Sössi segir
Af Guði, um Guð og Guð minn góður.
Ég hef svolítið heiðið viðhorf til guðs og alls þess pakka.
Í grunnatriðum er það þannig að maður gerir samning við þá yfirnáttúrulegu hrotta af báðum kynjum sem henta manni best. Megiðinntakið í þessum samningi er gagnkvæmur stuðningur, þú reddar mér ég redda þér.
Vegna þessa viðhorfs er ég í svolitlum vanda í ljósi þess að ég trúi því virkilega að þessi Kaþólski/Lútherski/allur mögulegur klofnings Guð sé til. Hinns vegar er hann eitthvað svo falskur og ofbeldisfullur yfirgangsseggur að ef hann væri manneskja myndi mig helst langa til að brjóta á honum báðar hnéskeljarnar.
Mér finnst samt Hamborgarhryggur góður.