laugardagur, júlí 23, 2005

Sössi segir

Loksins veit ég hvaðan mjólkin kemur, nefnilega úr metallituðum tanki í fjósinu á Skjaldþingsstöðum. Auðvitað fór maður í fjósið og kynnti sér málið. Ennfremur liggur það nú ljóst fyrir að ef ég væri kálfur yrði ég settur á og notaður til undaneldis.

Svo var skroppið í eyðibýlaskoðunarhálfsdagsleiðangur. Niðurstöður ferðarinnar voru tvennar, það þykir merkilegt að menn hafi getað orðið úti hér á hinum fyrri dögum, svo þétt lágu smábýlin. Svo eru Jökuldælingar áberandi drykkfellt fólk og upprunalegt. Þeir eru fáir dreifbýlisdalirnir sem geta státað af tveimur pöbbum og endalausri þrjósku.

Síðastliðinn fimmtudag slitum við okkur af spenanum og héldum inn í Ásbyrgi. Mikið hlakkaði okkur til að spila á vellinum þar umkringdir hávöxnum runnagróðri og í brakandi blíðu. En Mundi (sem hefur nú verið endurskilgreindur sem frumheiðið veðurgoð) og Alheimurinn eltu. Þess ber að geta að rétt hjá okkur var mesta úrkoman í dag á landinu öllu þó hér sé sól og blíðvirði á veðurkortinu. Til að komast í Ásbyrgi var yfir Seinfarinn veg að fara, sem var skiljanlegt í ljósi þess að ekki var búið að leggja hann.

Iðandi í öngum okkar keyrðum við á Kópasker, sem reyndist ekki vera eyja úti fyrir Eyjafirði, til að hitta Lísu. Fyrir vikið er lífið skemmtilegra.

sunnudagur, júlí 17, 2005

Sössi segir

Ja ansans! Vopnafjarðarmótinu í Golfi er nýlokið. Spilað var Texas scramble og þegar eitt holl átti eftir að koma í hús var ég með nándarverðlaunin og sá fram á að spila bráðabana um sigurinn. En nei, kokkurinn og krakkaskrattinn tóku fyrsta sætið og einhver Kristján úr Bakkafirði hirti nálægðarverðlaunin, UTANBÆJARMAÐUR! Þetta eru n.b. fyrstu kynni mín af Bakkafirðingi. Svo er Haraldur er frekar óhress með golfíþróttina.

Veðrið er búið að vera nokkuð athyglisvert. Við keyrðum nefnilega fram úr þoku á Holtavörðuheiðinni og hún er búin að elta okkur síðan. Vissulega ferðast hún hægar en við, en virðist vinna það upp meðan við sofum. Þetta er augljóslega alheiminum og Munda að kenna.

Vistin og allur viðurgerningur er með besta móti hér á Skjaldþingsstöðum. Sannast hér hið fornkveðna að til sveita er að finna fegursta mannlífið og flestar kökur.

Má því segja að Daninn kvaddur 2005 Tour haltri nokkuð ákveðið af stað.

föstudagur, júlí 15, 2005

Sössi segir

Þá er komið að því. Sumarfrí. Ég og fyndni maðurinn ætlum að taka tveggja vikna golf. Það byrjar á hörkukeyrslu því á sunnudaginn klukkan eitt á hádegi er golfmót á Vopnafirði. Síðan veit enginn neitt, nema hvað búist er við slæmu veðri, hvar svo sem við verðum.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Sössi segir

Stressaður og spenntur. Það væri fínt ef allt væri að gerast.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Sössi segir

Djöfullinn danskur says:
http://www.mbl.is/mm/sport/mot/enski/frett.html?nid=1148460

Djöfullinn danskur says:
Everton?

Siddi H says:
Þetta er nú með því versta

Siddi H says:
Sem betur fer er hann nú dökkblár - annars væri þetta bara Shitty

Djöfullinn danskur says:
Djöfull hefði það verið fyndið

Djöfullinn danskur says:
Þetta er samt betra en u.þ.b. allir varabúningar liverpool gegnum tíðina

Siddi H says:
kommon sá æluguli var nú stemming

Siddi H says:
Og hver getur gleymt minntugræna viðbjóðnum

Djöfullinn danskur says:
Þessir búningar urðu til þess að ég þorði ekki að fara að sofa í nokkur ár á eftor

Djöfullinn danskur says:
eftir

Siddi H says:
Það var nú alltaf stemming að sjá Staunton æða mestmegnis stefnulaust upp kantinn í mintugræna viðbjóðnum

Siddi H says:
:)
Djöfullinn danskur says:
Looll

Siddi H says:
Rautt hárið út um allt og svo ráðviltur - svo ráðviltur