þriðjudagur, desember 23, 2003

Einræðisflokkur Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

-Í Haraldi er hjálpræðið fólgið-

sunnudagur, desember 21, 2003

Sössi segir

Ég fann einhvers konar kveðskap í stílabók í gær. Held hann sé eftir mig, ef ekki þá hef ég svosem gert mig að fífli áður. Það eru allavega hörð áhrif frá Steini Steinarri í gangi þarna


Ég var grátgjörn kona
í gafllausu húsi.
Ég var innantómur olíubrúsi.
Ég var einmitt þetta sem enginn sér.
Ég var aðeins þú.
Ég var hver sem er.

laugardagur, desember 20, 2003

Sössi segir

Hahahíhohíoha
Gott á helvítis sterasniffani súnk púnkinn hann Rio Ferdinand. Ég er viss um að allt helvítis djöflapakkið er á einhverju vafasömu.

Liverpool er aftur á móti lyfjahreint lið og fagurt, enda skilar það sér í leik liðsins.

Ennfremur uppgvötvaði ég það í gærkvöldi, með með aðstoð nokkuð flókinnar röksemdarfærslu, að ég er sætur og með glæsilegan líkama.

Og sjá, ég ber sannleikanum vitni.

föstudagur, desember 19, 2003

Sössi segir

Af Guði, um Guð og Guð minn góður.

Ég hef svolítið heiðið viðhorf til guðs og alls þess pakka.
Í grunnatriðum er það þannig að maður gerir samning við þá yfirnáttúrulegu hrotta af báðum kynjum sem henta manni best. Megiðinntakið í þessum samningi er gagnkvæmur stuðningur, þú reddar mér ég redda þér.

Vegna þessa viðhorfs er ég í svolitlum vanda í ljósi þess að ég trúi því virkilega að þessi Kaþólski/Lútherski/allur mögulegur klofnings Guð sé til. Hinns vegar er hann eitthvað svo falskur og ofbeldisfullur yfirgangsseggur að ef hann væri manneskja myndi mig helst langa til að brjóta á honum báðar hnéskeljarnar.

Mér finnst samt Hamborgarhryggur góður.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Sössi segir

Hehe las Stúdentablaðið í gær, ágætis snepill. Eitthvað virðist Mundi vinur samt vera farinn að linast. Birtir mynd af brosandi vinstri manni og talar meira segja við hana líka.
Hvað næst?!

þriðjudagur, desember 16, 2003

Sössi segir

Ég er farinn að bíða eftir sumrinu, (leiðrétting) ég er farinn að bíða eftir golfsumrinu.
Þannig að bakterían er líklega búin að ná tökum á mér. Samt er ég enn sem komið er bara lélegur. Þannig að ef ég skyldi einhverntíma verða frambærilegur hætti ég líklega að borða til að geta komist í nokkrar golfferðir um veturinn.
Tilhugsunin sem heillar mig.

mánudagur, desember 15, 2003

Sössi segir
Bamparramm.

Afbragðsgóð helgi er ný liðin. Drakk föstudag og laugardag. Það er bara ekki annað hægt en að gera góðan róm að slíku.

Ég er semsagt kominn með net á ný, þráðlaust ADSL, sem er mjög gott.

farinn í sund