þriðjudagur, júní 13, 2006

Søssi segir

Annar góður dagur, logn og blíða. Hefði viljað hafa himininn aðeins blárri. Önnur nía komin í hús. Það er skelfilegt að fljúga heim strax að loknum prófum.

Það er munnlegt lögfræðipróf á morgun, á dönsku að sjálfsögðu. Er dálítið stressaður. Kennararnir eiga það nefnilega til að halla undir flatt og einbeita sér þegar ég segi eitthvað. Og ég verð einn þarna inni, að útskýra dönsk lög. Hvað ef hún skilur mig bara alls ekki? Hvað ef hún skilur mig, er það kanski bara verra? Minnumst þess að ég hef einu sinni reynt að leysa lögfræðiþraut í vetur. Kennarinn hlustaði, hallaði undir flatt og sagði "Nej!"
Hins vegar mun það vinna með mér að ég er fyrsti maður eftir hádegismat.

Það er bjór á morgun.

sunnudagur, júní 11, 2006

Søssi segir

Já ég er búinn að vera latur að skrifa. Enda sossum ekkert gerst síðasta mánuðinn, þannig séð. Bara verkefnavinna (hópverkefni) og próflestur. Próflesturinn enn í gangi en búinn að fá einkunn fyrir verkefnið. Fengum 9 og kommentið "Grundig arbejde", sem þýðir vönduð vinna eða eitthvað álíka. Er að mota mig, bara svo það sé á hreinu :) Við vorum voðalega kát, enda reddaði þetta okkur næsthæstu einkunnini í bekknum.
Hmmm, það er gott veður, allt of gott veður til að sitja og lesa lögfræði. Þetta er náttúrulega bara mannvonska (ondskab) að halda próf um sumarið þegar hitinn er kominn í 22 gráður og kassi af Carlsberg kosta 89 krónur danskar. Fy for satan!
Svo kvíðir mig svolítið fyrir að takast á við guttana í golfi. Beinlínis ekki búinn að sveifla kylfu í 8 mánuði.