sunnudagur, febrúar 27, 2005

Sössi segir

Mér tókst að viðhalda hamingjunni með því að borða þrjú til fjögur hundruð grömm af nammi yfir leiknum. Lífið er engu að síður ekki svo stórkostlegt. Við Halli pöntuðum okkur opinberar skyrtur fyrir leikinn. Biscan fyrir hann og Riise og Carragher handa mér. Það verður léttir eftir mánuð þegar búið verður að selja Gerrard, þannig að það verði leyfilegt að taka hann úr liðinu ef hann spilar illa. Er ekki þrjátíu millur sanngjarn díll?

laugardagur, febrúar 26, 2005

Sössi segir

Já, já og seisei. Hófleg drykkja og bær í gær. Styttist í Houllier bikarinn. Ég spái Liverpool sigri 5-2.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Sössi segir

Æ, æ og ó mig auman! Eina klippikonan mín í öllum heiminum virðist vera hætt störfum : (
Hún var og er eina klippikonan sem var nógu fuckedup í hausnum til að gera hárskurðarheimsókn skemmtilega. Svo er hún líka með stór brjóst. Ég er sem sagt leitandi sála nú um stundir en þó nýkominn úr klippingu. Fór á Hverfisgötuna og átti nokkuð indæla stund með mikilli þögn. Hreint afbragð. Er samt enn að leita að nýju stykkiklippimanneskju.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Sössi segir

Áfram Chelsea. Það var ekkert jarðneskt við tempóið og gæðin í leiknum í gær. Gaman, gaman.

Annars gengur mjög vel með pönksveitina Arðrán. Núna vantar okkur ekkert nema hljóðfæri og æfingarhúsnæði. Söngvarastykkið réðist meira að segja á rúðu í gær. Þetta eru afköst.