoraði á mig að kynna mér bækling þar sem íslenski fáninn er niðurlægður með því að troða á hann einhverjum hæfileikalausum fíflum (hef þó lúmskan grun um að a.m.k. eitt þeirra sé nú ansi laglegt). Ég er strax farinn að vinna í því að koma mér upp þessum bæklingi til að geta betur tjáð mig um málið!

Múhaha

mánudagur, júlí 14, 2003

Orð dagsins er: Sjérti

Jæja flumpar, það er eitthvað lítið um að vera hérna þessar vikurnar enda kannski ekkert skrítið. Þessi helgi var bara prýðileg í alla staði. Var bara rólegur á föstudagskvöldið þar sem að ég þurfti að mæta í vinnu á laugardagsmorguninn. Gilbert stjúpbróðir minn var á svæðinu og við vorum strax um morguninn byrjaðir að kynda hvorn annan í fyllerí um kvöldið. Sem að endaði náttlega bara á einn veg. Ég var búinn að vinna kl fjögur og fór þá að smessast við strákana um partý og annað nauðsynlegt fyrir kvöldið. Gæi nokkur Hadda ákvað að hafa samdrykkju heima hjá sér. Ég og Gilli og spúsan hans mætum þangað um níu leytið og förum að sulla í okkur bjór og eplasnafs. Þetta var bara helvíti fínt á milli þess sem að við vorum að dást að fermingarmyndunum af Gæa (meme) Hadda. Krullaðri haus hefur varla sést síðan í fyrstu myndinni um Shaft. Svavar Áslaugs a.k.a Dýrið lét líka sjá sig og þá voru ég og Svavar byrjaðir að kynda hvorn annan um að fara í Hreðavatnsskála eða á Skagann, en þar var einn hængur á að enginn fannst bílstjórinn :( okkur Svavari til mikillar gremju. Það var svo ekki fyrr en um tvö leytið að Maggi Jobba býðst til að keyra okkur á Skagann og ég og Svavar tókum gleði okkar á ný. Hin vildu bara vera í Grundó og fara á Krákuna (ulla bjakk). Maggi keyrði á bílnum mínum og það lá við að það rynni bara af manni þarna í framsætinu. Þvílík ofsakeyrsla hefur bara ekki sést síðan í París Dakar rallinu. Ég komst að því að það er mikið skemmtilegra að keyra sjálfur ef maður er að stunda þvílíkan ofsa akstur. Það er ekki hollt að vera farþegi í þessum aðstæðum. Við náðum á Skagann á 52 mínútum með ansi löngu pissustoppi í Borgarnesi. Náðum einnig að keyra á 2 fugla í einu. Ég held að löppin á öðrum þeirra sé ennþá föst á stuðaranum. Við skelltum okkur á ball með Á Móti Sól og náðum síðasta hálftímanum, hittum fullt af fólki og það var bara helvíti gaman. Fórum svo í partý í Borgarnesi þar sem Svavar fór á kostum á nærbuxunum og sokkunum í heita pottinum.

Það sem var öllu verra voru fréttirnar sem að við fengum þegar við komum heim. Við mættum Grundarfjarðar sjúkrabílnum við Borgarnes og vissum þar með að e-ð dularfullt hefði gerst heima. Það kom þá á daginn að Gilli stjúpbróðir minn hafði verið í einhverjum slagsmálum, dottið á hausinn og kubbað í sundur á sér löppina rétt fyrir ofan ökkla. Semsagt opið beinbrot og báðar pípurnar í sundur. Löppin hékk víst bara á skinni og sinum, frekar ógeðslegt að sögn sjónarvotta. Aumingja Gilli litli.

