þriðjudagur, desember 28, 2004

Hananú!

Var að horfa á enska boltann, og varð að tjá mig.

Málið er að ég sá að það er ekkert skrítið að Southhampton séu fallbaráttu... þeir eru óendanlega lélegir!!! Það er ótrúlegt, ég hélt ekki að menn á þessum óendanlega háu launum gætu verið svona lélegir í því sem þeir vinna við. Hef a.m.k. ekki trú á því að mínir vinnuveitendur hefðu sömu þolinmæði og vinnuveitendur leikmanna Southhampton, og eiginlega sem betur fer. Annað sem olli mér töluverðum áhyggjum er að mér sýndist að Liverpool og Aston Villa væru svona mjög svipuð lið, ekki snefill af hæfileikum hjá 80% leikmanna...

Fyrir utan það, fín jól... mamma er best!

mánudagur, desember 20, 2004

Sössi segir

Það var innblásið Jets lið sem sáldraði ryki í augun á Seattle og kýldi þá því næst í magann. Enn og aftur sýndi það sig að ég er sérfræðingur í kanaska fótboltanum, þó ég kunni að vísu hvorki á liðin né reglurnar.
Hvað þetta litadót varðar er ég ekki að sjá fyrir mér að það sé hægt að búa til íþróttafatnað úr hreinu ljósi. Í framhaldinu vaknar ein grundvallarspurning. Er þessi jólastelpa með stór brjóst?

sunnudagur, desember 19, 2004

Hananú!

Jæja, nú lítur sunnudagspistillinn dagsins ljós. Umfjöllunarefnið er margþætt og jafnvel örlítið óspennandi og leiðinlegt, en það er jú það sem þetta snýst allt saman um.

Við Sössinn höfum haft það fyrir sið nú um allnokkurt skeið að hafa svona "ameríska" sunnudaga. Þá étum við saman óhollann mat, borðum nanmmi og horfum á íþróttir. Byrjum á fótbolta en síðan kemur að hápunkti dagsins, ameríska ruðningnum. Það sem er mest spennandi við hann er að hvorugur okkar kann mikið af reglunum sem leikmenn styðjast við og auk þess þekkjum við enga leikmenn eða neitt svoleiðis. Því veljum við okkur lið til að halda með í upphafi leiks og myndast oft mikið trash talk á máli sem hvorugur okkar skilur. Nú í kvöld munu mætast New York Jets (sem ég fékk síðasta sunnudag) og Seattle Seahawks (sem ég valdi núna, af því að ég veit hvað hitt liðið er ömurlegt eftir háðulega útreið síðustu helgi). Ég vona að Seattle séu í hvítum búningum því að þá er þeim tryggður sigur, en útskýringin á þessari einföldu staðhæfingu er einmitt aðalefni sunnudagspistilsins.

Hvítur litur er góður, hvítur litur er allir litir. Svartur er aftur á móti enginn litur heldur alfarið skortur á lit. Hinsvegar segja mér menn að þegar verið er að búa til lituð klæði sé fyrst tekið hvítt klæði og það litað. Með því erum við að bæta efnum í annars ágætis flík, til að flikka upp á hégómagirnd einstakra manna. Það liggur þá í hlutarins eðli að með því að bæta við þessum efnum verður flíkin þyngri en ella. Ég veit ekki hversu vel menn eru að sér í sögunni en það tíðkaðist eftir orrustur að rölta um vígvöllinn og stúta riddurunum sem lágu á bakinu í brynjunum sínum (sem voru augljóslega með alltof mikið litarefni) algerlega bjargarlausir. Það er því ljóst að búningar hafa mikil áhrif á hreifigetu manna. Liverpool eru í alveg rauðum búningum, sennilega eru þeir voðalega þungir og það gæti skýrt að einhverju leiti gengi liðsins. Fyrir utan það þá sér það hver heilvita maður að það að spila í léttari galla ætti að hjálpa íþróttaliðum að ná árangri. T.d. er núna Sevilla að vinna Betis í spænska boltanum, það þarf vart að taka fram að Sevilla eru í nær alveg hvítum búningum. Þeir eru mun léttari á sér og vart farnir að þreytast, en Betis í grænum og svörtum búningum nánast uppgefnir og komast vart úr sporunum.

