sunnudagur, ágúst 31, 2003

Hananú!

Enn ein helgin að líða og vinnuvika framundan. Það væri svo sem allt í lagi ef ég þyrfti ekki að gera þetta fjandans lokaverkefni líka. Það virðist vera alveg sama hversu mikið ég er að fara á taugum yfir því hvað það gengur illa hjá mér... það gerist ósköp lítið!

Jæja nú er ég búinn að koma því frá mér, gott mál.

Liverpool vann um helgina og það auðveldaði manni að komast yfir þann daginn. Góður leikur og verður að viðurkennast að þeir voru nú ekki að spila sinn leik, sóttu töluvert og voru að búa sér til færi sem þeir nýttu nokkuð vel. Skrítin spilamennska hjá þessu liði sem maður var farinn að þekkja nokkuð vel.

Svo tapaði United í dag þannig að knattspyrnulega séð þá kom helgin út í nokkurri gleði! Já og meðan ég man... Hvað með það þó að þessi Ronaldo hafi átt EINN góðan leik?!? hahaha

Það var aldeilis sérdeilis fín drykkja hjá mér á föstudagskvöldið, allavega var það þannig að þegar ég fór á fætur á laugardagsmorguninn til að hreinsa úr maganum á mér þá fann ég sofandi manneskju undir sófaborðinu. Af einskærri hugulsemi reyndi ég að sýna viðkomandi fram á ágæti svefnsófans... án árangurs. Tær snilld!

Leitt að Tomminn vilji ekki drekka með oss lengur, hann hefði haft gaman af þessu...

Burt séð frá því þá er bolti í kvöld (vonandi að menn sjái sér fært að mæta) og Tommi minn... ég legg þetta inn hjá þér á morgun!

Nú ætla ég að reyna að komast eitthvað af stað með ritgerðina... wish me luck!

föstudagur, ágúst 29, 2003

Hananú!

Allt í lagi þá... þetta eru þá bara ég og þú núna!

Dagurinn er búinn að sökka feitt, eins og maðurinn sagði. Erfiður dagur þar sem mig langaði óheyrilega í golf en enginn vildi fara með mér. Alveg glatað pack.. "þarf að fylla upp í tímana sem ég skulda...." bla bla bla.

Allavega þá er leikur á morgun, Grannaslagur Everton og Liverpool. Ef þeir spila ekki vel og vinna þá er ég farinn i straff með Sössanum. Það væri eiginlega bara ótrúlega fínt þar sem ég þarf nú að fara að einbeita mér að ritgerðinni minni ef ég á að hafa hana af fyrir mánaðarmótin næstu. Helvítis stress sem þetta verður!

Jæja svo er náttlega stutt í landsleik... Ísland á EM og ég til Portúgal! Jeeeeeiiiii

mánudagur, ágúst 25, 2003

Bara að benda ykkur á að Tomminn er kominn með sína eigin bloggsíðu hér þannig að ég mun ekki blogga aftur á þessari síðu, það er undir ykkur komið að halda uppi heiðri bumbunnar

Kveðja Tommi

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Nenni ekki að blogga lengur. það gerist aldrei neitt hér og svo er maður farinn að fá morðhótanir í kommenta kerfið.

Gaman að kynnast ykkur en ekki reyna að hafa samband við mig.

Ég er að fara að breyta um lífsstíl og má ekki við að þekkja menn eins og ykkur

Ble ble og eigiði gott líf

Kveðja Tommi