Þetta var bara ansi fín helgi þó að þetta beinbrot setji nú svartan blett á hana, en eins og einhver spekingurinn sagði: Better him than me (DJÓK)

Svo er allt að verða vitlaust í knattspyrnuheiminum þessa dagana. Chelsea orðaðir við allar stórstjörnur sem fyrir finnast í boltanum og nýjasta nafnið ku vera Veron frá Man Utd, sem er svo sem allt í lagi fyrir utan að verðið er nú frekar lágt. Helmings rýrnun á þeim kaupum ef þau ganga eftir. Ég var nú samt búinn að reikna með að Veron myndi blómstra í vetur. Miðað við hvernig hann var búinn að standa sig þá skuldaði hann okkur einhverja snilld. En eins og staðan er núna virðast þeir ætla að losa sig við einn pappakassa og kaupa annan í staðinn.
Svo er þessi Tim Howard loksins búinn að fá atvinnuleyfi og verður gaman að sjá hvað sörinn ætlar að gera við 4 frambærilega markmenn í vetur. Svo er maður að heyra að þeir ætli að kaupa einhvern Jóakim (Joaquim eða eitthvað soliz) frá Real Betis, hann á víst að vera feikilegt efni á hægri kantinn. Spurning hvernig þetta fer allt saman.

Þangað til næst......

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Hananú!

Rakst á þetta spakmæli á ferð minni um netið, eitthvað fyrir Hrottann til að pæla í !

Ríkið er goðsögnin mikla um að allir geti lifað á kostnað annarra.

mánudagur, júlí 07, 2003

Hananú!

Gott að Tomminn skemmti sér vel. Ég átti nú ágætis helgi sjálfur. Fyllerý hjá frænda hans Tomma á föstudagskvöldið, sem endaði nú reyndar frekar fljótt hjá mér, og síðan slökun og golf á laugardaginn.

Ósköp fínt.

Annars þá er maður nú í tómum vandræðum í vinnunni núna. Akkúrat eiginlega ekkert að gera en síðan mun núna alveg á næstunni (sennilega á morgun) verða alltof mikið að gera og bara helvítis. Það er samt eiginlega betra en ekki neitt því að maðurinn lifir nú ekki á loftinu, og samviskan leifir manni ekki að skrfia tíma út í loftið.

Annars erum við Emil að pæla í að skella okkur í golf og reyna að æfa okkur svolítið. Ætlum nefnilega að sigra á golfmóti Deloitt & Touche í ágúst! Þetta er allavega raunhæfari möguleiki en að við breytumst í gullfiska og fljúgum til Neptúnusar þar sem við munum eiga samskipti við æðri verur.

Annars var það nú svo sem ekkert fleira í bili...

Orð dagsins er: Hugarburður

Jamm og jæja, fín helgi er liðin og mikið djamm í gangi. Færeysku dagarnir voru víst fjölmennasta hátíðin um helgina. Ég var náttlega að vinna á föstudaginn. Ég hætti kl 17 í púlvinnunni, fór í ríkið og vann svo aðeins fyrir pabba gamla sem situr sveittur alla daga á skrifstofunni sinni og hefur ekki undan. Svo frétti ég að Gaui litli sem er nú stórvinur minn ákvað að kíkja á mig. Hann mætir c.a um 21 leytið og við fáum okkur bjór og spjöllum aðeins við pabba og Sigrúnu. Svo skutlum við í okkur sitthvorum eplasnafsinum og kíkjum svo heim til Vigga í smá samdrykkju. Ninni bróðir var designated driver um kvöldið. Hann var samt önnum kafinn um kvöldið að tengja græjurnar í bílnum sínum og skera sig í puttan með tilkomandi heilsugæslu heimsóknum og annað. Viggi og félagar fóru af stað og Ninni var ekki tilbúinn þannig að ég býð bara samferðarfólki mínu þ.e. ég, Gaui, Gummi Palla og Hobba í heimsókn til Mömmu og Gústa. Þar sötruðum við smá bjór og biðum eftir Ninna. Síðan var haldið á Færeyska daga þar sem var allt stappað af liði. Það var helvíti napurt en sem betur fer þá lánaði Hemmi Geir mér jakkann sinn. Hann hefði nú betur sleppt því karlanginn því að hann sá hann ekkert aftur fyrr en daginn eftir hehehe. Svo var bara rölt um svæðið og allstaðar var stappað ef allskyns liði. Rúnar Freyr frændi minn var á svæðinu og eins hún María Elísabet Bolvíkingur með meiru. Þannig líður nú kvöldið í ró og spekt og fljótlega fer ég nú bara á rúntinn með honum Ninna mínum sökum kulda. Svo þegar við vorum að fara heim þá finnst Gaui hvergi. Sem er að meðaltali frekar dularfullt þar sem að hann ætti að sjást úr nokkra km fjarlægð, eða allavena hausinn á honum, þar sem að hann var með stærri mönnum á svæðinu. Svo reynir Tomminn að hringja í kallinn og eftir nokkrar tilraunir næ ég loks í hann. Þá þverneitar kallinn bara að koma með og vill frekar gista í tjaldi einhversstaðar. Ég ákvað bara að láta það kyrrt liggja og fer bara heim að sofa um 06:30. Vakna svo kl 10:07 og fer á fætur. Skýst út í Ólafsvík og sæki Gaua litla þar sem að hann hafði komist í feitt en vildi ekki tjá sig meira um það.

