sunnudagur, september 28, 2003

Hananú!

Langur tími... enginn sjór, eins og máltækið segir. En hér er ég kominn!

Ég hef lokið við lokaritgerðina mína, gerði það reyndar á þriðjudagskvöldið síðasta. Stefán Svavarsson búinn að lesa yfir hana og segja að þetta sé í lagi, benti mér reyndar á það að ef ég yrði einhverntíman forseti lýðveldisins þá gæti ég viljað milda orðalagið á stöku stað... sé til með það.

Rosaleg drykkja á föstudaginn til að halda uppá þetta auðvitað! Óvissuferð með vinnunni, s.s. endalaust magn af ókeypis áfengi! Það hljómar svona nokkurnveginn eins og magnið sem ég drakk. Allavega hef ég lúmskan grun um það að ég neyðist til að taka svolítið til hérna hjá mér í dag eða eitthvað. Af einhverjum ástæðum er allt svefnherbergið mitt fljótandi í Backardy Breezer, hvaða helvíti er það nú?!

Liverpool eru að fara að spila núna eftir 20 mín og ég er enn heima. Sýnist að Siddi sé að klúðra þessu eitthvað og við fáum hvergi sæti og ég fái ekkert að éta. Hmmm. Hef sennilega bara gott af því samt, virðist vera að stækka þessa dagana :-(

Jæja... Nú er Siddinn að koma, best að forða sér!

miðvikudagur, september 17, 2003

Hananú!

Úff maður, rosalega er ég búinn á því! Var að koma úr körfuboltatíma með vinnunni. Það er skemmst frá því að segja að auðvitað rústaði ég þessu... svo voru einhverjir aðrir þarna með mér en það skiptir nú ekki öllu máli. Allaveg er ég einn sem leiði stigakeppnina ef ég kann að telja rétt!

Fyrir utan það þá gengur lokaverkefnið mitt einnig ágætlega núna. Ég er rúmlega hálfnaður með skrifin og sýnist nú að þetta ætti ekki að reynast mér of erfitt. Stefni að því að klára þetta núna um helgina og skila inn uppkasti á mánudaginn. Veit að þetta er engin snilld en það dugir ef ég fæ að útskrifast með þetta.

Mig langar svo að fara og rokka í bænum!!!! En það gengur víst ekki fyrr en ég hef lokið þessu verkefni af. Er með fráhvarfseinkenni af neysluleysi og held bara að það sé ekki hollt nokkrum manni að fá ekki að drekka í friði. Kannski eru þetta samt bara samúðarverkir með Tommanum,sem ber sig samt ágætlega... en við vitum öll að hann þjáist inní sér greyið.

Well, that´s about it

sunnudagur, september 07, 2003

Sössi segir

Mamma er augljóslega best, ég er semsagt í góðu yfirlæti á Hvammstanga. Eða með öðrum orðum alveg pakksaddur af kökum og fylltum brjóssigg.
Ennfremur er kominn frímerkisskógur á ættaróðali mínu að Hólabreið.
Að lokum skal því komið á framfæri að Einræðisflokkur Íslands er hæstánægður með frammistöðu Landsliðsins í knattspyrnusparki.

fimmtudagur, september 04, 2003

Hananú!

Erfið vika að renna sitt skeið. Aldrei þessu vant hefði ég nú samt viljað að hún væri ekki að því. Með hverjum deginum sem líður styttist í frestinum sem ég hef til að skla lokaritgerðinni minni. Ég er þó búinn með 4 síður og pabbi las þetta yfir og var mjög sáttur... allavega gott sem af er (ca. 15%). Verð að reyna áfram á sömu braut og gefa ekki eftir í baráttunni við bjórinn!

Fyrir utan það er ekki margt að frétta, jú eitt... við förum á landsleikinn með endurskoðanda! Merkilegt nokk en hann er nú einusinni farseðillinn minn heim á Vopnafjörð, að meðaltali. Það kemur málinu annars ekkert við, þetta er pottþéttur náungi.

Ég hef nokkrar áhyggjur af stemmingunni á vellinum. Ég vil hreinlega ekki trúa því að menn telji virkilega að við munum vinna Þjóðverja... er eitthvað að? Auðvitað eigum við möguleika, það eiga allir, en líkurnar eru mjög litlar. Ég trúi ekki öðru en að fólk mæti með því hugarfari að hafa gaman af þessu, alveg sama hvort við töpum 0-1 eða 1-6! Ég er samt hræddur um að áhorfendur hafi byggt upp alltof miklar væntingar og verði fúlir þegar illa gengur. Bíð bara og sé til... Hasta la victoria, Siempre!