fimmtudagur, október 28, 2004

Sössi segir

Vinir og félagar hafa flestallir heyrt mig kvarta yfir Einari Leifi, heimska og nöldrandi prentaranum. Undanfarið hafa snerrur okkar haldið áfram og dag varð þetta líflegra en oft áður.

Í síðustu viku var ég eitt kvöld á vélinni hans Einars (í daglegu tali kölluð "Vélin hans Einars"). Þegar hann mætti svo um morguninn fann hann ekkert til að nöldra yfir, þannig að hann nöldraði yfir því að ég hefði gengið of vel frá!

Í gær var ég síðan aftur á vélinni hans Einars því að sáralítið var að gera á minni. Fljótlega áttaði ég mig á því að ég gæti náð að klára öll svörtu og teljaralausu (s.s. þægilegu) verkin áður en gerpið mætti á vakt. Og viti menn, ég var á síðasta þægilega verkinu þegar hann mætti. Hamingja mín varð algjör þegar hann sá hvað var eftir og varð pirraður og það angraði mig ekkert þegar hann byrjaði að nöldra. Sjibbí!

Í dag var ég aftur á vélinni og bara að númera verk sem var búið að keyra. Við þær aðstæður hitna valsarnir nema sett sé á þá smurolía, sem ég og gerði. Á vaktaskiptunum mætti gerpið aðeins of seint eins og er hans háttur. Hann heilsaði og setti sig í stellingar til að finna eitthvað umkvörtunarefni en fann ekkert markvert þangað til hann skoðaði valsana. "Hvað ertu með á völsunum?" hreytti hann út sér. Ég sagði eins og var, að þetta væri smurolía. "Þú átt ekki að nota smurolíu, hún skemmir valsana! Þú átt að nota efnið sem er notað á vélinni hans Sigga (þar nota menn víst smurolíu). Þú verður aðeins að spyrjast til vegar!". Ég gaf mér að hann ætti við að ég ætti spyrjast fyrir um hvaða efni ég ætti að nota og sagði "Nú, hvaða efni er það?". Og skyndilega bara mundi hann bara ekki hvað efnið heitir. Djöfull langaði mig til að láta hann stafa fyrir mig S M U R O L Í J A. Ég snappaði og öskraði á hann að hætta þessu kjaftæði, svo öskraði ég eitthvað fleira á hann (sem ég man ekki) og strunsaði út titrandi af bræði.

þriðjudagur, október 26, 2004

Sössi segir

Nú er Catan vertíðin formlega byrjuð. Tók dinner og spil með Einari klámkjafti, Munda og Mumma. Þetta var mjög spennandi og skemmtilegt spil þangað til strákarnir, með Munda í fararbroddi, stálu beinlínis sigrinum frá mér. Ó mig auman og svo framvegis.

Ennfremur hefur kellingin hans Mumma ekki trú á því að ég geti steikt búðing á pönnu. Ég er soldið að spá í að verða móðgaður.

mánudagur, október 25, 2004

Sössi segir

Hoho, gaman í dag. Ég var í rannsóknarvinnu seinnipartinn í dag. Með viðskiptamann á staðnum að reyna að finna lit, sem tókst. Það skilur mig svo sem enginn og ef ég skýri þetta frekar mun öllum standa á sama. En það var gaman.

laugardagur, október 23, 2004

Sössi segir

Allt í lagi. Ég er hér með hættur að spá í íslenskar konur. Er ég fullur? Já. Mun hatrið á þessum asnalegum leikjum sem konur leika verða búið að hjaðna á morgun? Nei!

fimmtudagur, október 21, 2004

Sössi segir

Jeeess, keypti mér e.k. hægindastól í gær sem er að sjálfsögðu mikil framför. Svo fór ég næstum því að gráta í ljósabekknum í gær þegar ég uppgvötaði að eina tónlistin sem bauðst var R&B.

Nú að því hvað ég er skrítinn. Í nýjasta hefti lifandi vísinda er sagt frá því í máli og myndum þegar nasistarnir sem voru dæmdir til dauða í Nurnberg réttarhöldunum voru teknir af lífi. Ég fann til djúprar samúðar í þeirra garð. Kannski er ég bara búinn að lesa svona mikið um seinni heimstyrjöldina að ég skynja ekki lengur grimmdarverkin. Sami maður og fagnar þegar ísraelskir hermenn deyja. Veit samt ekki til þess að ég sé rasisti.


miðvikudagur, október 20, 2004

Sössi segir

Jamm, er kominn með kort í Hreyfingu og var í einkatíma í gær. Mér er sérstaklega illt þar sem upphandleggsvöðvarnir ættu að vera. Kvöldvakt í gangi þessa vikuna og klukkan er að verða 13.00 og ég held ég fari bara á fætur geri mér morgun- hádegismat og fari svo í ljós. Spurning um að fá sér Impresu með bassaboxi fyrst maður er að þessu.