Laugardagurinn var helvíti fínn. Gaui fer bara beint að sofa eftir að við erum búnir að fá okkur að borða. Ég hafði ákveðið að bíða með alla drykkju fram á kvöld, en viti menn, um eitt leytið kemur Rúnar frændi í heimsókn og bíður Tomma gamla bjór og auðvitað hugsaði Tomminn með sér, "wtf skítt með það" og fékk sér öllara með litla frænda. Við sitjum heima hjá Mömmu og sötrum einn, förum svo niður á Kaffi 59 og sitjum að sumbli til fimm eða eitthvað svoleiðis. Þá kemur gellan sem Rúnar var að höstla og vill fá hann aftur út í Ólafsvík, en Tommi þurfti að sjálfsögðu að bjóða frænda sínum að vera áfram og koma með honum um kvöldið, sem og hann þáði. Gellan fór frekar pirruð aftur út í Ólafsvík og við frændurnir í góðum gír. Þá hringir Gaui og er búinn að sofa í nokkra tíma og tilkynnir okkur það að hann ætli að fara að tygja sig í Borgarnes. Ég og Rúnki drifum okkur þá til að telja honum hughvarf, sem að tókst eftir mikið þras. Við náðum að koma einum öllara ofan í Gaua og þá var ekki aftur snúið. Pabbi og Sigrún buðu okkur í Pizzu og svo bauð ég Rúnari í sturtu og svo var bara setið að sumbli þangað til að við fengum frekar fúlan Ninna til að skutla okkur út í Ólafsvík. Laugardagskvöldið var mjög svipað og föstudagskvöldið fyrir utan það að ég skellti mér á hundleiðinlegt ball með einhverri slakri Færeyskri hljómsveit. Entist nú ekki lengi þar inni enda hafði ég ekki borgað miðann sjálfur þar sem að hún Sylvía Rún hafði lánað mér sinn miða. Viddi kærastinn hennar skutlaði okkur svo aftur á svæðið þar sem að það var einhver útidansleikur. Við fórum bara aftur á rúntinn með Ninna og fórum heim c.a. um fimm hálf sex eitthvað svoleiðis.

Þetta var mjög gaman og sé ég engan veginn eftir þeirri auðveldu ákvörðun minni um að dissa ykkur plebbana hehehe.

Þangað til næst....

föstudagur, júlí 04, 2003

Orð dagsins er: Gyllinæð

Hehehe, þið getið bara átt ykkur, ég held áfram mínu flandri þar sem fjörið er. Það er búist við 6-7000 manns á Færeyska daga og svo er einhver snilldar Færeysk grúppa sem spilar fyrir dansi á laugardagskvöldið. Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði algjör snilld. Annars býst ég við því að koma með pistil um ævintýri helgarinnar á mánudag eða þriðjudag.

