sunnudagur, mars 20, 2005

Sössi segir

Og í gær var ég narraður til að taka 15 tíma vakt. Ég er ekki nógu samviskulaus, andskotans ávani er þetta að endurgjalda greiða. Og svo fór ég sóber niður í bæ með Munda og Mumma. Það var fullt af fólki að veifa sígarettum, aðallega framan í mig. Mig langaði svo til að hrópa: Stop waving that thing at me, I´m beutiful!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Sössi segir

Æ þetta er búin að vera skrítin vika, ég er búinn að vera illa sofinn og vannærður, ergo hálfónýtur. Heyrði lag með Nirvana í kvöld, falleg stund, jafnvel hjartnæm. 13 tíma vakt í dag n.b. Og svo er golfsveiflan mín horfin, Hrrell. Well, back to the drawing board.

fimmtudagur, mars 10, 2005

Sössi segir

Of mikil karlmennska í gangi þessa dagana. Í dag tek ég til og á morgun er stefnan sett á að skúra. Hvaðan koma öll þessi óhreinindi?

miðvikudagur, mars 09, 2005

Sössi segir

ATH ATH Það hefur löngum vakið furðu að Haraldur hafi aldrei verið kýldur niðri í bæ. Þetta var að sjálfsögðu vitleysa, samanber þessa færslu

[ sunnudagur, janúar 26, 2003 ].

Hananú!

Það er ekki nóg með það að maður hafi borgað offjár til þess að fara inn á stað þar sem 2 voru stór hluti af heildinni, barinn var dýrari en meðal vændiskona á vesturlöndum og sterabuff ganga um og lemja saklausa gesti, heldur er maður síðan sakaður um að hafa mök við dýr og þau karlkyns. Þetta kallar maður vini sína!

Þetta byrjaði fínt, Jack á klaka og Joe Dirto. Nokkrir náungar og bara almenn stemming, fórum heim til mín og drukkum 2 rauðvínsflöskur (1 hjá Tomma reyndar) og spil. Ég veit síðan ekki hvernig, en húsbóndi heimilisins keypti sér bæjarleyfi. Við keyrum niður laugaveginn syngjandi færeyska þjóðlagatónlist og íslenskar þýðingar á þekktum lögum... allir gluggar niðri, við vorum svo góðir! Röltum um en eins og svo oft áður þá vorum við að fara á einn ákveðinn stað... það vissi það bara enginn nema sá sem réð ferðinni. 1.500 fyrir ekkert... vafasamt, ég borgaði samt af því að ég taldi að það væri eitthvað í gangi sem ég mætti ekki missa af. Tommi borgaði auðvitað ekki neitt. Ég gerði mér strax grein fyrir því að við höfðum gert mistök þegar ég sá alla hina 9 sem voru inni á staðnum. Ákvað því að fara á barinn og reyna að leiðrétta þennan misskilning. Einfaldur af öllu á 500! Það lá við að manni yrði illt í bossanum bara við að vera á svæðinu, slíkt var verið að þjappa í manni. Engu að síður var ég staddur innan tíðar í hópi fólks, sem myndaði meirihluta á svæðinu, með andvirði 3.000 kr (1.500 í hvorri hendi). Tommi slapp auðvitað við að borga (hvurslags spilling er þetta eiginlega?). Þá þurfti einhver að benda greindarskertu sterabuffi á það að hann væri... greindarskert sterabuff!!! Ég get svo svarið að það var ekki ég. Hann slefaði einhverju út úr sér, fékk nokkrar móðganir (vek athygli á því að ég var upptekinn við að verja eigur mínar og vandaði mig við að segja ekki allt það sem mér datt í hug) og gekk síðan í burtu. Það var samt augljóslega eingöngu til þess að taka tillhlaup svo að hann gæti barið einhvern í hausinn... MIG! Hvern andskotann þurfti hann að vera að staðfesta það sem var verið að reyna að útskýra fyrir honum allan tímann? Skyndilega hafði eignasafnið mitt minnkað verulega. Í hristingnum varð nefnilega á að giska 33% rýrnun. Eftir þetta gerðist ekki margt og við fórum á Nonna. Lambabátur, góð máltíð. Síðan var farið að saka mig um að hafa haft mök við húsdýr. Ég veit að sumt sem ég hef gert um ævina er vafasamt en þetta er nú einum of... og þetta kallar maður vini sína.