Málið er s.s. einfalt. Ég veit að New York Jets eru ekki í hvítum búningum, hef því líkurnar mín megin á sigri í kvöld!


Sössi segir

Í gær voru pappístónleikar brúðarbandsins og jafnframt voru þær að safna fé til að standa straum af fyrirhugaðri útrás þeirra á ameríkumarkað. Þetta var ljúfsár stund. Annarsvegar stórkostlegir tónleikar, en hinsvegar er maður svolítið dapur yfir vera að missa stelpurnar. Af þessari tónleikaferð í bandaríkjunum getur jú ekki hlotist annað en heimsfrægð.

föstudagur, desember 17, 2004

Nú er Sössinn æfur

Helvítis afturhaldskommatittafasistaríkisstjórn! Það er ekkert nema hneyksli að vísa hinum vinalega Úkraínumanni úr landi. Svo vinalegur meira að segja að íslensk blómarós kippti honum upp í til sín og festi sér drenginn! Svo er drengnum bara hent úr landi og það meira segja út af schengen svæðinu svo Lokrekkjan verði örugglega köld. Með þessu er verið að loka algerlega á það að íslenskir ríkisborgarar kaupi sér slafa. Slík neyslustjórnun verður ekki líðin. Ég mótmæli, ég hrópa á torgum: Fasistar! Ruslmenni! Fyrr kýs ég feminista á þing en þetta viðurstyggilega, hjartalausa pakk.



fimmtudagur, desember 16, 2004

Sössi segir

Hurru, var að gera tilraun. Skildi gluggann eftir óvenju mikið opinn í nótt og ofninn aðeins á tveimur. Það er kalt, allttof kallt hérna inni.

Ennfremur damnit, var að missa af fundi með forstöðumanni prenttæknistofnunar af því að vekjarinn var rangt stilltur. Sit núna við símann og bíð eftir að hann sé búinn á fundi og hringi í mig.


miðvikudagur, desember 15, 2004

Sössi segir

Jamm og jamm. Tók tólf tíma vakt í gær á tveggja lita speedmaster 52. Verkin þar eru oft meira vesen en á GTO sem ég er vanalega á. Allavega, þar sem ég er í góðri stemmningu, orðinn harkalega stressaður og beinlínis reiður, læðist einn prentarinn upp að mér og lætur mér bregða. Heiftugt primalöskrið frá mér heyrðist um mest allan salinn, sem er nota bene stór og fullur af vélum í gangi. Menn harða þriggja tíma törn í að koma mér í gott skap.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Sössi segir

Bið aðdáendur mína innilega að afsaka hvað ég er búinn að vera lélegur að láta vita af mér. Ég er búinn að vera að yrkja og hér kemur afraksturinn.

Eitthvað sjúkt
og eitthvað framandi
Eitthvað djúpt
og eitthvað lamandi.

Ef þetta er ekki hápunkturinn á ferli mínum það sem komið er... ha, ég meina. Þetta er tvímælalaust heildstæðasta verk sem ég hef nokkurn tíman klambrað saman.

Svo virðist vera orðið þjóðarsport að draga sössann á asnaeyrunum á djamminu. Ok, fyrir utan það að ég virðist eiga heimsmet í að fara heim með stelpum sem eru á túr. Bíddu stöldrum við. Hvaða ávinning sáu þær pútur eiginlega fram á. Bjuggust þær við gleði frá mér yfir að... að... eitthvað. Well þær fengu hana ekki. Og svo er þetta nýjasta æði, að sýna, klappa, kyssa, kjá og stinga svo af. ER ÉG SVONA SÆNSKUR Í ÚTLITI, HVAÐ ER MÁLIÐ. Ég er farinn að öfunda Glúbba af hans þætti í tilverunni.

föstudagur, desember 03, 2004

Sössi segir

Ég var að klóra mér á löppinni áðan og fann vöðva sem ég vissi ekki að væri til. Ðiss iss greit.

fimmtudagur, desember 02, 2004

sössi segir

Eftir á að hyggja voru það líklega mistök að fara yfir í lakari lögnina.