Annars er maður bara byrjaður að vinna á fullu og nóg að gera. Þetta er svolítið skrýtin tilfinning eftir að hafa verið í einhverju andskotans eirðarleysi í allt sumar. Manni líður einhvernveginn betur að vakna klukkan hálf átta eins og flestir aðrir vinnandi menn og fara til vinnu. Það er nebblilega ömurlegt að vera fokking atvinnulaus og óska ég þess engum manni.

Nú er annarhver knattspyrnumaður orðaður við Chelsea, eftir að einhver rússneskur mafíósi keypti liðið. Ég vona bara að Eiður Smái eigi ekki eftir að líða fyrir þetta og detta út úr liðinu. Svo var ég að lesa að lifrapollurinn væri búinn að kaupa tvo nýa leikmenn og mikil leynd hvílir yfir hverjir þetta eru. Þeir verða víst kynntir stuðningsmönnum eftir helgina. Ég held að Húlli sé nú bara að kaupa sér gálgafrest með þessu og ætli að flýja til Kúala Lúmp um helgina, ég spái því að kallinn hafi fengið David May á free transfer og hafi svo splæst 10 millum í Björn Tore Kvarme frá Real Sociedad hahaha. Nei nei þetta var nú meira svona grín, það verður gaman að sjá hvaða kappa kallinn hefur splæst í ef þetta reynist satt og rétt.

Nenni ekki að röfla meira, kem með næsta pistil eftir helgi. Þið skemmtið ykkur bara í Borg Dauðans á meðan ég læri Færeyska þjóðdansa og borða skerpukjöt. Farvel min tut

Þangað til næst......
Hananú!

Æi kallinn, er alltaf verið að níðast á þér? Þetta er nú bara hreinlega ekki fallegt! Annars var ég með pælingu...

Sössinn var að bjóða til drykkju, annaðhvort heima hjá Jóni eða sér, og ég var að velta fyrir mér hvort að þú myndir láta sjá þig. Loksins kominn aftur í drykkjarhæft ástand, ekki á þessu sífellda flandri á eftir kvenmannsfötum. Síðan er það nefnilega pæling að fara í Hvammsvík á laugardaginn og taka golf, væri okkur sómi sýndur af nærveru þinni við þá iðkun.

Hvað sem öðru líður þá er þetta planið hjá mér og Sössanum og þér væri velkomið að slást í hópinn.

Af mér er annars ekkert að frétta, nema auðvitað að það eru stórkostlegar húserjur að Vegamótum, eins og venjulega. Veit ekki betur en að kærur fljúgi fram og til baka og lögreglan sé að verða fastagestur í húsinu. Vona bara að þeir fari nú ekki að skipta sér af mér, gæti farið illa.