Af hverju er lífið svona ömurlegt?
Sössi & Halli [11:50 AM]
Sössi segir

AAAaaaah Búinn að senda umsóknina um inntöku í Mediaproduction og Ledelse í Hínum Grafíska Háskóla. Ég keypti svona flugflýtimeðferð á stykkið og lagði áherslu á að ég vildi að það skilaði sér á leiðarenda. Það er pinkulítið spennufall í mér núna.

Átti líka önnur viðskipti við Póstinn í dag. Við Haraldur versluðum nefnilega þrjár opinberar Liverpool treyjur með áprentuðum nöfnum í gegnum netverslun Liverpool F.C. Riise og Carragher handa mér og Biscan handa bankamanninum. Með tollum og virðisauka er stykkið verðlagt á um tíu þúsund krónur. Vel að merkja uppgvötaðist það ekki fyrr en nokkru eftir að við pöntuðum. Það sem þetta þýðir er að fyrir utan leðurjakkann minn eru þetta dýrastu flíkur sem ég hef átt.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Sössi segir

Ég er afturhaldsseggur, líst ekkert á breytingar. Man t.d. hvað mér þótti það heimskuleg hugmynd að grafa göng undir hvalfjörðinn. Tónlistarsmekkinn þróaði ég með því að hlusta á flestallar popp og rokk tónlistarstefnur sem vesturlönd hafa alið af sér og stoppaði n.b. lengi í hippatímabilinu. Það var reyndar kryddað með Michael Jackson. Svo var það í menntaskóla að ég fór loksins að hlusta á nýrri tegundir rokks. Enn annað mál, brjóst. Mér finnst sílikon brjóst hálfleiðinleg nema þau séu innpökkuð í brjóstahaldara og ég sé ekki að káfa á þeim. Þau eru allt of hörð, hreyfast asnalega og beinlínis gjörsneydd öllum persónuleika.

mánudagur, mars 07, 2005

Sössi segir

Netið loksins komið inn aftur, búinn að vera pirraður en náði að láta helvítin hjá símanum hjálpa mér með þetta símleiðis.

laugardagur, mars 05, 2005

Sössi segir

Jamms, 2000 árgerðin af Don Melchor olli vonbrigðum. Alveg hreint merkilegt hvað rauðvín passar illa með hamborgara. Engu að síður feiknagóð samdrykkja og mikill andi. Heyrðu svo vaknaði ég þunnur í fyrsta skipti í langann tíma. Ætla að nota tækifærið og fara að kaupa mér sjálfspilandi pútter. Jafnvægið í þeim sem ég á er hörmulegt.

Og það er Steini Steinarri að þakka að ég veit hvar blóm dauðans er niðurkomið.

3
Gagnsæjum vængjum
flýgur vatnið til baka
gegn viðnámi sínu.

Hin rauðgula hnoða
sem rennur á undan mér,
fylgir engri átt.

Handan blóðþyrstra vara
hins brennandi efnis
vex blóm dauðans

Á hornréttum fleti
milli hringsins og keilunnar
vex hið hvíta blóm dauðans.

fimmtudagur, mars 03, 2005

Sössi segir

Djöfull er ég að mala menn í þessum netprófum. The loosers are total loosers!





Your Brain is 33.33% Female, 66.67% Male



You have a total boy brain

Logical and detailed, you tend to look at the facts

And while your emotions do sway you sometimes...

You never like to get feelings too involved


miðvikudagur, mars 02, 2005

Sössi segir

Siggi stakk upp á því við mig í gær að ég hætti í vinnuni til að geta helgað mig algjörlega Badminton iðkuninni. Er ekki frá því að það sé nokkuð til í þessu hjá honum.Sérstaklega þar sem ég vann töluvert fleiri leiki en ég tapaði, sem er tvímælalaus framför.

"Build a man a fire, and he will be warm for one day. Set a man on fire, and he will be warm for the rest of his life" Terry pratchett

Fann þetta á síðunni hjá Glúbba

þriðjudagur, mars 01, 2005

Sössi segir

Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast mín er frjálst að senda baunabuff. Var nefnilega að snæða afgang síðan í gær, sænskar kjötbollur í bolognese grýtu (pasta og tómatsósa) og þegar ég var hálfnaður nennti ég ekki lengur að borða bollurnar heldur át bara pastað og undi hag mínum vel. Held ég gleymi öllum fantasíum um mig sem einhvern ógurlegan villimann. Úr þessu er það eina karlmannlega sem maður getur huggað sig við sóðaskapur og líkamleg útlitseinkenni.