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Orð dagsins er: Rassendi

Jæja plebbar, það var sko stuð á kallinum í gær marr. Vakna kl 10 til að ath með þessa fokking vinnu og fara í bankann og stússast svona. Svo hringir Benni frændi í mig og biður mig að vera bílstjóri fyrir sig þar sem að hann er að steggja félaga sinn sem er víst að fara að gifta sig fljótlega. Jú jú, ég ákvað nú að redda honum þar sem að hann hefur nú ósjaldan reddað mér í hinum ýmsu málum. Ég hefði nú betur sleppt því. Þegar ég tek við bílnum um fimm leytið þá eru þeir orðnir töluvert ölvaðir, allir nema Benni reyndar. En hinir þrír voru á eyrunum og leiðinlegir eftir því. Ég mæti niður á Hótel Framnes þar sem þeir eru að láta brúðguman tilvonandi syngja í karókí í vafasömum fatnaði. Þetta var nú ekkert eyrnakonfekt og reikna ég með að ég bíði þess aldrei bætur fyrir að hafa hlustað á þetta helvíti. Svo eftir mikið maus að rífa helvítis míkrafóninn af honum þá förum við á Kaffi 59 þar sem að þeir slöfruðu í sig pizzu. Brúðguminn bakaði pizzuna sjálfur og þurfti undirritaður að þverneita að smakka á þessu helvíti. Ég fékk nebblilega að vita c.a. 70% af áleggstegundunum og þau voru eftir farandi: Ostur, sósa, spælt egg, sólþurrkaðir tómatar nautahakk, ætiþistlar og pepperoni. Ég vildi ekki vita hvað hitt var. Svo þurfti aumingja Tommi litli að rúnta með þessar fyllibyttur út um allan helvítis Grundarfjörð þangað til að þeir ákváðu að skella sér í Krákuna. Tommi litli neitaði að fara inn með þeim og bað bara Bensann að hringja þegar þurfti að ná í þá. Þarna fékk ég kærkomið frí í c.a. 2 tíma. Þegar Bensinn hringir loksins þá tekur við meiri rúntur og fyllibytturnar farnar að rífast um kvótamál og fyrirtækjarekstur. Andskotans leiðingi. Um tólf leytið dettur einhverjum snillingnum það í hug að brjótast inn í sundlaugina og fara í heitapottinn. Jú jú það var svo sem allt í lagi þar sem að það var ekki í fyrsta sinn sem það yrði gert, en málið var að enginn þeirra var með sundföt hehehe. Þannig að þeir rifu bara af sér spjarirnar og hoppuðu út í, in ðe núd eins og þeir segja. Tomminn notaði tækifærið og stakk af.

Ég mæli engan veginn með því að nokkur maður ráði sig sem bílstjóra fyrir svona pakk, sama hvað er í boði. Í þessu tilfelli var það óæt djöfulsins Pizza.

Þangað til næst.....
Hananú!

Tomminn er ekki einn um að vera styggur! Hvernig í ósköpunum datt einhverju fyrirtæki í Finnlandi sem sérhæfði sig í framleiðslu gúmmístígvéla að fara að framleiða farsíma!?!? Þeir hefðu betur sleppt því! Helvítis drasl.

Ég er sem sagt ekki í farsímasambandi um einhverja hríð, en þeir sem vilja ná í mig geta reint 580-3042.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Orð dagsins er: Húsþak

Já, svo að D.Beckham kallinn er bara búinn að skrifa undir og er loksins orðinn formlega leikmaður Real Madrid. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og vonum að hann eigi eftir að standa sig vel.

Shit hvað ég er pirraður á þessum frönsku helvítis liðum. Júnæted er eins og allir vita að reyna að kaupa Ronaldinho frá Paris St German og var talað um 9 m pund, svo þegar önnur lið fóru að spurjast fyrir um hann þá var þetta komið upp í 14 m pund og loksins þegar maður bíður bara eftir því að allt verði klappað og klárt þá hækka þeir verðið um helming. Djös heimsku andskotar, bara af því að Júnæted er ríkasta lið í heimi. Ég vona bara að þetta heimska Parísarlið sitji uppi með þennan skögultennta negra og falli út úr UEFA cup í fyrstu umferð og verði gjaldþrota af því að borga surtinum laun. Svo er þetta helvítis Nantes búið að hækka verðið á öðrum andskotans surt (Djemba Djemba) um helming líka, vilja fá 4 millur í staðinn fyrir 2. Reyndar var ég að heyra að hann yrði líklega Júnæted leikmaður á morgun eða hinn fyrir 3 millur. Það er spurning hvernig þetta fer. Eini sem þeir eru búnir að versla er David Bellion og þeir fengu hann frítt frá Sunderland. Þetta er einhver tvítugur gæi sem er alveg óskrifað blað. En Sörinn er nú vanur að hafa gott auga fyrir leikmönnum og hann hlýtur að redda þessu. Ég vona hreinlega bara að þessir helvítis PSG gæjar komi niður á jörðina fljótlega því að miðað við markaðinn í dag þá er ekki séns að Ronaldinho sé 30 m punda virði. Eina sem að maður hefur séð hann gera er að skora þetta helvítis mark á móti Englandi og leika í auglýsingum. Ekki var helvítis blámaðurinn að sýna neitt af viti í Álfukeppninni.

Nú er mánuður eftir af þessum leikmanna glugga því að ekki verður leyft að versla leikmenn frá 1 ágúst held ég. Það er eins gott að eitthvað fari að gerast í þessu, ég er orðinn hundleiður á að lesa þetta kjaftæði um að þessi og hinn séu á leiðinni. Ég trúi ENGU fyrr en ég sé þá brosandi með Júnæted treyju í hendinni við hliðina á Sir Alex Ferguson.

Tomminn hefur ausið úr skálum reiði sinnar.

Þangað til næst.....
Orð dagsins er: Þrælavinna

Ouch ouch ouch, Tomminn er aumur í skrokknum í dag. Var í löndun í gær og mikil átök í gangi.

Tomminn fór á ættarmót á laugardaginn og fékk sér nokkra öllara og borðaði grillkjöt með Ömmu og ættmennunum. Það var mjög fínt. Svo á sunnudagsmorguninn vaknaði Tommi litli kl tíu því að hann var búinn að lofa sér í vinnu kl 12 á hádegi. Jú jú sem sundlaugarvörður dauðans. Tomminn mætir í sundlaug Grundarfjarðar kl 12 eins og um var samið, en bara til þess eins að sitja og gera ekki neitt. Ég átti að leysa af í 2 daga og það er óhætt að segja frá því að þetta voru 2 leiðinlegustu dagar lífs míns. Þvílíkt og annað eins, að hanga bara og gera ekki neitt nema að horfa á klukkuna á 2 mínútna fresti er mannskemmandi. Ég skil ekki hvernig fólk nennir þessu eiginlega. Það eina góða við þetta var að Þórður löndunarkóngur hringdi í mig og bað mig að mæta í löndun á þriðjudeginum sem og ég gerði. 12.000 22kg kassar af frosinni rækju og gríðarlega mikil átök. Í dag er ég með feikilegar harðsperrur í höndunum, bakinu og lærunum. Þetta var samt helvíti fínt og maður hefur bara gott af þessu. Vaknaði kl 05:30 og var kominn inn í Stykkishólm kl 07:00, löndunin sjálf byrjaði rétt rúmlega átta og það var landað upp úr Norska skipinu Andersen. Þetta er huge frystari og þvílíkt fullkominn og flottur. Átökin sjálf voru búin um 5 leytið og Tomminn var orðinn töluvert þreyttur. Ég og Tóti sem er pabbi hans Hemma úr síðasta pistli skelltum okkur bara í heita pottinn inni í Hólmi eftir löndunina og fórum svo á fótbolta leik úti í Ólafsvík þar sem að Víkingur Ól skellti Skallagrím 3-2 í hörku leik þar sem að hinn litli Jónas Gestur skoraði þrennu fyrir Víking.

Og í dag er ég með harðsperrur dauðans og er búinn að lofa mér í aðra púl vinnu við að græja sögumiðstöð Grundarfjarðar sem þarf að vera tilbúin fyrir hina miklu Grundarfjarðar helgi sem er seinasta helgin í júlí. Það þarf að rústa öllu út og smíða einhverja nýja milliveggi og mála og margt fleira. Fínt að Tommi litli er farinn að gera eitthvað markvisst svona að staðaldri ekki satt.

Þangað til næst......
Orð dagsins er: G-strengur

Jamm, ég tileinka góðvini mínum honur Járna Orð dagsins fyrir vel unnin störf.

Annars er bara fínt að frétta af kallinum, lenti í dularfullum aðstæðum síðasta föstudagskvöld. Þannig var að ég var búinn að lofa fyrrv. tengdó að vera dyravörður á balli með hinni snilldar hljómsveit Gleðisveit Ingólfs. Jú jú, það var nú ekki mikið mál fyrir utan að ég þurfti sjálfur að redda öðrum dyraverði með mér. Ninni bróðir var að passa Árna Johnsen á kvíabryggju og Steini og Maggi kenndir við Jobba voru báðir á Hróarskeldu. Nú voru góð ráð dýr og Tomminn vissi ekkert við hvern hann ætti að tala. Hann hringir í Gaua litla á fimmtudagskvöldið sem tók svona ágætlega í þetta enn lofaði engu. Jú, Tomminn var vongóður um að Gaui litli myndi nú redda þessu en annað kom á daginn. Þannig var að ljóshærða ofurmennið nennti ómögulega að fara til Grundarfjarðar og skil ég hann svo sem alveg í þeim efnum. Það eru bara hinir fáfróðu sem neita að fara til nafla alheimsins.
En að lokum var það nú hann Hemmi Geir góðkunningi minn sem reddaði mér á síðustu stundu með þetta.

Ég lagði af stað úr Reykjavík um sjö leytið þar sem að ég átti að mæta kl tíu. Ég ákveð að stoppa í Borgarnesi þar sem að ég var orðinn helvíti svangur, hvað sé ég þá á planinu hjá Shell, nema bara Forljóta og ógeðslega rútu merkta gleðisveitin. Rúta þessi var parkeruð á þvottaplaninu og rauk all svakalega úr vélinni. Ég hugsaði með mér að þetta farartæki færi nú líklega aldrei af stað aftur. Svo hætti ég að hugsa um þetta og fæ mér að borða. Svo þegar ég legg af stað aftur er rútan horfin, og viti menn þegar ég er á mýrunum þá tek ég fram úr einhverju mökkreykjandi ferlíki sem hefur líklega mengað umhverfið á við 7 stórar verksmiðjur.

En þeir komust loks á leiðarenda c.a. klst á eftir mér og gátu haldið sitt heitt elskaða ball. Ég og Hemmi mætum á svæðið kl tíu þegar Gleðisveitin er að renna í hlað, hjálpum þeim að bera inn draslið og fáum okkur svo kaffi. Það mætti ekki nokkur kjaftur á ballið fyrr en kl 12. þá mættu tvær digrar stelpur sem ólmar vildu fara á ball. Þegar þarna var komið við sögu voru ég og Hemmi búinir að drekka 20 kaffibolla á kjaft og orðnir frekar æstir. Um hálf eitt leytið og ennþá þessar tvær digru stelpur sem voru einu kúnnarnir segir fyrrv. tengdó mér og Hemma bara að fá okkur bjór. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og létum barþjóninn skenkja okkur í tvo stóra. Aaaaahhh djöfull var það gott marr. Þá loksins byrjaði fólkið að streyma inn og bjórarnir okkar Hemma urðu alltaf fleiri og fleiri, síðan fengum við okkur nokkur skot og urðum að lokum bara helvíti fullir í dyrunum. Þetta var bara helvíti gott ball, c.a. 40 manns á ballinu og dyraverðirni vel við skál. Ég vona bara að það verði ekki sýnt frá þessu á Skjá 1 þar sem það yrði nú ekki gott til eftirspurnar fyrir staðinn. En Gleðisveit Ingólfs er bara þrumu góð hljómsveit og þetta var þvílíkt gott ball hjá þeim þó að það hefði verið fámennt. Og vil ég enda þennan pistil á einkunnar orðum sveitarinnar "Fáðu þér öl og skemmtu þér með okkur í kvöld"

Þangað til næst.....

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Hér kemur smá tilraun eftir leiðbeiningar Járna.